Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum Birgir Olgeirsson skrifar 2. apríl 2019 19:16 Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman. Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Til stóð að kynna sameiginlega yfirlýsingu vinnumarkaðarins og stjórnvalda í Ráðherrabústaðnum í kvöld en ekkert varð úr þeim fundi þar sem verkalýðshreyfingin vildi komast lengra í kjarasamningagerð áður en að því kæmi. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við Heimi Má Pétursson í forsætisráðuneytinu rétt í þessu. Á blaðamannafundinum átti að kynna aðgerðir stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum og megin línur kjarasamninga. Katrín sagði stjórnvöld hafa nýtt allan daginn til að reka smiðshögg á vinnu sem varðar yfirlýsingu stjórnvalda og var meðal annars fundað með fulltrúum ASÍ og opinbera markaðarins. Er ætlunin að umfang aðgerða verði með þeim hætti að þær hafi áhrif efnahagslega og félagslega til lengri tíma. Hún sagði þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar byggja að miklu leyti á því sem áður hefur verið kynnt til sögunnar. Þar á meðal húsnæðismál, tillögur í skattamálum þannig að þær komi sem flestum að notum. Um sé að ræða gríðarlega réttlætistillögur að mati Katrínar sem nefndi þar þriggja þrepa skattkerfi. Katrín sagði ríkisstjórnina vilja koma sérstaklega til móts við ungt barnafólk en tekjusagan sýni að sá hópur hefur setið eftir þegar kemur að ráðstöfunartekjum. Þá sagði hún það yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr vægi verðtryggingar hér á landi og séu allir sem komi að þessum tillögum sammála um mikilvægi þess að skoða skilyrði fyrir lægri vöxtum. Þeir sem ekki komast inn á fasteignamarkað eru einnig hópur sem stjórnvöld horfa til en Katrín lagði áherslu á að þessi yfirlýsing, sem stendur til að kynna, hafi orðið til á undanförnum mánuði í samráði við aðila vinnumarkaðarins. Hún sagðist hafa fulla trú á því að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætlar að kynna komi til með að liðka fyrir kjaraviðræðum og vonaðist til að deiluaðilar í yfirstandandi kjaraviðræðum nái saman.
Alþingi Verkföll 2019 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira