„Allt þetta er leikrit“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 27. apríl 2019 08:30 Ég bugaðist af harmi við að upplifa viðbrögð bandarísks samfélags við fellibylnum Katrínu. Þá brast eitthvað innra með mér. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er svo röng nálgun og hefur engin áhrif. Ég skil ekki þessa stemningu að skamma félagsmenn, mér finnst það fyrir neðan allar hellur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um dræma þátttöku í kosningu um lífskjarasamning sem var samþykktur af félögum Eflingar á dögunum með yfirgnæfandi meirihluta. Hún á heima í snotru húsi í smáíbúðahverfinu í Fossvogi, útidyrahurðin er máluð í eldrauðum lit. Hún segist heppin að hafa getað fest kaup á húsinu á sínum tíma og hefur aldrei upplifað á eigin skinni að vera föst á leigumarkaði.Dauðhreinsuð stéttaskipting „Ég er fædd í Reykjavík, fyrstu árin bjuggum við á Flókagötu í Reykjavík. Svo fluttum við í Breiðholtið þegar ég var á fimmta ári, í verkamannabústað í Stífluselinu. Þar bjó ég þar til ég var á tólfta ári og þá fluttum við í Fossvoginn, í Kelduland sem voru líka verkamannabústaðir. Stéttaskiptingin var teiknuð upp í Fossvogi, efst voru blokkir, svo raðhús og svo einbýlishúsin neðst í dalnum, ótrúlega fyndin og dauðhreinsuð röðun. En hverfið var skemmtilegt og þarna blandaðist allt saman,“ segir Sólveig. Sólveig er dóttir útvarpsþulanna Jóns Múla Árnasonar heitins og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. „Ég er eina barn þeirra saman. Pabbi var orðinn 54 ára og mamma var 34 ára. Þau áttu hvort um sig þrjú börn, þannig að ég átti sex systkini. Það eru 10 ár á milli mín og næstu systur minnar. Systkinin öll voru mikið heima, bræður mínir voru ungir komnir með sína fjölskyldu en voru mikið á heimilinu með konur sínar og börn. Mágkonur mínar Önnu og Ellen upplifði ég til dæmis líka sem systur. Þetta var mjög stór fjölskylda og það var alltaf mikið af fólki í kringum mig. Ég á svo yndislegar minningar, sérstaklega af jólunum. Og ég er næstum haldin þráhyggju gagnvart þeim í dag. Af því að þá var alltaf svo ótrúlega gaman og við vorum öll saman,“ segir Sólveig. „Ég var auðvitað minnst og fékk mjög mikið að njóta þess. Ég komst upp með alls konar hluti og hegðun. Í ljósi þess að ég var yngst.Í eðli sínu eru allir samningar lífskjarasamningar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjálshyggjunni að vera alltaf að skella einhverjum merkimiðum á allt. Fréttablaðið/ErnirErfið unglingsár Ég var ábyggilega mjög skrýtið barn en mjög stillt. Ég vildi bara mjög mikið vera með foreldrum mínum og vildi ekki fara í skóla. Mér fannst reyndar ágætt að fara í Ísaksskóla en þegar því lauk þá fannst mér það að þurfa að fara að gera hluti vera svo þvingandi. Ég las mjög mikið og lærði það að barn með bók fær bókstaflega að vera í friði. Þegar ég var búin að læra að lesa fyrir sjálfa mig þá var ég ávallt með bók í hönd og komst með þeirri nálgun hjá því að taka eðlilegan þátt í því sem önnur börn gerðu og uppeldið var frjálslegt,“ segir Sólveig en þegar hún komst á unglingsaldur fór það að taka ekki virkan þátt að há henni. „Ég varð mjög erfiður unglingur. Þá var þetta mikla frelsi sem ég hafði notið að valda mér vandræðum. Ég hefði þurft fastara utanumhald en ég var bara orðin svo vön því að hafa þetta frelsi og vankantarnir fóru að koma í ljós. Ég var í mjög miklum mótþróa og leiða og þó að ég ætti stóran og góðan vinkvennahóp í Réttó þá mætti ég illa í skóla. Ég var heima „veik“. Það var ekki geta þá í skólakerfinu til að horfa fram hjá göllunum og fókusera á styrkleikana. Þó að margt sé breytt í dag þá hugsa ég til þeirra fjölmörgu krakka sem ná ekki að ljúka námi. Það er alltaf ástæða fyrir því og hún er ekki sú að þau séu bara svo léleg. Ég var að komast á fullorðinsaldur þegar ég gat fyrst orðað það hvað það var sem var að trufla mig. Þessi orð voru bara ekki í boði þegar ég var unglingur. En eru það í dag og það skiptir miklu máli að geta setið með börnunum sínum og rætt um tilfinningar við þau.“ Þokunni létti innra með mér Sólveig flakkaði á milli framhaldsskóla en gafst svo upp á náminu nítján ára gömul og eignaðist frumburð sinn 21 árs. „Námið var bara orðið of stórt verkefni til að takast á við. Ég var enn þá ótrúlega ung og egósentrísk. Mamma mín var með mér þegar ég átti son minn. Ég blótaði mikið í fæðingunni og móðir mín sem er mjög kurteis kona baðst í sífellu afsökunar. Svo þegar sonur minn var loks kominn í heiminn ætlaði mamma bara að fara heim og mér fannst það skrýtið. Að hún ætlaði bara að skilja mig eftir, sem segir mikið um tilætlunarsemina í mér. Svo vildi ég bara fá að fara að sofa. Sem betur fer horfði ljósmóðirin á mig eins og það væri eitthvað að mér og sagði nei, nei, það gerir þú ekki, og rétti mér drenginn. Þá gerðist eitthvað. Það létti einhverri þoku innra með mér þarna með hann í fanginu og eftir þetta þá sleppti ég honum ekki frá mér. Þetta var mjög merkileg stund að upplifa og ég er ekki að segja það að eftir að þessi stund átti sér stað hafi ég orðið ný og betri manneskja. En þetta var samt sannarlega algjört upphaf að því að fullorðnast og læra að axla ábyrgð. Ég fylltist af geigvænlegri ábyrgðarkennd. Þetta var fyrsta verkefnið sem ég horfðist í augu við og axlaði algjöra ábyrgð á,“ segir Sólveig.Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar við mótmæli á verkfallsdegi í mars.Vísir/vilhelmGiftist æskuástinni Sólveig er gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi. Þau hafa þekkst frá unglingsárum. „Fljótlega eftir að Nonni minn fæddist þá byrjuðum við Maggi saman. Við höfðum verið unglingakærustupar en áttum í stormasömu og dramatísku sambandi,“ segir Sólveig og segir Magga hafa tekið Nonna eins og eigin syni. Þau bjuggu hjá foreldrum Sólveigar og nutu stuðnings þeirra. „Ég og mamma sinntum syni mínum samhliða og hún og hann eru enn þá mjög náin. Mig langaði bara strax aftur til að eignast barn og það liðu þrjú ár þar til ég eignaðist dóttur mína, Möggu.“ Þau fluttu eftir fáein ár í litla íbúð í Þingholtsstræti. „Maðurinn minn hafði frá unglingsárum verið að safna. Hann keypti litla íbúð í Þingholtsstræti og þar bjuggum við til ársins 2000 þegar við fluttum til Bandaríkjanna þar sem Maggi lærði sögu. Lífið á Íslandi áður en við fluttum út var bara gott. Ég var auðvitað ómenntuð en vann skrifstofuvinnu og Maggi var í skóla. Útgjöldin voru ekki tryllingslega há, þetta er staða sem enginn gæti verið í í dag. Nema börn mjög auðugs fólks.“Menningarsjokk í Bandaríkjunum Það voru mikil viðbrigði fyrir fjölskylduna að flytja út og Sólveig segist hafa fengið menningarsjokk. „Ég var 25 ára með tvö lítil börn og hafði aldrei áður komið til Bandaríkjanna. Ég var ótrúlega bjartsýn, þetta yrði ekkert mál. En auðvitað var þetta mikið menningarsjokk. Þegar ég uppgötvaði að ég var komin á stað þar sem hugmyndin um móðurhlutverkið er gerólík því sem við þekkjum. Ég hafði alltaf litið á mig sem femínista og kvenréttindi skipta mig miklu máli en þarna var ég í umhverfi þar sem gamaldags sýn ríkti. En að mörgu leyti græddi ég samt alveg ótrúlega mikið á þessu og er þakklát fyrir að hafa fengið að vera mjög mikið með börnum mínum á mínum forsendum. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég kom aftur til Íslands og gekk þá tilneydd inn í brjálsemi hins íslenska vinnuumhverfis hvað þetta hafði verið merkilegur tími. Ef ég hefði verið ómenntuð hér heima, þá hefði ég líklega þurft að vera í tveimur vinnum, bara til að geta séð fyrir börnunum mínum. Þetta er svo ótrúlega mikill fórnarkostnaður sem fólk er tilneytt til þess að bera,“ segir Sólveig sem var í afgreiðslustarfi í lítilli kjörbúð.Sólveig Anna virtist ekki himinlifandi með kjarasamningana þegar þeir voru undriritaðir.Vísir/VilhelmBugaðist af harmi „Þar starfaði ég með fátæku fólki af verkastétt sem var vinir mínir. Þetta fólk lifði við mjög skert kjör, það gat ekki kynt húsin sín með góðu móti á veturna og á sumrin gat það ekki loftkælt. Og þetta átti sér stað í vellauðugu samfélagi. Þó að ég hafi alltaf vitað að Bandaríkin væru mjög kúgandi kapítalískt samfélag þá var þetta lærdómsríkt. Ég bugaðist af harmi við að upplifa viðbrögð bandarísks samfélags við fellibylnum Katrínu. Þá brast eitthvað innra með mér. Hvernig rasisminn og stéttaskiptingin spilaðist út. Þar sem sumt fólk hafði svo lítið vægi í samfélaginu að það var í lagi að það drukknaði í sinni eigin borg,“ segir Sólveig. „Manneskja með snefil af réttlætiskennd hlýtur að átta sig á því að það er eitthvert eitur í samfélagsmyndinni. Þú þarft ekki að vera sósíalisti til að sjá það,“ segir hún. Ákærð fyrir mótmæli Fjölskyldan flutti heim skömmu fyrir hrun í júlímánuði árið 2008. „Við fluttum út og George Bush varð forseti og svo fluttum við heim og efnahagur Íslands hrundi. Upp í hugann kemur ljósmynd sem er tekin af mér um sumarið, ég er ótrúlega ung og brosandi. Lífið á Íslandi yrði frábært. En svo bara nokkrum mánuðum seinna var maðurinn minn orðinn atvinnulaus og veröldin krassaði.“ Sólveig Anna tók þátt í búsáhaldabyltingunni og var ákærð fyrir að hafa ráðist á Alþingi í desember 2008. „Ég var í bökunarfríi frá leikskólanum þennan dag og ég fagnaði því að geta tekið þátt í þessari aðgerð. Í hruninu gekk valdastéttin af göflunum, bæði vegna þess að hún var afhjúpuð sem algjörlega vanhæf og sem stjórnsýsluarmur arðránskerfisins. Í ljósi þess ástands sem ríkti þá var ekki við öðru að búast en að lögreglan mætti. Hún kom öskrandi og hamslaus inn í Alþingishúsið,“ segir hún um atvikið.Sólveig Anna stóð í ströngu í verkfallsaðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmKölluð strengjabrúða og peð Sólveig tilkynnti þann 29. janúar 2018 um framboð sitt til formanns Eflingar ásamt nýrri stjórn undir nafninu B-listinn. Í kjölfar framboðsins segir hún að það hafi dunið á henni árásir og aðdróttanir. „Þetta var algjörlega svívirðilegt, ég er mjög stóryrt en þessi brjálsemi öll var ótrúleg. Það var hægt að kalla mig strengjabrúðu og peð og ég veit ekki hvað. En raunverulegu árásirnar sem áttu sér stað á meðan við vorum í baráttunni voru engar samanborið við brjálsemina sem dundi svo yfir núna meðan við vorum í þessari kjarabaráttu. Þar sem reykvísk borgarastétt opinberaði andlit sitt. Ég hef reyndar unun af því þegar stéttaátökin eru afhjúpuð. Það er gott fyrir vinnuaflið sem er neytt til að vera á yfirborðinu þar sem hlutirnir eru ekki kallaðir réttum nöfnum. Það er gott þegar talsmenn óbreytts ástands opinbera sig svo rækilega, ég fagna þeim stundum.“ Ógeðslegur málflutningur Sólveig er harðorð þegar hún er spurð út í tengslin við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. „Hugsa sér að stærsti glæpur í íslensku samfélagi sé að gerast sósíalisti. Ég fordæmi þennan mccarthyisma sem viðgengst í samfélaginu og hefur beinst að Gunnari Smára. Ég vil svo hryggja þá sem halda því fram að ég sé strengjabrúða Gunnars Smára með því að ég hef verið sósíalisti frá barnsaldri,“ segir Sólveig. „Þetta voru líka ærumeiðingar, ég var þjófkennd og því haldið fram að ég hefði ásælst sjóði Eflingar. Mér hefði verið plantað þarna til þess að hafa aðgang að sjóðnum. Þetta er náttúrulega svo ógeðslegur málflutningur.“Þú ert stóryrt, það verður ekki tekið af þér, og þú hefur látið stór orð falla um fólk sem gagnrýndi þig. Sérðu eftir einhverju sem þú hefur sagt? „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Ég hef verið mjög stóryrt í gagnrýni minni á kerfið. En þegar ég hef verið stóryrt gagnvart persónum þá er það vegna þess að þær hafa leyft sér svo ótrúlega framkomu gagnvart mér.“ Svarar fullum hálsiGetur þú nefnt dæmi um slíkan málflutning? „Leiðarar Harðar Ægissonar í Fréttablaðinu eru með þvílíkum ólíkindum að þegar ég svaraði þeim mjög harkalega fannst mér ég þurfa að gera það og fannst það mjög skemmtilegt.“Upplifðir þú þá sem árás? „Þetta var árás. Þótt það sé margt sem ég styðst við í kristinni hugmyndafræði þá myndi ég aldrei bjóða hinn vangann. Ég býð aldrei hinn vangann. Og aldrei nokkurn tímann myndi ég senda þau skilaboð til láglaunakvenna á Íslandi að þær ættu að bjóða hinn vangann. Svo sannarlega mun ég svara fyrir mig ef ég þarf að gera það.“ Sólveig segir að þrátt fyrir átökin hafi hún notið þess að taka þátt í baráttunni. „Það sem mér finnst gaman er að taka þátt í alvöru upprisu vinnandi fólks á Íslandi, ekki aðeins finnst mér það gaman heldur trúi ég því að það sé lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins á Íslandi, heldur í veröldinni allri.“Verkfallsaðgerðir settu svip sinn á lok vetrar og byrjun vors.Vísir/VilhelmLærdómsríkt leikritFyrir almenning sem fylgist með kjaraviðræðum, þá líta þær svolítið út eins og leikrit, störukeppni. Er það þannig? „Já, þetta er leikrit. Allt þetta er leikrit. Það er ekkert efnahagslegt lýðræði til staðar. Þessar kjaraviðræður voru lærdómsríkar og ég lærði að við verðum að komast af þeim stað að vera alltaf að berjast fyrir þúsundköllum. Síðustu dagana gerðist margt sem mér fannst athyglisvert og ég hef margt út á að setja. Til dæmis þessa hröðunarstemningu sem fer í gang. Sem er keyrð mjög markvisst áfram. Ég hafna slíkri nálgun. Hún er fulltrúum vinnuafls ekki til góðs. Þennan síðasta dag þarna inni og við vorum að klára. Þá vorum við enn þá að semja um mjög mikilvæg mál en vorum, án þess að hafa raunverulega eitthvað um það að segja, undir mjög mikilli og aktífri pressu á að nú yrði bara að skrifa undir. Stærstu málin voru komin en enn voru mikilvæg mál óafgreidd. Mér var misboðið,“ segir Sólveig sem er heldur ekki sátt við það heiti sem samningarnir hafa gengið undir, lífskjarasamningar. Uppnefnið lífskjarasamningar „Mér er misboðið yfir þessu svona uppnefni. Í eðli sínu eru allir samningar lífskjarasamningar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjálshyggjunni að vera alltaf að skella einhverjum merkimiðum á allt.“ Sólveig segist ánægð með framlag stjórnvalda. „Framlag stjórnvalda var ótrúlega mikilvægt og ég lít á það sem sigur að hafa náð þessari aðkomu stjórnvalda því hún var svo sannarlega ekki uppi á borðinu í haust þegar kjaraviðræður hófust. Þetta loforð, sem svo sannarlega verður staðið við, annars verður okkur að mæta. Það skal enginn halda að stjórnvöld komist upp með það að standa ekki við loforðin. Við verðum vakin og sofin yfir því.“ Var reið í mörg ár Sólveig sendi kveðju til félagsmanna á Facebook og þakkaði bæði félögum sem kusu með samningnum og höfnuðu honum í kosningunni.Hefðir þú sjálf kosið með samningnum ef þú hefðir staðið utan við þetta og værir ekki formaður Eflingar? „Þetta er mjög góð spurning. Ég var í tveimur vinnum sem láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði og hef verið rosalega reið í því hlutskipti. Í eðli mínu er ég mjög glaðleg og jákvæð manneskja. Biturleiki er ekki mitt náttúrulega ástand. En ég hef í mörg ár verið rosalega reið og út í rosalega marga, ekki síst verkalýðshreyfinguna. Ég var reið við hana fyrir að samþykkja ömurleg kjör og taka ekki slaginn af öllum krafti. Fyrir að stíga ekki fram og lýsa samfélaginu á réttan og skýran hátt. Bjóða sjálfu sér upp á launakjör langt utan seilingar verkafólks, fyrir þjónkunina við lífeyrissjóðakerfið og undirgefnina við nýfrjálshyggjuna. Í ljósi þess hefði ég samþykkt samningana vegna þess að það var barist. Hlutirnir voru kallaðir réttum nöfnum og stjórnmálafólkið fékk ekki að komast upp með það að vandamálin væru ekki líka þess til að leysa. Í ljósi þess þá hefði ég sennilega sagt já. Í ljósi þess að ég hefði viljað standa með þessari baráttu.“Stjórnlaus frekjaEn hvað með hótanir fyrirtækja um að hækka verð vegna samninganna? Hvað finnst þér um þær? „Þetta er ótrúlegt, þarna enn eina ferðina afhjúpast afstaða þeirra sem í stjórnlausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé algjört valdið. Ég skil mjög vel þá sem fara í sniðgöngu en á endanum skilar það litlu. Ég held við ættum frekar að koma okkur mjög markvisst frá þeim stað að þurfa að beita slíkum aðgerðum og raunverulega öðlast völd í samfélaginu. Sem við höfum að mörgu leyti nú þegar en höfum ekki náð að nota markvisst.“Þú meinar að sniðganga sé bitlaus? „Hún er það að vissu leyti. En Efling hefur til dæmis þessi ótrúlegu völd sem eru lífeyrissjóðakerfið þegar kemur að afskiptum af viðskiptalífinu. Nú er það búið að gerast að Efling er komin með tvo stjórnarmenn í stjórn Gildis. Stefán Ólafsson er varaformaður Gildis fyrir hönd Eflingar. Það sem hélt íslensku efnahagskerfi uppi eftir hrun voru lífeyrissjóðirnir. Sem eru byggðir upp á iðgjöldum sem eru tekin af launum vinnuaflsins. Sjóðirnir hafa verið notaðir markvisst til að keyra áfram kapítalísku maskínuna án þess að það sé nokkru sinni tekið tillit til hagsmuna vinnuaflsins. Við eigum í gegnum sjóðina að beita áhrifum okkar, ekki síst þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Þá fáum við raunveruleg völd.“Leiðrétting: Í viðtalinu stóð: „Sólveig Anna tók þátt í búsáhaldabyltingunni og var dæmd fyrir að ráðast með félögum sínum á þingpalla Alþingis. Það er rangt. Einungis var dæmt í fjórum ákæruliðum. Þar af var einn dæmdur fyrir brot gegn lögreglulögum og þrír fyrir brot gegn valdstjórninni (106. grein almennra hegningarlaga), þeirra á meðal Sólveig Anna. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
„Þetta er svo röng nálgun og hefur engin áhrif. Ég skil ekki þessa stemningu að skamma félagsmenn, mér finnst það fyrir neðan allar hellur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um dræma þátttöku í kosningu um lífskjarasamning sem var samþykktur af félögum Eflingar á dögunum með yfirgnæfandi meirihluta. Hún á heima í snotru húsi í smáíbúðahverfinu í Fossvogi, útidyrahurðin er máluð í eldrauðum lit. Hún segist heppin að hafa getað fest kaup á húsinu á sínum tíma og hefur aldrei upplifað á eigin skinni að vera föst á leigumarkaði.Dauðhreinsuð stéttaskipting „Ég er fædd í Reykjavík, fyrstu árin bjuggum við á Flókagötu í Reykjavík. Svo fluttum við í Breiðholtið þegar ég var á fimmta ári, í verkamannabústað í Stífluselinu. Þar bjó ég þar til ég var á tólfta ári og þá fluttum við í Fossvoginn, í Kelduland sem voru líka verkamannabústaðir. Stéttaskiptingin var teiknuð upp í Fossvogi, efst voru blokkir, svo raðhús og svo einbýlishúsin neðst í dalnum, ótrúlega fyndin og dauðhreinsuð röðun. En hverfið var skemmtilegt og þarna blandaðist allt saman,“ segir Sólveig. Sólveig er dóttir útvarpsþulanna Jóns Múla Árnasonar heitins og Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur. „Ég er eina barn þeirra saman. Pabbi var orðinn 54 ára og mamma var 34 ára. Þau áttu hvort um sig þrjú börn, þannig að ég átti sex systkini. Það eru 10 ár á milli mín og næstu systur minnar. Systkinin öll voru mikið heima, bræður mínir voru ungir komnir með sína fjölskyldu en voru mikið á heimilinu með konur sínar og börn. Mágkonur mínar Önnu og Ellen upplifði ég til dæmis líka sem systur. Þetta var mjög stór fjölskylda og það var alltaf mikið af fólki í kringum mig. Ég á svo yndislegar minningar, sérstaklega af jólunum. Og ég er næstum haldin þráhyggju gagnvart þeim í dag. Af því að þá var alltaf svo ótrúlega gaman og við vorum öll saman,“ segir Sólveig. „Ég var auðvitað minnst og fékk mjög mikið að njóta þess. Ég komst upp með alls konar hluti og hegðun. Í ljósi þess að ég var yngst.Í eðli sínu eru allir samningar lífskjarasamningar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjálshyggjunni að vera alltaf að skella einhverjum merkimiðum á allt. Fréttablaðið/ErnirErfið unglingsár Ég var ábyggilega mjög skrýtið barn en mjög stillt. Ég vildi bara mjög mikið vera með foreldrum mínum og vildi ekki fara í skóla. Mér fannst reyndar ágætt að fara í Ísaksskóla en þegar því lauk þá fannst mér það að þurfa að fara að gera hluti vera svo þvingandi. Ég las mjög mikið og lærði það að barn með bók fær bókstaflega að vera í friði. Þegar ég var búin að læra að lesa fyrir sjálfa mig þá var ég ávallt með bók í hönd og komst með þeirri nálgun hjá því að taka eðlilegan þátt í því sem önnur börn gerðu og uppeldið var frjálslegt,“ segir Sólveig en þegar hún komst á unglingsaldur fór það að taka ekki virkan þátt að há henni. „Ég varð mjög erfiður unglingur. Þá var þetta mikla frelsi sem ég hafði notið að valda mér vandræðum. Ég hefði þurft fastara utanumhald en ég var bara orðin svo vön því að hafa þetta frelsi og vankantarnir fóru að koma í ljós. Ég var í mjög miklum mótþróa og leiða og þó að ég ætti stóran og góðan vinkvennahóp í Réttó þá mætti ég illa í skóla. Ég var heima „veik“. Það var ekki geta þá í skólakerfinu til að horfa fram hjá göllunum og fókusera á styrkleikana. Þó að margt sé breytt í dag þá hugsa ég til þeirra fjölmörgu krakka sem ná ekki að ljúka námi. Það er alltaf ástæða fyrir því og hún er ekki sú að þau séu bara svo léleg. Ég var að komast á fullorðinsaldur þegar ég gat fyrst orðað það hvað það var sem var að trufla mig. Þessi orð voru bara ekki í boði þegar ég var unglingur. En eru það í dag og það skiptir miklu máli að geta setið með börnunum sínum og rætt um tilfinningar við þau.“ Þokunni létti innra með mér Sólveig flakkaði á milli framhaldsskóla en gafst svo upp á náminu nítján ára gömul og eignaðist frumburð sinn 21 árs. „Námið var bara orðið of stórt verkefni til að takast á við. Ég var enn þá ótrúlega ung og egósentrísk. Mamma mín var með mér þegar ég átti son minn. Ég blótaði mikið í fæðingunni og móðir mín sem er mjög kurteis kona baðst í sífellu afsökunar. Svo þegar sonur minn var loks kominn í heiminn ætlaði mamma bara að fara heim og mér fannst það skrýtið. Að hún ætlaði bara að skilja mig eftir, sem segir mikið um tilætlunarsemina í mér. Svo vildi ég bara fá að fara að sofa. Sem betur fer horfði ljósmóðirin á mig eins og það væri eitthvað að mér og sagði nei, nei, það gerir þú ekki, og rétti mér drenginn. Þá gerðist eitthvað. Það létti einhverri þoku innra með mér þarna með hann í fanginu og eftir þetta þá sleppti ég honum ekki frá mér. Þetta var mjög merkileg stund að upplifa og ég er ekki að segja það að eftir að þessi stund átti sér stað hafi ég orðið ný og betri manneskja. En þetta var samt sannarlega algjört upphaf að því að fullorðnast og læra að axla ábyrgð. Ég fylltist af geigvænlegri ábyrgðarkennd. Þetta var fyrsta verkefnið sem ég horfðist í augu við og axlaði algjöra ábyrgð á,“ segir Sólveig.Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar við mótmæli á verkfallsdegi í mars.Vísir/vilhelmGiftist æskuástinni Sólveig er gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi. Þau hafa þekkst frá unglingsárum. „Fljótlega eftir að Nonni minn fæddist þá byrjuðum við Maggi saman. Við höfðum verið unglingakærustupar en áttum í stormasömu og dramatísku sambandi,“ segir Sólveig og segir Magga hafa tekið Nonna eins og eigin syni. Þau bjuggu hjá foreldrum Sólveigar og nutu stuðnings þeirra. „Ég og mamma sinntum syni mínum samhliða og hún og hann eru enn þá mjög náin. Mig langaði bara strax aftur til að eignast barn og það liðu þrjú ár þar til ég eignaðist dóttur mína, Möggu.“ Þau fluttu eftir fáein ár í litla íbúð í Þingholtsstræti. „Maðurinn minn hafði frá unglingsárum verið að safna. Hann keypti litla íbúð í Þingholtsstræti og þar bjuggum við til ársins 2000 þegar við fluttum til Bandaríkjanna þar sem Maggi lærði sögu. Lífið á Íslandi áður en við fluttum út var bara gott. Ég var auðvitað ómenntuð en vann skrifstofuvinnu og Maggi var í skóla. Útgjöldin voru ekki tryllingslega há, þetta er staða sem enginn gæti verið í í dag. Nema börn mjög auðugs fólks.“Menningarsjokk í Bandaríkjunum Það voru mikil viðbrigði fyrir fjölskylduna að flytja út og Sólveig segist hafa fengið menningarsjokk. „Ég var 25 ára með tvö lítil börn og hafði aldrei áður komið til Bandaríkjanna. Ég var ótrúlega bjartsýn, þetta yrði ekkert mál. En auðvitað var þetta mikið menningarsjokk. Þegar ég uppgötvaði að ég var komin á stað þar sem hugmyndin um móðurhlutverkið er gerólík því sem við þekkjum. Ég hafði alltaf litið á mig sem femínista og kvenréttindi skipta mig miklu máli en þarna var ég í umhverfi þar sem gamaldags sýn ríkti. En að mörgu leyti græddi ég samt alveg ótrúlega mikið á þessu og er þakklát fyrir að hafa fengið að vera mjög mikið með börnum mínum á mínum forsendum. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég kom aftur til Íslands og gekk þá tilneydd inn í brjálsemi hins íslenska vinnuumhverfis hvað þetta hafði verið merkilegur tími. Ef ég hefði verið ómenntuð hér heima, þá hefði ég líklega þurft að vera í tveimur vinnum, bara til að geta séð fyrir börnunum mínum. Þetta er svo ótrúlega mikill fórnarkostnaður sem fólk er tilneytt til þess að bera,“ segir Sólveig sem var í afgreiðslustarfi í lítilli kjörbúð.Sólveig Anna virtist ekki himinlifandi með kjarasamningana þegar þeir voru undriritaðir.Vísir/VilhelmBugaðist af harmi „Þar starfaði ég með fátæku fólki af verkastétt sem var vinir mínir. Þetta fólk lifði við mjög skert kjör, það gat ekki kynt húsin sín með góðu móti á veturna og á sumrin gat það ekki loftkælt. Og þetta átti sér stað í vellauðugu samfélagi. Þó að ég hafi alltaf vitað að Bandaríkin væru mjög kúgandi kapítalískt samfélag þá var þetta lærdómsríkt. Ég bugaðist af harmi við að upplifa viðbrögð bandarísks samfélags við fellibylnum Katrínu. Þá brast eitthvað innra með mér. Hvernig rasisminn og stéttaskiptingin spilaðist út. Þar sem sumt fólk hafði svo lítið vægi í samfélaginu að það var í lagi að það drukknaði í sinni eigin borg,“ segir Sólveig. „Manneskja með snefil af réttlætiskennd hlýtur að átta sig á því að það er eitthvert eitur í samfélagsmyndinni. Þú þarft ekki að vera sósíalisti til að sjá það,“ segir hún. Ákærð fyrir mótmæli Fjölskyldan flutti heim skömmu fyrir hrun í júlímánuði árið 2008. „Við fluttum út og George Bush varð forseti og svo fluttum við heim og efnahagur Íslands hrundi. Upp í hugann kemur ljósmynd sem er tekin af mér um sumarið, ég er ótrúlega ung og brosandi. Lífið á Íslandi yrði frábært. En svo bara nokkrum mánuðum seinna var maðurinn minn orðinn atvinnulaus og veröldin krassaði.“ Sólveig Anna tók þátt í búsáhaldabyltingunni og var ákærð fyrir að hafa ráðist á Alþingi í desember 2008. „Ég var í bökunarfríi frá leikskólanum þennan dag og ég fagnaði því að geta tekið þátt í þessari aðgerð. Í hruninu gekk valdastéttin af göflunum, bæði vegna þess að hún var afhjúpuð sem algjörlega vanhæf og sem stjórnsýsluarmur arðránskerfisins. Í ljósi þess ástands sem ríkti þá var ekki við öðru að búast en að lögreglan mætti. Hún kom öskrandi og hamslaus inn í Alþingishúsið,“ segir hún um atvikið.Sólveig Anna stóð í ströngu í verkfallsaðgerðum Eflingar.Vísir/VilhelmKölluð strengjabrúða og peð Sólveig tilkynnti þann 29. janúar 2018 um framboð sitt til formanns Eflingar ásamt nýrri stjórn undir nafninu B-listinn. Í kjölfar framboðsins segir hún að það hafi dunið á henni árásir og aðdróttanir. „Þetta var algjörlega svívirðilegt, ég er mjög stóryrt en þessi brjálsemi öll var ótrúleg. Það var hægt að kalla mig strengjabrúðu og peð og ég veit ekki hvað. En raunverulegu árásirnar sem áttu sér stað á meðan við vorum í baráttunni voru engar samanborið við brjálsemina sem dundi svo yfir núna meðan við vorum í þessari kjarabaráttu. Þar sem reykvísk borgarastétt opinberaði andlit sitt. Ég hef reyndar unun af því þegar stéttaátökin eru afhjúpuð. Það er gott fyrir vinnuaflið sem er neytt til að vera á yfirborðinu þar sem hlutirnir eru ekki kallaðir réttum nöfnum. Það er gott þegar talsmenn óbreytts ástands opinbera sig svo rækilega, ég fagna þeim stundum.“ Ógeðslegur málflutningur Sólveig er harðorð þegar hún er spurð út í tengslin við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. „Hugsa sér að stærsti glæpur í íslensku samfélagi sé að gerast sósíalisti. Ég fordæmi þennan mccarthyisma sem viðgengst í samfélaginu og hefur beinst að Gunnari Smára. Ég vil svo hryggja þá sem halda því fram að ég sé strengjabrúða Gunnars Smára með því að ég hef verið sósíalisti frá barnsaldri,“ segir Sólveig. „Þetta voru líka ærumeiðingar, ég var þjófkennd og því haldið fram að ég hefði ásælst sjóði Eflingar. Mér hefði verið plantað þarna til þess að hafa aðgang að sjóðnum. Þetta er náttúrulega svo ógeðslegur málflutningur.“Þú ert stóryrt, það verður ekki tekið af þér, og þú hefur látið stór orð falla um fólk sem gagnrýndi þig. Sérðu eftir einhverju sem þú hefur sagt? „Nei, ég sé ekki eftir neinu. Ég hef verið mjög stóryrt í gagnrýni minni á kerfið. En þegar ég hef verið stóryrt gagnvart persónum þá er það vegna þess að þær hafa leyft sér svo ótrúlega framkomu gagnvart mér.“ Svarar fullum hálsiGetur þú nefnt dæmi um slíkan málflutning? „Leiðarar Harðar Ægissonar í Fréttablaðinu eru með þvílíkum ólíkindum að þegar ég svaraði þeim mjög harkalega fannst mér ég þurfa að gera það og fannst það mjög skemmtilegt.“Upplifðir þú þá sem árás? „Þetta var árás. Þótt það sé margt sem ég styðst við í kristinni hugmyndafræði þá myndi ég aldrei bjóða hinn vangann. Ég býð aldrei hinn vangann. Og aldrei nokkurn tímann myndi ég senda þau skilaboð til láglaunakvenna á Íslandi að þær ættu að bjóða hinn vangann. Svo sannarlega mun ég svara fyrir mig ef ég þarf að gera það.“ Sólveig segir að þrátt fyrir átökin hafi hún notið þess að taka þátt í baráttunni. „Það sem mér finnst gaman er að taka þátt í alvöru upprisu vinnandi fólks á Íslandi, ekki aðeins finnst mér það gaman heldur trúi ég því að það sé lífsnauðsynlegt. Ekki aðeins á Íslandi, heldur í veröldinni allri.“Verkfallsaðgerðir settu svip sinn á lok vetrar og byrjun vors.Vísir/VilhelmLærdómsríkt leikritFyrir almenning sem fylgist með kjaraviðræðum, þá líta þær svolítið út eins og leikrit, störukeppni. Er það þannig? „Já, þetta er leikrit. Allt þetta er leikrit. Það er ekkert efnahagslegt lýðræði til staðar. Þessar kjaraviðræður voru lærdómsríkar og ég lærði að við verðum að komast af þeim stað að vera alltaf að berjast fyrir þúsundköllum. Síðustu dagana gerðist margt sem mér fannst athyglisvert og ég hef margt út á að setja. Til dæmis þessa hröðunarstemningu sem fer í gang. Sem er keyrð mjög markvisst áfram. Ég hafna slíkri nálgun. Hún er fulltrúum vinnuafls ekki til góðs. Þennan síðasta dag þarna inni og við vorum að klára. Þá vorum við enn þá að semja um mjög mikilvæg mál en vorum, án þess að hafa raunverulega eitthvað um það að segja, undir mjög mikilli og aktífri pressu á að nú yrði bara að skrifa undir. Stærstu málin voru komin en enn voru mikilvæg mál óafgreidd. Mér var misboðið,“ segir Sólveig sem er heldur ekki sátt við það heiti sem samningarnir hafa gengið undir, lífskjarasamningar. Uppnefnið lífskjarasamningar „Mér er misboðið yfir þessu svona uppnefni. Í eðli sínu eru allir samningar lífskjarasamningar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjálshyggjunni að vera alltaf að skella einhverjum merkimiðum á allt.“ Sólveig segist ánægð með framlag stjórnvalda. „Framlag stjórnvalda var ótrúlega mikilvægt og ég lít á það sem sigur að hafa náð þessari aðkomu stjórnvalda því hún var svo sannarlega ekki uppi á borðinu í haust þegar kjaraviðræður hófust. Þetta loforð, sem svo sannarlega verður staðið við, annars verður okkur að mæta. Það skal enginn halda að stjórnvöld komist upp með það að standa ekki við loforðin. Við verðum vakin og sofin yfir því.“ Var reið í mörg ár Sólveig sendi kveðju til félagsmanna á Facebook og þakkaði bæði félögum sem kusu með samningnum og höfnuðu honum í kosningunni.Hefðir þú sjálf kosið með samningnum ef þú hefðir staðið utan við þetta og værir ekki formaður Eflingar? „Þetta er mjög góð spurning. Ég var í tveimur vinnum sem láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði og hef verið rosalega reið í því hlutskipti. Í eðli mínu er ég mjög glaðleg og jákvæð manneskja. Biturleiki er ekki mitt náttúrulega ástand. En ég hef í mörg ár verið rosalega reið og út í rosalega marga, ekki síst verkalýðshreyfinguna. Ég var reið við hana fyrir að samþykkja ömurleg kjör og taka ekki slaginn af öllum krafti. Fyrir að stíga ekki fram og lýsa samfélaginu á réttan og skýran hátt. Bjóða sjálfu sér upp á launakjör langt utan seilingar verkafólks, fyrir þjónkunina við lífeyrissjóðakerfið og undirgefnina við nýfrjálshyggjuna. Í ljósi þess hefði ég samþykkt samningana vegna þess að það var barist. Hlutirnir voru kallaðir réttum nöfnum og stjórnmálafólkið fékk ekki að komast upp með það að vandamálin væru ekki líka þess til að leysa. Í ljósi þess þá hefði ég sennilega sagt já. Í ljósi þess að ég hefði viljað standa með þessari baráttu.“Stjórnlaus frekjaEn hvað með hótanir fyrirtækja um að hækka verð vegna samninganna? Hvað finnst þér um þær? „Þetta er ótrúlegt, þarna enn eina ferðina afhjúpast afstaða þeirra sem í stjórnlausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé algjört valdið. Ég skil mjög vel þá sem fara í sniðgöngu en á endanum skilar það litlu. Ég held við ættum frekar að koma okkur mjög markvisst frá þeim stað að þurfa að beita slíkum aðgerðum og raunverulega öðlast völd í samfélaginu. Sem við höfum að mörgu leyti nú þegar en höfum ekki náð að nota markvisst.“Þú meinar að sniðganga sé bitlaus? „Hún er það að vissu leyti. En Efling hefur til dæmis þessi ótrúlegu völd sem eru lífeyrissjóðakerfið þegar kemur að afskiptum af viðskiptalífinu. Nú er það búið að gerast að Efling er komin með tvo stjórnarmenn í stjórn Gildis. Stefán Ólafsson er varaformaður Gildis fyrir hönd Eflingar. Það sem hélt íslensku efnahagskerfi uppi eftir hrun voru lífeyrissjóðirnir. Sem eru byggðir upp á iðgjöldum sem eru tekin af launum vinnuaflsins. Sjóðirnir hafa verið notaðir markvisst til að keyra áfram kapítalísku maskínuna án þess að það sé nokkru sinni tekið tillit til hagsmuna vinnuaflsins. Við eigum í gegnum sjóðina að beita áhrifum okkar, ekki síst þegar kemur að fjárfestingum í fyrirtækjum. Þá fáum við raunveruleg völd.“Leiðrétting: Í viðtalinu stóð: „Sólveig Anna tók þátt í búsáhaldabyltingunni og var dæmd fyrir að ráðast með félögum sínum á þingpalla Alþingis. Það er rangt. Einungis var dæmt í fjórum ákæruliðum. Þar af var einn dæmdur fyrir brot gegn lögreglulögum og þrír fyrir brot gegn valdstjórninni (106. grein almennra hegningarlaga), þeirra á meðal Sólveig Anna.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira