Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:45 Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráðherrans og ráðsins vegna athugasemda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundurinn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal annars frá FÍL. Kvartanirnar eru misalvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fagfólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóðleikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóðleikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhúsráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu funduðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinningaríkum fundi. Sumir leikarar könnuðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtudag, meðal annars til að ræða stöðuna í leikhúsinu, líkt og áður kom fram. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Sjá meira
Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráðherrans og ráðsins vegna athugasemda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundurinn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal annars frá FÍL. Kvartanirnar eru misalvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fagfólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóðleikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóðleikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhúsráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu funduðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinningaríkum fundi. Sumir leikarar könnuðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtudag, meðal annars til að ræða stöðuna í leikhúsinu, líkt og áður kom fram.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00
Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30
Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21