Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 11:12 Þingmenn Miðflokksins á fundi í gær. Fundinum lauk ekki fyrr en rétt fyrir ellefu í dag. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson og Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Vilhelm Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn. Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fundi var slitið á Alþingi klukkan 10:47, rúmum sólarhring eftir að hann hófst. Forseti Alþingis sagði senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokksins fyrir þingræðinu en þingmenn flokksins hafa nú haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir, vel á fimmta sólarhring. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu í gærmorgun en umræðan um þriðja orkupakkann byrjaði skömmu eftir klukkan ellefu. Hlé var gert á fundinum klukkan 12:55 en umræðan hélt áfram klukkan 13:30. Síðan þá hefur umræðan haldið áfram nær linnulaust. Klukkutíma hlé var gert á milli klukkan 19 og 20 og svo aftur í hálftíma á milli klukkan 21:15 og 21:45. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sleit fundi loks klukkan 10:47 í morgun. Að frátöldum hléum sagði hann þá að virkur fundartími hafi verið um tuttugu og tvær klukkustundir. Umræðan um þriðja orkupakkann hefði nú staðið yfir í 132 klukkustundir. Þar af hefðu miðflokksmenn talað í rúmar 110 klukkustundir. Andsvör væru nú orðin 2.675 talsins og hefðu tekið um 85 klukkustundir í flutningi. Steingrímur sagði að ekki hafi þó verið um eiginleg andsvör að ræða nema að litlu leyti í upphafi heldur samsvör skoðanabræðra. Umræðan væri komin í miklar ógöngur og að hún væri á engan hátt í anda þess sem þingsköp gerðu ráð fyrir.Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sagði Miðflokkinn hafa stundað linnulaust málþóf.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að afhenda minnihluta þingmanna öll völd Miðflokkurinn hefði haldið uppi linnulausu málþófi sem hefði skapað ófremdarástand í þinginu. Tugir annarra þingmála væru tilbúin til umræðu en hefðu hlaðist upp vegna málþófsins. Tilmæli forseta og annarra þingmanna til Miðflokksins um að láta af linnulausum ræðuhöldum hefðu engan árangur borið. „Það eru forseta mikil vonbrigði og fer nú sennilega enn að verða fullreynt að höfða til sanngirni, höfða til ábyrgðarkenndar eða biðja um liðsinni og aðstoð og að virðing sé borin fyrir grundvallarleikreglum lýðræðis og þingræðis í þessu tilviki,“ sagði Steingrímur. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kom sér og flokksystkinum sínum til varnar. Sagði hann dagskrárvaldið á hendi forseta Alþingis en ekki þeirra. Miðflokkurinn væri tilbúinn að taka önnur mál fram fyrir orkupakkann á dagskrána. Steingrímur sagði rétt hjá Þorsteini að hann hefði dagskrárvaldið og ekki stæði til að afhenda miðflokksmönnum það þrátt fyrir að þeir hefðu ítrekað beðið um það. „Það stendur ekki til að mikill minnihluti þingmanna fái hér öll völd,“ sagði þingforsetinn.
Alþingi Miðflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira