Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur afar misráðið að ráðast í verðhækkanir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. apríl 2019 15:33 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur verðhækkanir grafa undan forsendum kjarasamninganna. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur boðaðar verðhækkanir nokkurra fyrirtækja - verði kjarasamningar samþykktir - afar misráðnar. Hrina verðhækkana myndi veikja mjög forsendur kjarasamninga sem voru undirritaðir nýverið og eru ennþá í samþykktarferli. Þetta sagði Ólafur í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins en hann var gestur ásamt Drífu Snædal forseta ASÍ. Til umræðu voru boðaðar verðhækkanir nokkurra fyrirtækja í tengslum við kjarasamninga. Forsvarsmenn ÍSAM heildsölu-og framleiðslufyrirtækis skrifuðu bréf til fyrirtækja þar sem kom fram að þau hygðust hækka vöruverð um 3,9% verði kjarasamningar samþykktir í atkvæðagreiðslu. Sjá nánar: tölvupóstar um verðhækkanirEkki til hagsbóta fyrir fyrirtækin að fella kjarasamninga Ólafur segir að útspilið hafi verið óheppilegt og jafnvel kjánalegt. Honum virðist sem ekki hafi verið mikil hugsun á bakvið ákvörðunina. Að mati Ólafs væri það ekki fyrirtækjunum í hag ef kjarasamningarnir verða felldir í atkvæðagreiðslu því hann efast um að Samtök atvinnulífsins gætu gert betri samning en þann sem skrifað var undir. Kjarasamningarnir væru bæði hófsamir og sanngjarnir. „Þessir samningar eru reistir á ákveðnum forsendum; um að halda verðbólgu niðri, um að kaupmáttur aukist, um að vaxtastigið lækki. Það gerist að sjálfsögðu ekki með því að launahækkanir fari beint út í verðlagið. Við höfum hvatt okkar félagsmenn til þess, og ég held að þeir hugsi flestir á þeim nótum, að horfa frekar til leiða til að lækka hjá sér kostnað með einhverjum öðrum ráðum en að velta hækkunum út í verðlagið.“ Ólafur telur þó að í hópi atvinnurekenda sé nokkuð góð samstaða um að halda aftur af verðhækkunum. Hann vill þó ekki gera lítið úr því að staðan sé erfið hjá mörgum fyrirtækjum. „Það eru margir aðrir þættir sem spila inn í og ekkert endilega kjarasamningarnir. Við búum auðvitað við þennan gjaldmiðil sem sveiflast oft dálítið duglega og sérstaklega verðlag á innfluttri vöru sveiflast dálítið með gjaldmiðlinum. Við sjáum það yfir lengra tímabil að verðlag á innfluttri vöru fylgir gengissveiflunum nokkuð nákvæmlega, það getur svo haft áhrif á hráefniskostnað.“Forseti ASÍ segir boðaðar verðhækkanir fyrirtækja sýna fram á fullkomið ábyrgðarleysi.Vísir/vilhelmÚtilokar ekki sniðgöngu á vörum Drífa Snædal veltir fyrir sér hvort að með boðuðum verðhækkunum sem eru settar í beint samhengi við atkvæðagreiðslu sé verið að senda öðrum fyrirtækjum hjá Samtökum atvinnulífsins skilaboð um að fella kjarasamningana. Drífu finnst útspil fyrirtækjanna skjóta skökku við vegna þess að yfirlýst markmið kjarasamninganna hefði verið að skapa þannig aðstæður að hægt yrði að lækka vexti og stemma stigu við verðbólgu. „Verkalýðshreyfingin sýndi þarna mjög mikla ábyrgð við gerð kjarasamninga. Þegar fyrirtæki eru að fara að hækka hjá sér vöruverð þá eru þau að vinna gegn markmiðum samninga, hreint og klárt. Það var nú talið að vaxtalækkun myndi koma bæði fyrirtækjum og einstaklingum til góða, heimilunum. Það er svona hið undirliggjandi markmið þessara samninga. Ef fyrirtæki hækka verð þá fer það út í verðbólgu og þá verður erfiðara um vik að lækka vexti. Fyrirtækin eru svolítið að pissa í skóinn sinn með þessu.“ Verðhækkanir fullkomlega ábyrgðarlausar Drífa segir útspilið fullkomlega ábyrgðarlaust. Hún reiknar með því að verkalýðshreyfingin muni virkja verðlagseftirlit ASÍ „mjög hressilega“ til að fylgjast með og upplýsa fólk um fyrirtæki sem sýna ekki ábyrgð. „Það er ekkert loku fyrir það skotið að það verði hvatt til þess að sniðganga fyrirtæki sem sýna ekki ábyrgð. Fyrirtæki verða líka að hafa það í huga að neytendavitund er að vaxa mjög mikið þannig að fólk er meðvitaðra um það heldur en áður við hvaða fyrirtæki það er að versla.“ Aðspurð hvort hækkanirnar geti verið réttlætanlegar í einhverjum tilvikum og jafnvel liður í því að sýna ábyrgð svarar Drífa: „Við skulum hafa það í huga að þegar vel gengur og það hefur nú gengið vel hjá þessu fyrirtæki Íslenska-ameríska, ÍSAM, í gegnum tíðina að þá er það ekki endilega ávísun á launahækkanir starfsfólks. Starfsfólk hefur þarna glugga til að semja um launahækkanir og þess vegna ber að virða það þannig að fyrirtæki geta gengið upp og niður en það er ekki endilega ávísun á það að fólk fái launahækkun nema akkúrat núna. Auðvitað eiga fyrirtæki að sýna ef þau eru rekstrarhæf á annað borð, að geta tekið upp-og niðursveiflum.“ Atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við félög verslunarmanna og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins lýkur í dag. Atkvæðagreiðslu hjá VR lauk aftur á móti í síðustu viku en niðurstöður atkvæðagreiðslna hjá öllum félögum verða kynntar fyrir hádegi á morgun. Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00 Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30 Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur boðaðar verðhækkanir nokkurra fyrirtækja - verði kjarasamningar samþykktir - afar misráðnar. Hrina verðhækkana myndi veikja mjög forsendur kjarasamninga sem voru undirritaðir nýverið og eru ennþá í samþykktarferli. Þetta sagði Ólafur í Morgunútvarpi Ríkisútvarpsins en hann var gestur ásamt Drífu Snædal forseta ASÍ. Til umræðu voru boðaðar verðhækkanir nokkurra fyrirtækja í tengslum við kjarasamninga. Forsvarsmenn ÍSAM heildsölu-og framleiðslufyrirtækis skrifuðu bréf til fyrirtækja þar sem kom fram að þau hygðust hækka vöruverð um 3,9% verði kjarasamningar samþykktir í atkvæðagreiðslu. Sjá nánar: tölvupóstar um verðhækkanirEkki til hagsbóta fyrir fyrirtækin að fella kjarasamninga Ólafur segir að útspilið hafi verið óheppilegt og jafnvel kjánalegt. Honum virðist sem ekki hafi verið mikil hugsun á bakvið ákvörðunina. Að mati Ólafs væri það ekki fyrirtækjunum í hag ef kjarasamningarnir verða felldir í atkvæðagreiðslu því hann efast um að Samtök atvinnulífsins gætu gert betri samning en þann sem skrifað var undir. Kjarasamningarnir væru bæði hófsamir og sanngjarnir. „Þessir samningar eru reistir á ákveðnum forsendum; um að halda verðbólgu niðri, um að kaupmáttur aukist, um að vaxtastigið lækki. Það gerist að sjálfsögðu ekki með því að launahækkanir fari beint út í verðlagið. Við höfum hvatt okkar félagsmenn til þess, og ég held að þeir hugsi flestir á þeim nótum, að horfa frekar til leiða til að lækka hjá sér kostnað með einhverjum öðrum ráðum en að velta hækkunum út í verðlagið.“ Ólafur telur þó að í hópi atvinnurekenda sé nokkuð góð samstaða um að halda aftur af verðhækkunum. Hann vill þó ekki gera lítið úr því að staðan sé erfið hjá mörgum fyrirtækjum. „Það eru margir aðrir þættir sem spila inn í og ekkert endilega kjarasamningarnir. Við búum auðvitað við þennan gjaldmiðil sem sveiflast oft dálítið duglega og sérstaklega verðlag á innfluttri vöru sveiflast dálítið með gjaldmiðlinum. Við sjáum það yfir lengra tímabil að verðlag á innfluttri vöru fylgir gengissveiflunum nokkuð nákvæmlega, það getur svo haft áhrif á hráefniskostnað.“Forseti ASÍ segir boðaðar verðhækkanir fyrirtækja sýna fram á fullkomið ábyrgðarleysi.Vísir/vilhelmÚtilokar ekki sniðgöngu á vörum Drífa Snædal veltir fyrir sér hvort að með boðuðum verðhækkunum sem eru settar í beint samhengi við atkvæðagreiðslu sé verið að senda öðrum fyrirtækjum hjá Samtökum atvinnulífsins skilaboð um að fella kjarasamningana. Drífu finnst útspil fyrirtækjanna skjóta skökku við vegna þess að yfirlýst markmið kjarasamninganna hefði verið að skapa þannig aðstæður að hægt yrði að lækka vexti og stemma stigu við verðbólgu. „Verkalýðshreyfingin sýndi þarna mjög mikla ábyrgð við gerð kjarasamninga. Þegar fyrirtæki eru að fara að hækka hjá sér vöruverð þá eru þau að vinna gegn markmiðum samninga, hreint og klárt. Það var nú talið að vaxtalækkun myndi koma bæði fyrirtækjum og einstaklingum til góða, heimilunum. Það er svona hið undirliggjandi markmið þessara samninga. Ef fyrirtæki hækka verð þá fer það út í verðbólgu og þá verður erfiðara um vik að lækka vexti. Fyrirtækin eru svolítið að pissa í skóinn sinn með þessu.“ Verðhækkanir fullkomlega ábyrgðarlausar Drífa segir útspilið fullkomlega ábyrgðarlaust. Hún reiknar með því að verkalýðshreyfingin muni virkja verðlagseftirlit ASÍ „mjög hressilega“ til að fylgjast með og upplýsa fólk um fyrirtæki sem sýna ekki ábyrgð. „Það er ekkert loku fyrir það skotið að það verði hvatt til þess að sniðganga fyrirtæki sem sýna ekki ábyrgð. Fyrirtæki verða líka að hafa það í huga að neytendavitund er að vaxa mjög mikið þannig að fólk er meðvitaðra um það heldur en áður við hvaða fyrirtæki það er að versla.“ Aðspurð hvort hækkanirnar geti verið réttlætanlegar í einhverjum tilvikum og jafnvel liður í því að sýna ábyrgð svarar Drífa: „Við skulum hafa það í huga að þegar vel gengur og það hefur nú gengið vel hjá þessu fyrirtæki Íslenska-ameríska, ÍSAM, í gegnum tíðina að þá er það ekki endilega ávísun á launahækkanir starfsfólks. Starfsfólk hefur þarna glugga til að semja um launahækkanir og þess vegna ber að virða það þannig að fyrirtæki geta gengið upp og niður en það er ekki endilega ávísun á það að fólk fái launahækkun nema akkúrat núna. Auðvitað eiga fyrirtæki að sýna ef þau eru rekstrarhæf á annað borð, að geta tekið upp-og niðursveiflum.“ Atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við félög verslunarmanna og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins lýkur í dag. Atkvæðagreiðslu hjá VR lauk aftur á móti í síðustu viku en niðurstöður atkvæðagreiðslna hjá öllum félögum verða kynntar fyrir hádegi á morgun.
Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06 Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00 Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30 Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Segir ógeðfellt að boða verðhækkun í miðri atkvæðagreiðslu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skorar á fyrirtæki að sýna samstöðu. 23. apríl 2019 10:06
Segir það neyðarúrræði að hækka vöruverð Vilhjálmur Þorláksson, framkvæmdastjóri Gæðabaksturs, segir fyrirtækið knúið til að hækka verð. Tæpur helmingur útgjalda fyrirtækisins séu laun og hann vilji frekar ráðast í verðhækkanir en uppsagnir. 21. apríl 2019 20:00
Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. 20. apríl 2019 13:30
Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00