Viðskipti innlent

Tekur við stóru verkefni með opnum huga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Birgir Jónsson.
Birgir Jónsson. Íslandspóstur
„Allt sem maður gerir snýst um að vinna með fólki, ekki síst að skapa tónlist og vera í hljómsveitum. Það nýtist gríðarlega í að vinna hefðbundnari vinnu,“ sagði Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri Íslandspósts í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.

Birgir hefur komið víða við á starfsferli sínum en hann var aðstoðarforstjóri hjá WOW og forstjóri Iceland Express á tímabili. Hann hefur einnig búið víða erlendis, þar á meðal í Ungverjalandi, Rúmeníu og Búlgaríu, en hann rak eina stærstu bensínkeðju í Austur-Evrópu á tímabili. Auk þess hefur hann búið í Hong Kong og Lundúnum. Margir kunna að muna eftir Birgi sem fyrrverandi trommuleikara þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu.

„Rauði þráðurinn í því sem ég hef verið að gera eru fyrirtæki sem eru í einhverskonar umbreytingaferli, í einhverskonar breytingafasa.“ Bætti hann við.

„Þetta er gríðarlega öflugt fyrirtæki og mjög mikilvæg stofnun í okkar þjóðfélagi, og öllum þjóðfélögum. Þetta er mjög mikil áskorun og áhugavert að taka við stjórninni á þessum tímum, mjög umbrotamiklir tímar og mikið af breytingum og mikið af áskorunum þannig að þetta er spennandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×