Grænn samfélagssáttmáli lagður fram í tvíriti á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 23:21 Smári McCarthy stýrir framtíðarnefnd forsætisráðherra. Píratar leggja til að nefndinni verði falið að koma með tillögur að grænum sáttmála. Vísir/Hanna Tilviljun réði því að þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögur, hvorir í sínu lagi, um aðgerðir í loftslagsmálum í dag, að sögn Smára McCarthy, þingmanns Pírata. Báðar tillögurnar eru jafnframt kenndar við grænan samfélagssáttmála sem demókratar í Bandaríkjunum hafa haldið á lofti. Tillögur beggja flokka voru lagðar fram á Alþingi í dag. Sú sem Píratar lögðu fram er um „grænan sáttmála“ en tillaga Samfylkingarinnar um „grænan samfélagssáttmála“. Báðar tillögur myndu fela ríkisstjórninni að herða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna og að umbreyta íslensku samfélagi í grænni átt. Það var þó ekki óeining um efni ályktananna sem leiddi til þess að flokkarnir lögðu tillögurnar fram hvor í sínu lagi. Smári segir í samtali við Vísi að um stórskemmtilega tilviljun hafi verið að ræða. „Við vissum ekki af tillögunni þeirra og þau greinilega ekki af okkur. Þetta sýnir kannski að við þurfum að tala betur saman um hvernig við ætlum að vinna hluti en við höfum sammælst um að vinna þessi mál saman og önnur mál með í framhaldinu,“ segir Smári sem telur tilviljunina þó til marks um hversu mikilvægt málið sé.Herði markmiðin og stórefli alþjóðasamstarf Græni samfélagssáttmáli Samfylkingarinnar á að taka til allra sviða þjóðlífsins. Meginþráðurinn í allri stefnumótun við sáttmálann eigi að vera sjálfbærni og að Ísland verði grænt land, með grænt hagkerfi. Í tillögu Pírata er aðsteðjandi loftslagsvá lýst sem stærsta einstaka vandamáli samtímans. Leggja þeir til að Ísland verði kolefnishlutlaust land en án þess þó að aðgerðir bitni á launafólki og jaðarsettum hópnum. Smári segir lykilatriði í ályktuninni að herða þurfi markmið Íslands í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni auk þess að alþjóðasamvinna verði efld. Ekki sé lengur nógu gott að ná aðeins markmiðum gagnvart Parísarsamkomulaginu þar sem hlýnun stefni nú þegar á að fara fram úr þeim. Ályktun Pírata byggir á grænu nýju gjöfinni, tillögu sem hópur þingmanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, lagði fram fyrr á þessu ári. Smári segir að Píratar hafi farið í gegnum það skjal og borið það saman við loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar og fleiri boðaðar aðgerðir. Markmiðið hafi verið að finna út hvernig væri hægt að ná alþjóðlegu markmiði lið. „Að lokum verðum við að margefla alþjóðlega samvinnu. Það þarf að ná öllum heiminum saman í að laga loftslagið vegna þess að jafnvel ef Ísland nær öllum sínum markmiðum erum við jafnilla sett því við erum það lítil í stóra samhenginu,“ segir Smári. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings fór í fyrsta skipta yfir 415 hluta af milljón í þessum mánuði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega ekki í þrjár milljónir ára. Miðað við óbreytta losun manna gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok þessarar aldar. Við slíkar aðstæður vara vísindamenn við því að hækkun yfirborðs sjávar, verri þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar hafi geigvænleg áhrif á lífríki jarðar og samfélag manna. Alþingi Loftslagsmál Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Tilviljun réði því að þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögur, hvorir í sínu lagi, um aðgerðir í loftslagsmálum í dag, að sögn Smára McCarthy, þingmanns Pírata. Báðar tillögurnar eru jafnframt kenndar við grænan samfélagssáttmála sem demókratar í Bandaríkjunum hafa haldið á lofti. Tillögur beggja flokka voru lagðar fram á Alþingi í dag. Sú sem Píratar lögðu fram er um „grænan sáttmála“ en tillaga Samfylkingarinnar um „grænan samfélagssáttmála“. Báðar tillögur myndu fela ríkisstjórninni að herða aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af völdum manna og að umbreyta íslensku samfélagi í grænni átt. Það var þó ekki óeining um efni ályktananna sem leiddi til þess að flokkarnir lögðu tillögurnar fram hvor í sínu lagi. Smári segir í samtali við Vísi að um stórskemmtilega tilviljun hafi verið að ræða. „Við vissum ekki af tillögunni þeirra og þau greinilega ekki af okkur. Þetta sýnir kannski að við þurfum að tala betur saman um hvernig við ætlum að vinna hluti en við höfum sammælst um að vinna þessi mál saman og önnur mál með í framhaldinu,“ segir Smári sem telur tilviljunina þó til marks um hversu mikilvægt málið sé.Herði markmiðin og stórefli alþjóðasamstarf Græni samfélagssáttmáli Samfylkingarinnar á að taka til allra sviða þjóðlífsins. Meginþráðurinn í allri stefnumótun við sáttmálann eigi að vera sjálfbærni og að Ísland verði grænt land, með grænt hagkerfi. Í tillögu Pírata er aðsteðjandi loftslagsvá lýst sem stærsta einstaka vandamáli samtímans. Leggja þeir til að Ísland verði kolefnishlutlaust land en án þess þó að aðgerðir bitni á launafólki og jaðarsettum hópnum. Smári segir lykilatriði í ályktuninni að herða þurfi markmið Íslands í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni auk þess að alþjóðasamvinna verði efld. Ekki sé lengur nógu gott að ná aðeins markmiðum gagnvart Parísarsamkomulaginu þar sem hlýnun stefni nú þegar á að fara fram úr þeim. Ályktun Pírata byggir á grænu nýju gjöfinni, tillögu sem hópur þingmanna Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, lagði fram fyrr á þessu ári. Smári segir að Píratar hafi farið í gegnum það skjal og borið það saman við loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar og fleiri boðaðar aðgerðir. Markmiðið hafi verið að finna út hvernig væri hægt að ná alþjóðlegu markmiði lið. „Að lokum verðum við að margefla alþjóðlega samvinnu. Það þarf að ná öllum heiminum saman í að laga loftslagið vegna þess að jafnvel ef Ísland nær öllum sínum markmiðum erum við jafnilla sett því við erum það lítil í stóra samhenginu,“ segir Smári. Styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings fór í fyrsta skipta yfir 415 hluta af milljón í þessum mánuði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega ekki í þrjár milljónir ára. Miðað við óbreytta losun manna gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok þessarar aldar. Við slíkar aðstæður vara vísindamenn við því að hækkun yfirborðs sjávar, verri þurrkar, ákafari úrkoma og auknar veðuröfgar hafi geigvænleg áhrif á lífríki jarðar og samfélag manna.
Alþingi Loftslagsmál Píratar Samfylkingin Tengdar fréttir Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17