Innlent

David Attenborough vinnur verkefni á Íslandi

Birgir Olgeirsson skrifar
David Attenborough verður 93 ára í næsta mánuði.
David Attenborough verður 93 ára í næsta mánuði. Vísir/EPA
Sjónvarpsmaðurinn David Attenborough er staddur hér á landi í verkefni á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. Attenborough er staddur úti á landi þessa stundina samkvæmt heimildum Vísis en staldrar stutt við, einhverja tvo til þrjá daga.

Attenborough var hér á landi í gær samkvæmt mbl.is, á Degi náttúrunnar. Íslenska framleiðslufyrirtækið True North þjónustar verkefnið hér á landi en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig í samtali við Vísi sökum þess að þeir eru bundnir trúnaði.

Attenborough verður 93 ára gamall í næsta mánuði en hann hefur verið ötull talsmaður náttúrunnar en nýr þáttur úr smiðju hans, Climate Change: The Facts, var frumsýndur á BBC fyrir skemmstu.


Tengdar fréttir

Attenborough berst áfram fyrir jörðina

Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn Sir. David Attenborough heldur ótrauður áfram í baráttu sinni fyrir lífríki jarðar en hann kemur til með að fagna 93 ára afmæli sínu í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×