Neytendur veri vakandi fyrir varhugaverðum vöggum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. apríl 2019 11:45 Umræddar vöggur, Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price. CPSC Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggur en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug. Ekki er útilokað að einhverjar slíkar vöggur kunni að vera í notkun á Íslandi og eru neytendur því beðnir um að hafa varann á. Innköllunin nær til vagga af gerðinni Rock N' Play Sleepers sem talið er að hafi selst í 4,7 milljónum eintaka frá árinu 2009, þegar Fisher-Price kynnti þau fyrst fram á sjónarsviðið. Mynd af umræddum vöggum má sjá hér að ofan.Bandaríska neytendaverndarráðið greindi frá innkölluninni í gær en að sögn ráðsins hafa hið minnsta þrjátíu börn látið lífið í vöggunum. Flest dauðsföllin eiga að hafa átt sér stað þegar börnin sneru sér, ýmist á magann eða hliðina, og voru öll börnin meira en þriggja mánaða gömul. Fisher-Price hefur áður varað við því að hætta eigi notkun vagganna þegar börnin eru farin að geta snúið sér við. Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki efast um öryggi vörunnar.Ekki selt á Íslandi, gæti verið á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er stofnunin meðvituð um innköllunina. Eftir því sem Neytendastofa kemst næst hafa vöggurnar ekki verið til sölu hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé alþekkt að Íslendingar kaupi mikið af barnavörum í alþjóðlegum netverslunum eða í Bandaríkjunum og láti flytja til landsins. Því sé ekki loku fyrir það skotið að Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price megi finna á einhverjum íslenskum heimilum. Neytendastofa hvetur fólk því til að vera á varðbergi og mun stofnunin birta frekari upplýsingar á heimasíðu sinni eftir helgi. Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Leikfangaframleiðandinn Fisher-Price hefur innkallað næstum 5 milljón barnavöggur en talið er að rúmlega 30 ungabörn hafi látið lífið í vöggunum síðastliðinn áratug. Ekki er útilokað að einhverjar slíkar vöggur kunni að vera í notkun á Íslandi og eru neytendur því beðnir um að hafa varann á. Innköllunin nær til vagga af gerðinni Rock N' Play Sleepers sem talið er að hafi selst í 4,7 milljónum eintaka frá árinu 2009, þegar Fisher-Price kynnti þau fyrst fram á sjónarsviðið. Mynd af umræddum vöggum má sjá hér að ofan.Bandaríska neytendaverndarráðið greindi frá innkölluninni í gær en að sögn ráðsins hafa hið minnsta þrjátíu börn látið lífið í vöggunum. Flest dauðsföllin eiga að hafa átt sér stað þegar börnin sneru sér, ýmist á magann eða hliðina, og voru öll börnin meira en þriggja mánaða gömul. Fisher-Price hefur áður varað við því að hætta eigi notkun vagganna þegar börnin eru farin að geta snúið sér við. Þrátt fyrir það segist fyrirtækið ekki efast um öryggi vörunnar.Ekki selt á Íslandi, gæti verið á Íslandi Samkvæmt upplýsingum frá Neytendastofu er stofnunin meðvituð um innköllunina. Eftir því sem Neytendastofa kemst næst hafa vöggurnar ekki verið til sölu hér á landi eða annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar sé alþekkt að Íslendingar kaupi mikið af barnavörum í alþjóðlegum netverslunum eða í Bandaríkjunum og láti flytja til landsins. Því sé ekki loku fyrir það skotið að Rock N' Play Sleepers frá Fisher-Price megi finna á einhverjum íslenskum heimilum. Neytendastofa hvetur fólk því til að vera á varðbergi og mun stofnunin birta frekari upplýsingar á heimasíðu sinni eftir helgi.
Börn og uppeldi Innköllun Neytendur Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira