Erlent

Enn hækkar tala látinna í Albaníu

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane.
Skjálftinn olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane. AP
Björgunarlið í Albaníu notast nú við dróna og hunda í leitinni að fólki sem kann að hafa grafist undir húsarústum eftir skjálftann sem varð norðvestur af höfuðborginni Tírana aðfaranótt gærdagsins.

Alls hafa 26 manns fundist látnir og 650 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir skjálftann sem mældist 6,4 að stærð. Annar stór skjálfti varð undan strönd grísku eyjarinnar Krít í nótt, 6,0 að stærð.

Fjölmargir íbúar á skjálftasvæðinu í Albaníu höfðust við í tjöldum, bílum og á opnum svæðum af ótta við öfluga eftirskjálfta. Nokkur hundruð eftirskjálfta hafa mælst á Balkanskaga frá stærsta skjálftanum.

Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, segir Albani þakkláta að vita að þeir séu ekki einir á báti, en björgunarlið hefur verið sent til landsins frá fjölda ríkja, þar með talið Íslandi.

Skjálftinn olli mestu tjóni í strandbænum Durres og þorpinu Thumane. Þjóðarsorg hefur lýst yfir í Albaníu í dag og þá er búið að aflýsa hátíðarhöldum vegna þjóðhátíðardags Albaníu síðar í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×