Segir sjúkraliða ekki hafa sömu rödd innan Landspítalans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2019 13:01 Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Egill Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra. Sjúkraliðafélagið hafi sótt um aðild að hjúkrunarráði en umsókninni hafi verið hafnað. Formaður kennir hugsunarleysi stjórnvalda um. Hjúkrunarráð Landspítalans starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu en í því eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans. Ráðið er forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans til ráðuneytis varðandi málefni hjúkrunar, rekstur, stjórnun uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins. Þá er það stjórnendum heilbrigðismála utan spítalans til ráðuneytis sé eftir því leitað. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikilvægt að félagið eigi aðild að hjúkrunarráði. „Við sóttum formlega um aðild að ráðinu og það mál hefur verið tekið fyrir á aðalfundi ráðsins. Það fékk í raun og veru ekki brautargengi þar því að menn töldu að þetta mál þyrfti að kynna betur, bæði fyrir sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra. Hún telur um hugsunarleysi stjórnvalda að ræða. „Ég hugsa að þetta hafi nú verið bara ákveðið hugsunarleysi stjórnvalda um að ráðið myndi ekki gera ráð fyrir öllum hjúkrunarstéttum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.“Hún segir að aðild að félagsmanna að hjúkrunarráði spítalans myndi breyta miklu. „Það myndi breyta því að þá hefðu þeir allavega aðkomu að þessum vettvangi um að láta sina rödd heyrast um hvað eina sem brennur á þeim hverju sinni, líkt og hjúkrunarfræðingar gera.“ Sandra B. Franks bindur vonir við að þessu verði breytt og félagsmenn sínir fái rödd innan Landspítalans. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra. Sjúkraliðafélagið hafi sótt um aðild að hjúkrunarráði en umsókninni hafi verið hafnað. Formaður kennir hugsunarleysi stjórnvalda um. Hjúkrunarráð Landspítalans starfar í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu en í því eiga sæti allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans. Ráðið er forstjóra og framkvæmdastjórn spítalans til ráðuneytis varðandi málefni hjúkrunar, rekstur, stjórnun uppbyggingu og nýtingu sjúkrahússins. Þá er það stjórnendum heilbrigðismála utan spítalans til ráðuneytis sé eftir því leitað. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir mikilvægt að félagið eigi aðild að hjúkrunarráði. „Við sóttum formlega um aðild að ráðinu og það mál hefur verið tekið fyrir á aðalfundi ráðsins. Það fékk í raun og veru ekki brautargengi þar því að menn töldu að þetta mál þyrfti að kynna betur, bæði fyrir sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum,“ segir Sandra. Hún telur um hugsunarleysi stjórnvalda að ræða. „Ég hugsa að þetta hafi nú verið bara ákveðið hugsunarleysi stjórnvalda um að ráðið myndi ekki gera ráð fyrir öllum hjúkrunarstéttum, ljósmæðrum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.“Hún segir að aðild að félagsmanna að hjúkrunarráði spítalans myndi breyta miklu. „Það myndi breyta því að þá hefðu þeir allavega aðkomu að þessum vettvangi um að láta sina rödd heyrast um hvað eina sem brennur á þeim hverju sinni, líkt og hjúkrunarfræðingar gera.“ Sandra B. Franks bindur vonir við að þessu verði breytt og félagsmenn sínir fái rödd innan Landspítalans.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira