Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 15:07 Barr var spurður út í Mueller-skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag eiga von á að hann birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um meint samráð framboðs Donalds Trump forseta við Rússa innan viku. Hann skýri jafnframt hvers vegna sumir hlutar skýrslunnar hafi verið ritskoðaðir. Ráðherrann hefur farið yfir skýrslu Mueller síðustu vikur með það fyrir augum að ritskoða hluta hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta opinberlega. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að fá skýrsluna óritskoðaða í hendur og öll gögn sem hún byggir á að auki. Barr var spurður út í skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag en það var í fyrsta skipti sem hann hefur setið fyrir svörum frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði, að sögn Washington Post. Sagði hann að upphaflega áætlun hans um að afhenda þinginu skýrsluna um miðjan apríl stæði. „Þetta ferli hefur gengið mjög vel fyrir sig og upphafleg tímaáætlun mín um að geta birt þetta um miðjan apríl stendur og ég tel, frá mínum sjónarhóli, innan vika, verði ég í aðstöðu til að birta skýrsluna almenningi,“ sagði Barr. Fram að þessu er það eina sem vitað er um skýrslu Mueller fjögurra blaðsíðna bréf Barr til þingsins þar sem hann dró saman niðurstöðurnar. Barr sagði að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mueller hafi ekki mælt með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar en hann hafi heldur ekki getað hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump skipaði Barr í embættið eftir að hann rak Jeff Sessions, fyrsta dómsmálaráðherra sinn, eftir þingkosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag eiga von á að hann birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um meint samráð framboðs Donalds Trump forseta við Rússa innan viku. Hann skýri jafnframt hvers vegna sumir hlutar skýrslunnar hafi verið ritskoðaðir. Ráðherrann hefur farið yfir skýrslu Mueller síðustu vikur með það fyrir augum að ritskoða hluta hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta opinberlega. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að fá skýrsluna óritskoðaða í hendur og öll gögn sem hún byggir á að auki. Barr var spurður út í skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag en það var í fyrsta skipti sem hann hefur setið fyrir svörum frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði, að sögn Washington Post. Sagði hann að upphaflega áætlun hans um að afhenda þinginu skýrsluna um miðjan apríl stæði. „Þetta ferli hefur gengið mjög vel fyrir sig og upphafleg tímaáætlun mín um að geta birt þetta um miðjan apríl stendur og ég tel, frá mínum sjónarhóli, innan vika, verði ég í aðstöðu til að birta skýrsluna almenningi,“ sagði Barr. Fram að þessu er það eina sem vitað er um skýrslu Mueller fjögurra blaðsíðna bréf Barr til þingsins þar sem hann dró saman niðurstöðurnar. Barr sagði að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mueller hafi ekki mælt með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar en hann hafi heldur ekki getað hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump skipaði Barr í embættið eftir að hann rak Jeff Sessions, fyrsta dómsmálaráðherra sinn, eftir þingkosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21