Mótmæla þriðja orkupakkanum á Austurvelli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2019 16:15 Ólafur Vigfús Ólafsson. Vísir/Baldur Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Mótmæli gegn þriðja orkupakkanum fara nú fram á Austurvelli. Á annað hundrað manns komu saman fyrir utan Alþingishúsið. Á Facebook-viðburði mótmælanna, sem bar yfirskriftina „Mótmæli gegn Orkupakka 3,“ er auglýst þverpólitísk dagskrá þar sem landsþekktar persónur koma fram. Mótmælin voru skipulögð af tvennum samtökum, Gulu vestunum annars vegar, og Orkunni okkar hins vegar. Meðal þeirra hvers koma var boðuð á mótmælafundinn voru Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og Ómar Ragnarsson, flugmaður, dagskrárgerðarmaður, tónlistarmaður og náttúruverndarsinni. Þá var Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem BlazRoca, með „geggjað atriði,“ að því er kemur fram í lýsingu viðburðarins. Ólafur Vigfús Ólafsson hjá Orkunni okkar segir samtökin samanstanda af fólki úr öllum flokkum, sem vilji halda orkuauðlindum í eigu íslensku þjóðarinnar. „Þetta eru einmála samtök sem vilja halda orkuauðlindinni hjá þjóðinni. Við viljum ekki láta græðgisvæða þetta og hrifsa þetta af okkur með tilheyrandi hækkun á rafmagnsreikningum, hugsanlega sæstreng, og ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“Samþykkt orkupakkans sé landráð Ólafur bar skilti á mótmælunum, en á skiltinu stóð „Samþykkt orkupakka 3 er LANDRÁÐ.“ Inntur eftir rökstuðningi fyrir því sagði hann landráð að „afhenda orkuauðlindir úr landi.“ „Við eigum ekki gull, við eigum ekki olíu og við eigum ekki gas. Við eigum þennan fisk í sjónum og við eigum þessa orku okkar. Við höfum ekki meira hérna. Ef það á að taka þetta af þjóðinni, þá eru það landráð. Svik við þjóðina. Svik við fólkið í landinu.“Ögmundur Jónasson tók til máls.Vísir/SighvaturÁ annað hundrað manns komu saman á Austurvelli.Vísir/SighvaturÓmar Ragnarsson mætti í gulu vesti á mótmælin.Vísir/Sighvatur
Reykjavík Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56 Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00 Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. 10. maí 2019 13:56
Andstæðingar orkupakkans afhentu varaforseta undirskriftir Orkan okkar segist hafa safnað tæplega 13.500 undirskriftum gegn samþykkt þriðja orkupakkans. 14. maí 2019 20:00
Afgreiðsla þriðja orkupakkans fer fyrir brjóstið á Miðflokknum Þriðji orkupakkinn var í dag afgreiddur út úr utanríkismálanefnd Alþingis en þingmenn Miðflokksins eru óánægðir og telja að ætlunin sé að þröngva málinu í gegn. 13. maí 2019 13:42