Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. maí 2019 06:35 Uppfært 13:15: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er nýbúið að slökkva í síðustu glæðum. Er slökkvilið nú að ganga frá. Uppfært 10:00: Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla, en búið er að slökkva eldinn og vinna nú sex slökkviliðsmenn að því að ná járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Mikill eldur kom upp í Seljaskóla í nótt og á fimmta tímanum var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu auk bakvaktar og manna á frívakt enn að störfum. Mikið tjón er á einni álmu skólans en þak byggingarinnar féll í brunanum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um miðnætti og þegar fyrstu menn komu á vettvang var strax ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmikið slökkvistarf. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfsins hafi verið mjög erfiðar „Þegar að við komum á vettvang þá logaði mikill eldur í öðrum gaflinum og reykur upp eftir öllum mæninum. Það voru allar stöðvar á leiðinni og fljótlega sást að þetta yrði mikil vinna þannig að það var boðaður út auka mannskapur,“Eins og sjá má er tjónið mikið.Vísir/Jóhann K.Aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar Hafsteinn segir að eldurinn hafi aðeins logaði í þaki skólans en á milli þaksins og kennslustofa er steypt plata og bætir við að hún hafi haldið. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum á vettvang. Mjög þröngt og erfitt að komast að þessu. Erfitt að koma tækjum að eldinum svo það þurfti að sækja þetta langt að, þetta er það innarlega á skólalóðinni. Við gátum bara sótt á eldinn á einn veg og það var á móti reyk þannig að hér voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum,“ segir Hafsteinn. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum, á svipuðum stað, á stuttum tíma. Um klukkan þrjú í nótt var ákveðið að senda skilaboð til íbúa í nágrenni skólans og nærliggjandi hverfa þar sem íbúar voru hvattir til þess að loka gluggum en mikill reykur lá yfir Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi.Mikill reykur var frá vettvangi og voru íbúar í Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi beðnir um að loka gluggum.Vísir/JóhannKBruninn hafði áhrif á sjúkraflutninga í nótt „Þetta er búið að taka töluvert langan tíma og eins og ég sagði mjög erfiðar aðstæður og erfitt að komast að eldinum. Það var erfitt að rjúfa þakið og um tíma þurfum við að kalla allan mannskap af þakinu því það var farið að gefa sig og þá breyttum við aðeins um aðferð og fórum að slökkva eldinn úr fjarlægð, þannig að við höfum verið að bíða eftir að þakið falli niður svo við getum farið að vinna betur að því að koma klæðningu og öðru af,“ segir Hafsteinn. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna hefur tekið þátt í slökkvistarfi í nótt og segir Hafsteinn að bruninn í nótt hafi haft áhrif á önnur störf slökkviliðsins í nótt en iðulega er mikið að gera í sjúkraflutningum á þessum tíma um helgi. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2„Ég geri ráð fyrir að það verði nokkur vinna áfram fram undir morgun,“ segir Hafsteinn. Mikið tjón er á byggingunni vegna eldsins en ekki síst heldur vegna reykja, sóts og vatns og þá sérstaklega í þessari álmu skólans. „Það eru eldveggir sitthvoru megin og þeir hafa alveg haldið þannig að þetta breiddist ekkert út. Þetta er staðbundið í þessu þaki. Við náðum eiginlega að varna því að reykur kæmist bygginga en einhver reykur slæddist á milli,“ segir Hafsteinn. Aðstæður á vettvangi í nótt voru erfiðarVísir/JóhannK Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Uppfært 13:15: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er nýbúið að slökkva í síðustu glæðum. Er slökkvilið nú að ganga frá. Uppfært 10:00: Slökkviðlið höfuðborgarsvæðisins er enn að störfum í Seljaskóla, en búið er að slökkva eldinn og vinna nú sex slökkviliðsmenn að því að ná járnplötum af þaki hússins til að slökkva í glæðum. Mikill eldur kom upp í Seljaskóla í nótt og á fimmta tímanum var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu auk bakvaktar og manna á frívakt enn að störfum. Mikið tjón er á einni álmu skólans en þak byggingarinnar féll í brunanum. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um miðnætti og þegar fyrstu menn komu á vettvang var strax ljóst að ráðast þyrfti í umfangsmikið slökkvistarf. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfsins hafi verið mjög erfiðar „Þegar að við komum á vettvang þá logaði mikill eldur í öðrum gaflinum og reykur upp eftir öllum mæninum. Það voru allar stöðvar á leiðinni og fljótlega sást að þetta yrði mikil vinna þannig að það var boðaður út auka mannskapur,“Eins og sjá má er tjónið mikið.Vísir/Jóhann K.Aðstæður til slökkvistarfs mjög erfiðar Hafsteinn segir að eldurinn hafi aðeins logaði í þaki skólans en á milli þaksins og kennslustofa er steypt plata og bætir við að hún hafi haldið. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum á vettvang. Mjög þröngt og erfitt að komast að þessu. Erfitt að koma tækjum að eldinum svo það þurfti að sækja þetta langt að, þetta er það innarlega á skólalóðinni. Við gátum bara sótt á eldinn á einn veg og það var á móti reyk þannig að hér voru mjög erfiðar aðstæður þegar að við komum,“ segir Hafsteinn. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu en þetta er í annað sinn sem eldur kemur upp í skólanum, á svipuðum stað, á stuttum tíma. Um klukkan þrjú í nótt var ákveðið að senda skilaboð til íbúa í nágrenni skólans og nærliggjandi hverfa þar sem íbúar voru hvattir til þess að loka gluggum en mikill reykur lá yfir Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi.Mikill reykur var frá vettvangi og voru íbúar í Seljahverfi og Salahverfi í Kópavogi beðnir um að loka gluggum.Vísir/JóhannKBruninn hafði áhrif á sjúkraflutninga í nótt „Þetta er búið að taka töluvert langan tíma og eins og ég sagði mjög erfiðar aðstæður og erfitt að komast að eldinum. Það var erfitt að rjúfa þakið og um tíma þurfum við að kalla allan mannskap af þakinu því það var farið að gefa sig og þá breyttum við aðeins um aðferð og fórum að slökkva eldinn úr fjarlægð, þannig að við höfum verið að bíða eftir að þakið falli niður svo við getum farið að vinna betur að því að koma klæðningu og öðru af,“ segir Hafsteinn. Mikill fjöldi slökkviliðsmanna hefur tekið þátt í slökkvistarfi í nótt og segir Hafsteinn að bruninn í nótt hafi haft áhrif á önnur störf slökkviliðsins í nótt en iðulega er mikið að gera í sjúkraflutningum á þessum tíma um helgi. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisinsVísir/Stöð 2„Ég geri ráð fyrir að það verði nokkur vinna áfram fram undir morgun,“ segir Hafsteinn. Mikið tjón er á byggingunni vegna eldsins en ekki síst heldur vegna reykja, sóts og vatns og þá sérstaklega í þessari álmu skólans. „Það eru eldveggir sitthvoru megin og þeir hafa alveg haldið þannig að þetta breiddist ekkert út. Þetta er staðbundið í þessu þaki. Við náðum eiginlega að varna því að reykur kæmist bygginga en einhver reykur slæddist á milli,“ segir Hafsteinn. Aðstæður á vettvangi í nótt voru erfiðarVísir/JóhannK
Lögreglumál Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eldur í þaki Seljaskóla Eldur kom upp í þaki Seljaslóla í nótt. 12. maí 2019 01:30 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira