Albanía

Fréttamynd

Einn helsti rit­höfundur Albaníu er allur

Albanski rithöfundurinn Ismail Kadare er látinn. Hann er fæddur 1936 og lést 1. júlí á þessu ári. Kadare hefur verið talinn eitt helsta skáld og hugsuður 20. og 21. aldarinnar, en hann hefur barist mjög gegn alræði í skrifum sínum.

Erlent
Fréttamynd

12 tonn af sveppum í hverri viku frá Flúðasveppum

Eitt öflugasta fyrirtæki í Uppsveitum Árnessýslu, Flúðasveppir á Flúðum framleiðir nú 12 tonn af sveppum á viku og hefur varla undan að framleiða sveppi ofan í landsmenn. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli í ár en á fyrstu árunum voru aðeins framleidd 500 kíló af sveppum á viku, sem þótti mjög gott þá.

Innlent
Fréttamynd

Manni og barni haldið í Leifs­stöð í þrjá­tíu tíma

Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hírast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Játaði að hafa tekið við illa fengnum 7.100 evrum

Albönsk kona á fimmtugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa tekið við 7.100 evrum af óþekktum aðila og ætlað að ferðast með þær til Póllands. Konan var sakfelld fyrir peningaþvætti en fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að ekki hafi dulist að peningurinn hafi verið ávinningur refsiverðra brota.

Innlent
Fréttamynd

Löggan mætir á ráð­stefnu um hug­víkkandi efni

Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína.

Innlent
Fréttamynd

Sprengdi sig frá höfuð­kvölum, þung­lyndi og lyfja­fíkn með hjálp hug­víkkandi efna

Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf.

Innlent
Fréttamynd

Of­skynjunar­sveppir engin töfra­lausn en mikil­væg við­bót

22 þingmenn úr öllum flokkum nema Vinstri grænum hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að heimila rannsóknir og tilraunir hér á landi með hugvíkkandi efni sem finnst í sveppum. Flutningsmaður frumvarpsins segir marga nota ofskynjunarsveppi í lækningaskyni og því sé mikilvægt að skapa lagalega umgjörð utan um notkunina.

Innlent
Fréttamynd

Sólveig segir björgunarstarf í Albaníu ganga vel

Björgunarstarf í Albaníu gengur vel þrátt fyrir eftirskjálfta. Íslendingur sem stýrir hjálparstarfi segir þó sífellt ólíklegra að fólk finnist á lífi. 40 andlát hafa nú verið staðfest eftir að 6,4 stiga jarðskjálfti reið yfir aðfaranótt þriðjudagsins.

Erlent
Fréttamynd

Öflugur jarðskjálfti í Albaníu

Öflugur jarðskjálfti reið yfir Albaníu í morgun með þeim afleiðingum að minnst sex eru látnir og að minnsta kosti 300 slasaðir. Óttast er að tala látinna muni hækka.

Erlent
Fréttamynd

Gagnrýna „söguleg mistök“ Evrópusambandsins

Bandaríkjastjórn er ósátt við þá afstöðu Evrópusambandsins að opna ekki aðildarviðræður við Norður-Makedóníu og Albaníu. Búist var við því að aðildarviðræður yrðu opnaðar en leiðtogaráð ESB tók afstöðu gegn því á fundi sínum í október.

Erlent
  • «
  • 1
  • 2