Verðbólgan lækki og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 10:24 Iðnaðarmenn að störfum. Vísir/Hanna Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans. Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans.
Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14