Erlent

Annar her­maður látinn eftir að jarð­sprengja sprakk í Lett­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá æfingu NATO-hermanna. Fréttin tengist fréttinni ekki beint.
Frá æfingu NATO-hermanna. Fréttin tengist fréttinni ekki beint. Getty
Annar albanskur hermaður er látinn af sárum sínum eftir slys í síðustu viku þar sem jarðsprengja sprakk í Lettlandi. Frá þessu greinir varnarmálaráðherra Lettlands.

Hinn látni var liðsforingi í albanska hernum og lést þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð í lettnesku höfuðborginni Ríga.

Jarðsprengjan var frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og sprakk þann 6. maí þar sem verið var að hreinsa jarðsprengjusvæði undir forystu NATO-sveita. Alls særðust þrír hermenn og lést einn þeirra klukkutíma eftir sprenginguna.

Reglulega berast fréttir af því að jarðsprengjur úr seinna stríði finnist í Lettlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×