Erlent

Fundu sex­tándu aldar skip við gáma­leit

Atli Ísleifsson skrifar
Leitarlið fann svo kopardiska og fleira til í skipi sem á að hafa verið um þrjátíu metrar að lengd.
Leitarlið fann svo kopardiska og fleira til í skipi sem á að hafa verið um þrjátíu metrar að lengd. EPA
Flak af sextándu aldar skipi hefur fundist við stendur eyju undan ströndum Hollands. Í tilkynningu frá hollenska vísinda- og menningarmálaráðuneytinu segir að um sé að ræða elsta skip sem nokkurn tímann hefur fundist á hollensku hafsvæði.

Flakið fannst við leit að gámum sem féllu af einu af stærstu gámaflutningaskipum heims, MSC Zoe, í óveðri í Norðursjó í byrjun janúar. Alls fóru um 270 gámar fyrir borð.

Leitarlið fann svo kopardiska og fleira til í skipsflakinu á hafsbotni sem á að hafa verið um þrjátíu metrar að lengd.

Vísindamenn hafa aldursgreint timbrið sem fannst í skipinu og telja það vera frá 1536. Á kopardiskunum er að finna skjaldamerki Fugger-fjölskyldunnar sem var ein valdamesta fjölskylda Evrópu á sextándu öld, en hún auðgaðist mikið á koparviðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×