Viðskipti innlent

Ríkissáttasemjari á meðal umsækjenda

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar eru á meðal umsækjenda.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar eru á meðal umsækjenda. Vísir/Vilhelm
Forsætisnefnd Alþingis auglýsti hinn 20. apríl síðastliðinn embætti skrifstofustjóra Alþingis laust til umsóknar en nefndin ræður skrifstofustjóra Alþingis til sex ára í senn. Tólf umsóknir bárust.

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari og Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar eru á meðal umsækjenda. Auk Bryndísar, Kjartans og Rögnu sóttu eftirfarandi um stöðuna:

Ásthildur Magnúsdóttir, kennari.

Hildur Eva Sigurðardóttir, forstöðumaður.

Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri.

Ingvar Þór Sigurðsson, forstöðumaður.

Kristian Guttesen, aðjunkt.

Sandra Stojkovic Hinic, verkefnastjóri.

Sigrún Brynja Einarsdóttir, skrifstofustjóri.

Þórdís Sævarsdóttir, kennari.

Forsætisnefnd fól þremur úr sínum hóp að hafa umsókn með ráðningarferlinu fyrir hönd nefndarinnar. Undirnefndina skipa Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og varaforsetarnir Guðjón Brjánsson og Bryndís Haraldsdóttir.

Ákveðið var að skipa þriggja manna hæfnisnefnd til að gaumgæfa umsóknir, meta hvaða umsækjendum verður boðið í viðtal, annast viðtöl, gera umsagnir og tillögu til undirnefndar forsætisnefndar um þann umsækjanda sem hún telur hæfastan til að gegna starfinu. Hæfnisnefndina skipa Þorsteinn Magnússon varaskrifstofustjóri Alþingis, Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Kjara-og mannauðssýslu ríkisins og Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri.

Nýr skrifstofustjóri Alþingis tekur við embættinu 1. september næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×