Niðursuðufita í skólpi veldur usla á Akranesi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Hreinsistöðin var formlega opnuð í maí í fyrra. Erfiðlega hefur gengið að halda henni gangandi sökum mikillar fitu frá matvælavinnslu. Mynd/Veitur Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar. Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Miklir erfiðleikar hafa verið á rekstri nýrrar skólphreinsistöðvar á Akranesi vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu í bænum og stíflar ítrekað hreinsibúnað stöðvarinnar. Stöðin var formlega opnuð fyrir tæpu ári. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands segir vandamálið vera fitu frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg. „Þvottavélarnar sem þvo úrganginn áður en hann er urðaður stíflast ítrekað af fitu,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, aðspurð um vandamálið sem vakin var athygli á í minnisblaði til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur í upphafi mánaðarins. Þar er greint frá stöðu fráveitumála hjá Veitum og erfiðleikarnir á Akranesi sagðir komnir til „vegna fitu sem berst frá matvælavinnslu á svæðinu“. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, segir það ekkert leyndarmál að þessi mikla fita komi frá niðursuðuverksmiðju sem meðal annars vinni matvæli úr þorsklifur. „Þeir eru með rosalega feita vöru. Bæði að sjóða niður fisklifur og svo eru þeir með paté úr þorsklifur og það er ofboðslega mikil fita í fráveitunni frá svona fyrirtækjum.“ Helgi segir að með tilkomu nýju hreinsistöðvarinnar og mælinga sem þar eru gerðar hafi spjótin fljótt beinst að fyrirtækinu Akraborg sem er einn stærsti framleiðandi á niðursoðinni þorsklifur í heiminum. Helgi segir að fitugildra hafi verið til staðar þar en galli í fráveitu gerði meðal annars að verkum að úrgangur fór fram hjá gildrunni.Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna.„Þeir gerðu ráðstafanir í fyrra, settu upp hreinsibúnað, en þetta er samt of mikið. Mönnum ber reyndar ekki saman um hversu mikið, þeir gera sínar mælingar og Veitur sínar. En það er vitað að það kemur mikil fita frá þeim og þeir eru að vinna að úrbótum og reyna að finna lausn á þessu núna,“ segir Helgi. Ólöf segir almennt mikilvægt að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna. „Það er ekkert sem bendir til þess að íbúar á Akranesi gangi öðruvísi um fráveituna en aðrir á okkar starfssvæði. Allt of mikið er af rusli í fráveitukerfinu og á meðan við sjáum það þarf að halda áfram að upplýsa fólk um hvað má og má ekki fara í fráveituna.“ Nýja hreinsistöðin á Akranesi var formlega opnuð í maí 2018. Fyrir uppbyggingu fráveitunnar rann óhreinsað skólp út um átta meginútrásir, nálægt fjöruborði. Nú er skólpi veitt frá þessum útrásum og í hreinsistöð. Settir voru upp sex nýir dælubrunnar sem dæla skólpinu frá gömlu útrásunum í átt að hreinsistöðinni. Stöðin hreinsar öll gróf efni úr skólpinu auk þess að sía frá sand og fitu. Skólpinu er síðan dælt um hálfan annan kílómetra út í sjó en það sem safnast í sand- og fituskiljur stöðvarinnar er keyrt til urðunar.
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira