Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 10:15 Boeing ætlar að gefa út hugbúnaðaruppfærslu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu. Vísir/EPA Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt. Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Flugmenn eþíópísku flugvélarinnar sem fórst með 157 innanborðs fylgdu neyðarleiðbeiningum Boeing en tókst engu að síður ekki að ná stjórn á vélinni. Hugbúnaður sem á að koma í veg fyrir ofris virðist hafa kveikt á sér í að minnsta kosti fjórgang eftir að flugmennirnir slökktu á honum.Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til bráðabirgðaniðurstaðna rannsóknar á hrapi Ethiopian Airlines-vélarinnar sem fórst 10. mars að flugmennirnir hafi slökkt á sjálfstýringunni sem þrýsti nefi flugvélarinnar niður á við. Böndin hafa borist að hugbúnaði í Boeing 737 Max 8-vélinni sem hafi valdið því að vélin tók dýfu og hrapaði skömmu eftir flugtak. Leiðbeiningar Boeing kváðu á um að flugmennirnir skyldu slökkva á sjálfstýringu ef misræmi kæmi upp í gögnum frá skynjurum 737 Max-vélanna. CNN-fréttastöðin segir að sé frétt WSJ á rökum reist bendi það til þess að leiðbeiningar Boeing hafi ekki verið nógu góðar til að forðast slys. Þá segir Reuters-fréttastofan að sjálfstýringin hafi kveikt á sér fjórum sinnum eftir að flugmenn eþíópísku vélarinnar slökktu á henni. Ekki sé ljóst hvort að flugmennirnir hafi sjálfir ákveðið að kveikja aftur á henni. Rannsóknin beinist að því hvort að kerfið hafi farið aftur í gang af sjálfsdáðum. Talsmaður Boeing vildi ekki tjá sig. Boeing 737 Max-vélarnar voru kyrrsettar eftir að líkindi fundust á milli slyssins í Eþíópíu og þess sem varð í Indónesíu þegar 189 manns fórust með samskonar vél Lion Air í lok október. Hugbúnaðurinn sem um ræðir reiðir sig á gögn frá skynjurum sem mæla afstöðu flugvélarinnar. Hann á að koma í veg fyrir ofris ef skynjararnir benda til þess að flugvélin fljúgi og lágt eða bratt.
Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28 Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00 Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45 Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15 Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Hugbúnaðaruppfærsla 737 MAX tilbúin Boeing tilkynnti í dag að búið væri að ljúka við endurforritun hugbúnaðar í 737 MAX flugvélum. 27. mars 2019 23:28
Hrópaði "Hífðu upp! Hífðu upp!“ þegar flugvélin hrapaði Erlendir fjölmiðlar hafa í dag fjallað um hinstu samskipti flugmannanna sem stýrðu Boeing-farþegaþotu flugfélagsins Ethiopian Airlines, sem fórst fyrr í þessum mánuði. 30. mars 2019 21:00
Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. 20. mars 2019 10:45
Höfðu aðeins 40 sekúndur til að afstýra stórslysi Komið hefur í ljós við endursköpun þeirra aðstæðna í flughermi sem flugmenn Lion Air þotunnar sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári stóðu frammi fyrir að þeir höfðu aðeins 40 sekúndur til þess að aftengja flugkerfið sem grunur leikur á að hafi spilað stóran þátt í flugslysinu. 26. mars 2019 22:15
Sjálfstýring fór í gang áður en eþíópíska flugvélin fórst Sami hugbúnaður er talinn hafa átt þátt í því þegar indónesísk flugvél hrapaði í hafið í haust. 29. mars 2019 13:48