TF-SIF líklega síðasta mannaða flugvél Landhelgisgæslunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 23:37 Hermes 900 dróni í eftirlitsflugi Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við. Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Landhelgisgæslan mun gera út stóran dróna frá Egilsstaðaflugvelli frá næstu mánaðarmótum. Um samstarfsverkefni Landhelginsgæslunnar, EMSA og Siglingastofnunnar Evrópu er að ræða og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Þó dróninn sé mannlaus á flugi fylgir honum fjölmenn áhöfn og munu flugmenn fljúga honum frá jörðu niðri og er stjórnað í gegnum gervitungl. Á þessu þriggja mánaða tímabili verður dróninn prófaður við löggæslu, leit- og björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.Vel búinn tækjum til eftirlits Dróninn er af gerðinni Hermes 900, vegur rúmt tonn og er með fimmtán metra vænghaf og þarf flugbraut til þess að taka á loft. Hann kemst á um hundrað og tuttugu kílómetra hraða, hefur afísingarbúnað en auk þess er hann búinn myndavélum, hitamyndavél, radar auk sérstaks búnaðar sem greinir neyðarboð og sendir þau áfram til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Loftfarið er með átta hundruð kílómetra drægni og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Meginhluti samstarfsverkefnisins er fjármagnaður af EMSA sem einnig er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin útvegar dróna af þessari stærð til notkunar. Gert er ráð fyrir því að verkefninu ljúki í lok júlí í sumar en Landhelgisgæslan bindur miklar væntingar við að sjá hvernig tæki sem þetta nýtist við löggæslu, leit og björgun á hafinu umhverfis Ísland.Georg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.TF-Sif líklega síðasta mannaða flugvél gæslunnar Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar sagði, í þættinum Reykjavík síðdegis á föstudag, að áhöfnin sem fylgi drónanum komi að stjórnun hans, úrvinnslu gagna og svo framvegis. Þeirra hlutverk er einnig að kenna starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á loftafarið og undirstöðuatriðin. Gerorg segir að líklega sé flugvélin sem Landhelgisgæslan á og rekur núna síðasta mannaða flugvél gæslunnar og í framtíðinni munu ómönnuð loftför taka við.
Fréttir af flugi Landhelgisgæslan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira