Erlent

Bráðabirgðaforseti Alsír kjörinn af þinginu á þriðjudag

Andri Eysteinsson skrifar
Mótmælendur fögnuðu afsögn Bouteflika á götum Algeirsborgar síðasta þriðjudag.
Mótmælendur fögnuðu afsögn Bouteflika á götum Algeirsborgar síðasta þriðjudag. Vísir/EPA
Bráðabirgðaforseti verður kjörinn af alsírska þinginu til að taka við af Abdelaziz Bouteflika sem sagði af sér í vikunni eftir röð mótmæla gegn forsetanum sem hafði verið við völd í um 20 ár. Reuters greinir frá. Kosningin mun fara fram næsta þriðjudag.

Alsírska þingið mun skipa forseta sem mun sitja þar til að kosið verður um nýjan forseta landsins. Talið er að forseti efri deildar þingsins, Abdelkader Bensalah , muni hreppa hnossið í þetta sinn og stýri því landinu næstu þrjá mánuðina.

Óvíst er þó hvort að það sefi reiði mótmælenda en Bensalah, auk forsætisráðherrans Nouredine Bedoui og Tayeb Belaiz formaður stjórnarskrárnefndar Alsír hafa verið skotmörk mótmælenda sem þykja þremenningarnir of nána stjórn Bouteflika.

Mótmælendurnir munu vilja gjörbreyta hinu pólítíska landslagi í Alsír og líta þeir svo á að þremenningarnir séu í raun framlenging á tuttugu ára valdatíð Bouteflika.


Tengdar fréttir

Herinn gefst upp á Bouteflika

Gaid Salah, yfirmaður herafla Alsír, segir að beita þurfi 102. grein stjórnarskrár landsins til að koma forsetanum Abdelaziz Bouteflika frá völdum. Sú grein fjallar um hvað grípa skuli til bragðs ef forseti landsins er ófær um að sinna skyldum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×