Efast ekki um að yfirdeild MDE fallist á sjónarmið Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2019 12:42 Arnar Þór Jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. fréttablaðið/anton brink Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15