Tveir unglinspiltar handteknir vegna morðs á blaðamanni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 09:45 Blaðamaðurinn Lyra McKee, sem skotin var til bana í Londonderry á fimmtudag. Getty/PSNI Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins. Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tveir unglingspiltar hafa verið handteknir í tengslum við morðið á blaðamanninum Lyru McKee, sem skotin var til bana í mótmælum í Londonderry á fimmtudag. Við handtökuna var bresku hryðjuverkalögunum beitt, en mennirnir tveir, sem eru 18 og 19 ára, hafa verið færðir til Belfast til yfirheyrslu samkvæmt norður-írsku lögreglunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Handtökunum var fylgt eftir þegar fram kom myndskeið úr öryggismyndavél sem sýndi grímuklæddan einstakling skjóta í átt að lögreglubílum á meðan mótmælunum stóð en Lyra hafði staðið, ásamt hópi annarra almennra borgara, nálægt bílunum þegar hún var skotin. Einnig barst lögreglu myndband sem tekið hafði verið upp á farsíma þar sem grímuklæddi maðurinn sást skjóta. Á myndbandinu sést annar maður taka eitthað upp, sem lögreglan telur vera skothylki. Lögregla birti myndbandið í von um að einhver þekkti árásarmanninn. Sara Canning, kona Lyru, flytur ræðu í minningarathöfn í Derry.Getty/ Charles McQuillan Minningarathöfn í Derry Minningarathöfn var haldin í gær þar sem kona Lyru, Sara Canning, lýsti Lyru sem þrotlausum aðgerðarsinna sem unnið hafi sleitulaust í þágu réttinda hinsegin fólks. Sara sagði í athöfninni að draumar konu hennar hafi verið þurrkaðir út með einu voðaverki og hún hafi misst konuna sem hún hafði ætlað að verja lífinu með. Margar opinberar persónur hafa lýst yfir harmi vegna málsins, þ.á.m. Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, auk Taoisech Leo Vadkar, forsætisráðherra Írlands, og forseti Írlands Michael D Higgins.
Bretland Morðið á Lyru McKee Norður-Írland Tengdar fréttir Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06 Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19. apríl 2019 09:06
Birtu myndband af morðingja blaðakonu í Norður-Írlandi Lögreglan í Norður-Írlandi hefur birt myndband af morðingja blaðakonunnar Lyra McKee sem skotin var til bana þegar óeirðir áttu sér stað í borginni Londonderry í gær. 19. apríl 2019 23:00