Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2019 07:56 Bryndís Haraldsdóttir, einn varaforseta Alþingis, frestaði umræðunni um þriðja orkupakkann rétt fyrir klukkan sex í morgun. Vísir/Vilhelm Þingmenn Miðflokksins héldu málþófi sínu um þriðja orkupakkann áfram til að verða klukkan sex í morgun. Sem fyrr tóku nær aðeins þeir til máls frá því að umræðan hófst skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Forseti Alþingis sagðist fresta umræðunni „með sorg í hjarta“. Umræða um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15:50 í gær. Fyrir utan fjörutíu mínútuna hlé sem gert var frá 19:05 til 19:45 hélt hún áfram til klukkan 5:50 í morgun. Sem fyrr skiptust þingmenn Miðflokksins á að koma í pontu og svara ræðum hvors annars. Eftir ræðu Bergþórs Ólasonar þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í morgun sagðist sagðist Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, ætla sér að fresta umræðunni ef aðrir þingmenn Miðflokksins ætluðu sér ekki að svara Bergþóri. „Ef svo er ekki þá verður forseti nú með sorg í hjarta að fresta umræðu um annað dagskrármálið af dagskrá þessa þingfundar,“ sagði Bryndís. Miðflokkurinn hefur nú einn haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkanna í rúmar níutíu klukkustundir. Umræðan í heild hefur staðið yfir í vel yfir hundrað klukkustundir. Þingfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var þannig ekki slitið fyrr en að verða hálf ellefu á laugardagsmorgun. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins héldu málþófi sínu um þriðja orkupakkann áfram til að verða klukkan sex í morgun. Sem fyrr tóku nær aðeins þeir til máls frá því að umræðan hófst skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis í gær. Forseti Alþingis sagðist fresta umræðunni „með sorg í hjarta“. Umræða um þriðja orkupakkann hófst klukkan 15:50 í gær. Fyrir utan fjörutíu mínútuna hlé sem gert var frá 19:05 til 19:45 hélt hún áfram til klukkan 5:50 í morgun. Sem fyrr skiptust þingmenn Miðflokksins á að koma í pontu og svara ræðum hvors annars. Eftir ræðu Bergþórs Ólasonar þegar klukkuna vantaði um stundarfjórðung í sex í morgun sagðist sagðist Bryndís Haraldsdóttir, varaforseti þingsins, ætla sér að fresta umræðunni ef aðrir þingmenn Miðflokksins ætluðu sér ekki að svara Bergþóri. „Ef svo er ekki þá verður forseti nú með sorg í hjarta að fresta umræðu um annað dagskrármálið af dagskrá þessa þingfundar,“ sagði Bryndís. Miðflokkurinn hefur nú einn haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkanna í rúmar níutíu klukkustundir. Umræðan í heild hefur staðið yfir í vel yfir hundrað klukkustundir. Þingfundi sem hófst klukkan 15:30 á föstudag var þannig ekki slitið fyrr en að verða hálf ellefu á laugardagsmorgun.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07 Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17 Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Segir ákvæði um hvíldartíma ekki eiga við um þingmenn Óskað hefur verið eftir því að Vinnueftirlitið og/eða lögreglan grípi til aðgerða vegna yfirstandandi brota á Alþingi á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 27. maí 2019 15:07
Vill að Alþingi taki fjórða orkupakkann til umfjöllunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, fór þess á leit við forsætisráðherra að Alþingi myndi taka fjórða orkupakkann til umfjöllunar. 27. maí 2019 16:17
Ekki spennt fyrir því að þvinga fram stöðvun á málþófinu Formenn þingflokka bæði Vinstri græna og Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta dagskrá þingsins vegna málþófs Miðflokksins um þriðja orkupakkann. Þingmaður Miðflokksins segir áhugavert að sjá hvort reynt verði að stöðva umræðuna með atkvæðagreiðslu en slíku ákvæði í þingsköpum hefur ekki verið beitt í meira en hálfa öld. 27. maí 2019 12:15