Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 09:45 Blaðamaðurinn Lyra McKee, sem skotin var til bana í Londonderry á fimmtudag. Getty/PSNI Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins. Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins.
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00