Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 10:46 Jón Bjarni Steinsson hefur starfað við hátíðina síðan árið 2015. Fréttablaðið/Anton brink Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. Hann segir aðstandendur hafa lagt sig fram við að uppfylla óskir íbúa í nágrenni hátíðarinnar og það verði gert í ár, til dæmis með styttri dagskrá. Tveir íbúar í Laugardal lýstu áhyggjum sínum af Secret Solstice í Bítinu í gær og sökuðu aðstandendur keppninnar um að hafa ekki nægilegt samráð við nágranna. Var m.a. vísað til fíkniefnaneyslu á hátíðinni og skemmtanahalds í hverfinu langt fram eftir nóttu.Sjá einnig: Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice „Ég held að það hafi kannski verið það sem særði mest í þessu viðtali í gær. Af því að við höfum lagt okkur gríðarlega fram síðustu ár í þessu,“ segir Jón Bjarni. Aðstandendur hátíðarinnar hafi fylgst náið með umræðu í íbúahópum í Laugardalnum og tekið umsagnir um hátíðina síðustu ár til sín. „Það segir sig sjálft að gagnrýni er til þess að vinna með hana. Bara fyrir hátíðina í fyrra held ég að ég hafi mætt á 30-40 fundi með alls konar hagsmunaaðilum og fólki hérna í hverfinu og annars staðar til að finna lausnir.“Viðtalið við Þórunni Steindórsdóttur og Vilhjálm Vilhjálmsson, íbúa í Laugardal, frá því í gær má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Secret Solstice hefur átt í töluverðum fjárhagsvandræðum en nýtt félag tók við rekstrinum fyrir hátíðina í ár, að miklu leyti skipað sama hóp og rekið hefur hátíðina síðustu ár. Skuld Secret Solstice við Reykjavíkurborg nemur um 19 milljónum króna og þá hefur umboðsaðili bandarísku rokkhljómsveitarinnar Slayer stefnt hátíðinni vegna vanefnda upp á 16 milljónir króna. Inntur eftir viðbrögðum við ásökunum um kennitöluflakk við eigendaskipti hátíðarinnar segir Jón Bjarni að veðrið í fyrrasumar hafi orðið fyrri eigendum að falli. „Það sem gerðist er að þessi hátíð varð fimm ára síðasta sumar. Það sem gerðist var að það gekk ekki sérstaklega vel síðasta sumar því það var hrikalegt veður sem setti strik í reikninginn. Og fyrri eigendur misstu hátíðina frá sér. Það kom nýr eigandi sem eignaðist vörumerkið frá kröfuhafa gamla félagsins.“ Þá vonast Jón Bjarni til þess að veðrið muni ekki leika hátíðina í ár jafngrátt og í fyrra. „Við skulum vona að þetta gangi upp í sumar. Menn eru að vanda sig núna og það er náttúrulega búið að breyta hátíðinni töluvert.“ Secret Solstice verður haldin helgina 21.-23. júní með breyttu sniði en síðustu ár. Þannig mun dagskrá ljúka í Laugardal fyrir miðnætti öll kvöldin en dagskráin flyst því næst niður í miðbæ. Þá hefur hátíðardögum einnig fækkað úr fjórum í þrjá.Viðtalið við Jón Bjarna má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. Hann segir aðstandendur hafa lagt sig fram við að uppfylla óskir íbúa í nágrenni hátíðarinnar og það verði gert í ár, til dæmis með styttri dagskrá. Tveir íbúar í Laugardal lýstu áhyggjum sínum af Secret Solstice í Bítinu í gær og sökuðu aðstandendur keppninnar um að hafa ekki nægilegt samráð við nágranna. Var m.a. vísað til fíkniefnaneyslu á hátíðinni og skemmtanahalds í hverfinu langt fram eftir nóttu.Sjá einnig: Íbúar í Laugardalnum beita sér gegn Secret Solstice „Ég held að það hafi kannski verið það sem særði mest í þessu viðtali í gær. Af því að við höfum lagt okkur gríðarlega fram síðustu ár í þessu,“ segir Jón Bjarni. Aðstandendur hátíðarinnar hafi fylgst náið með umræðu í íbúahópum í Laugardalnum og tekið umsagnir um hátíðina síðustu ár til sín. „Það segir sig sjálft að gagnrýni er til þess að vinna með hana. Bara fyrir hátíðina í fyrra held ég að ég hafi mætt á 30-40 fundi með alls konar hagsmunaaðilum og fólki hérna í hverfinu og annars staðar til að finna lausnir.“Viðtalið við Þórunni Steindórsdóttur og Vilhjálm Vilhjálmsson, íbúa í Laugardal, frá því í gær má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Secret Solstice hefur átt í töluverðum fjárhagsvandræðum en nýtt félag tók við rekstrinum fyrir hátíðina í ár, að miklu leyti skipað sama hóp og rekið hefur hátíðina síðustu ár. Skuld Secret Solstice við Reykjavíkurborg nemur um 19 milljónum króna og þá hefur umboðsaðili bandarísku rokkhljómsveitarinnar Slayer stefnt hátíðinni vegna vanefnda upp á 16 milljónir króna. Inntur eftir viðbrögðum við ásökunum um kennitöluflakk við eigendaskipti hátíðarinnar segir Jón Bjarni að veðrið í fyrrasumar hafi orðið fyrri eigendum að falli. „Það sem gerðist er að þessi hátíð varð fimm ára síðasta sumar. Það sem gerðist var að það gekk ekki sérstaklega vel síðasta sumar því það var hrikalegt veður sem setti strik í reikninginn. Og fyrri eigendur misstu hátíðina frá sér. Það kom nýr eigandi sem eignaðist vörumerkið frá kröfuhafa gamla félagsins.“ Þá vonast Jón Bjarni til þess að veðrið muni ekki leika hátíðina í ár jafngrátt og í fyrra. „Við skulum vona að þetta gangi upp í sumar. Menn eru að vanda sig núna og það er náttúrulega búið að breyta hátíðinni töluvert.“ Secret Solstice verður haldin helgina 21.-23. júní með breyttu sniði en síðustu ár. Þannig mun dagskrá ljúka í Laugardal fyrir miðnætti öll kvöldin en dagskráin flyst því næst niður í miðbæ. Þá hefur hátíðardögum einnig fækkað úr fjórum í þrjá.Viðtalið við Jón Bjarna má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00 Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. 3. maí 2019 08:00
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48