Upptökur gefa í skyn að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á vandanum Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2019 10:45 Það gæti tekið lengri tíma en áður hefur verið talið að fá flugvélarnar sem um ræðir aftur í loftið. AP/Ted S. Warren Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust í október við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Þeir runnu þó út á tíma og flugvélin brotlenti í Jöfuhafi svo 189 manns létu lífið. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir þremur heimildarmönnum sínum sem heyrt hafa upptökur úr flugritum flugvélarinnar.Önnur flugvél af sömu gerð brotlenti í Eþíópíu fyrir skömmu og í kjölfar þessa hafa allar 737 MAX 8 og 9 flugvélar Boeing verið kyrrsettar. Rannsakendur flugslyssins í Indónesíu skoða nú af hverju sjálfstýring flugvélarinnar lækkaði flugið vegna gallaðs skynjara og hvort að flugmennirnir hafi hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við neyðartilfellinu. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Virðast ekki hafa áttað sig á vandanum Um er að ræða nýtt kerfi í flugvélum Boeing sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris. Það kallast Maneuvering Characteristics Augmentation System eða MCAS. Einn heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á því stýrisstillarnir hefðu verið færðir aftur, sem setur þotuna í dýfu. „Þeir hugsuðu bara út í hraða og hæð. Það var það eina sem þeir töluðu um,“ sagði heimildarmaðurinn. Boeing segir ferli til staðar sem nota megi til að bregðast við þessu ástandi og í bráðabirgðaniðurstöðum rannsakenda flugslyssins segir að aðrir flugmenn á sömu vél hafi lent í sömu vandræðum kvöldið áður og en þeir hafi brugðist við því og komist hjá slysi. Þeir hafi þó ekki látið næstu áhöfn flugvélarinnar vita af því. Heimildarmennirnir segja flugmennina hafa verið rólega á meðan á þessu stóð. Skömmu áður en flugvélin brotlenti þagði flugstjórinn, sem var frá Indlandi, en flugmaðurinn, sem var frá Indónesíu, biðlaði til guðs.Skoðuðu kerfið ekki sérstaklega Engar niðurstöður hafa verið opinberaðar í rannsókninni á flugslysinu í Eþíópíu að öðru leyti en að rannsakendur og fleiri segja skýr líkindi með flugslysunum tveimur. Boeing vinnur nú að því að uppfæra hugbúnað flugvélanna svo MCAS-kerfið geti í raun ekki tekið yfir stjórn þeirra. Forsvarsmenn Boeing vonast til þess að flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, gefi grænt ljós á uppfærsluna í lok mánaðarins. Leiðtogar í Evrópu og víðar hafa hins vegar sagt að kyrrsetningu flugvélanna verði ekki aflétt fyrr en flugmálayfirvöld þeirra ríkja sem um ræðir hafi framkvæmt eigin rannsókn á uppfærslunni. Elain L. Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað innra eftirliti FAA að rannsaka vottunarferli stofnunarinnar. New York Times segir að þegar starfsmenn FAA hafi vottað farþegaþoturnar hafi þeir ekki skoðað MCAS-kerfið sérstaklega. Þá var 737 MAX fyrsta flugvélin sem FAA vottaði samkvæmt nýjum reglum sem veittu framleiðendum meira vald varðandi vottunarferlið.Samkvæmt Seattle Times hefur Boeing lengi reitt sig á gæðastimpil FAA og hafa önnur ríki fylgt því eftir. Þessar nýjustu vendingar eru til marks um að það sé að breytast og að það gæti tekið Boeing lengri tíma en áður hefur verið talið að koma flugvélunum aftur í loftið. Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en "allar upplýsingar liggja formlega fyrir“. 18. mars 2019 13:45 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. 14. mars 2019 22:45 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Flugmenn Lion Air Boeing 737 MAX frá Indónesíu börðust í október við sjálfstýringu flugvélarinnar og flettu bæklingum til að reyna að komast til botns í því af hverju flugvél þeirra lækkaði flugið. Þeir runnu þó út á tíma og flugvélin brotlenti í Jöfuhafi svo 189 manns létu lífið. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir þremur heimildarmönnum sínum sem heyrt hafa upptökur úr flugritum flugvélarinnar.Önnur flugvél af sömu gerð brotlenti í Eþíópíu fyrir skömmu og í kjölfar þessa hafa allar 737 MAX 8 og 9 flugvélar Boeing verið kyrrsettar. Rannsakendur flugslyssins í Indónesíu skoða nú af hverju sjálfstýring flugvélarinnar lækkaði flugið vegna gallaðs skynjara og hvort að flugmennirnir hafi hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við neyðartilfellinu. Einungis tveimur mínútum eftir að þeir tóku á loft tilkynntu flugmennirnir að þeir ættu í vandræðum með að stýra flugvélinni, án þess þó að taka fram nákvæmlega hvert vandamálið væri. Næstu níu mínúturnar varaði tölvukerfi farþegaþoturnar flugmennina við því að þotan væri í ofrisi og lækkaði hún nef hennar. Á meðan flugstjórinn reyndi að hækka flugið, lækkaði sjálfstýringin flugið með stýristillum flugvélarinnar.Virðast ekki hafa áttað sig á vandanum Um er að ræða nýtt kerfi í flugvélum Boeing sem ætlað er að koma í veg fyrir ofris. Það kallast Maneuvering Characteristics Augmentation System eða MCAS. Einn heimildarmaður Reuters segir að svo virðist sem að flugmennirnir hafi ekki áttað sig á því stýrisstillarnir hefðu verið færðir aftur, sem setur þotuna í dýfu. „Þeir hugsuðu bara út í hraða og hæð. Það var það eina sem þeir töluðu um,“ sagði heimildarmaðurinn. Boeing segir ferli til staðar sem nota megi til að bregðast við þessu ástandi og í bráðabirgðaniðurstöðum rannsakenda flugslyssins segir að aðrir flugmenn á sömu vél hafi lent í sömu vandræðum kvöldið áður og en þeir hafi brugðist við því og komist hjá slysi. Þeir hafi þó ekki látið næstu áhöfn flugvélarinnar vita af því. Heimildarmennirnir segja flugmennina hafa verið rólega á meðan á þessu stóð. Skömmu áður en flugvélin brotlenti þagði flugstjórinn, sem var frá Indlandi, en flugmaðurinn, sem var frá Indónesíu, biðlaði til guðs.Skoðuðu kerfið ekki sérstaklega Engar niðurstöður hafa verið opinberaðar í rannsókninni á flugslysinu í Eþíópíu að öðru leyti en að rannsakendur og fleiri segja skýr líkindi með flugslysunum tveimur. Boeing vinnur nú að því að uppfæra hugbúnað flugvélanna svo MCAS-kerfið geti í raun ekki tekið yfir stjórn þeirra. Forsvarsmenn Boeing vonast til þess að flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, gefi grænt ljós á uppfærsluna í lok mánaðarins. Leiðtogar í Evrópu og víðar hafa hins vegar sagt að kyrrsetningu flugvélanna verði ekki aflétt fyrr en flugmálayfirvöld þeirra ríkja sem um ræðir hafi framkvæmt eigin rannsókn á uppfærslunni. Elain L. Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað innra eftirliti FAA að rannsaka vottunarferli stofnunarinnar. New York Times segir að þegar starfsmenn FAA hafi vottað farþegaþoturnar hafi þeir ekki skoðað MCAS-kerfið sérstaklega. Þá var 737 MAX fyrsta flugvélin sem FAA vottaði samkvæmt nýjum reglum sem veittu framleiðendum meira vald varðandi vottunarferlið.Samkvæmt Seattle Times hefur Boeing lengi reitt sig á gæðastimpil FAA og hafa önnur ríki fylgt því eftir. Þessar nýjustu vendingar eru til marks um að það sé að breytast og að það gæti tekið Boeing lengri tíma en áður hefur verið talið að koma flugvélunum aftur í loftið.
Bandaríkin Boeing Eþíópía Fréttir af flugi Indónesía Tengdar fréttir Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18 Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en "allar upplýsingar liggja formlega fyrir“. 18. mars 2019 13:45 Hugbúnaðaruppfærslan á lokametrunum Forstjóri Boeing sendir frá sér yfirlýsingu. 17. mars 2019 23:29 Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. 14. mars 2019 22:45 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Flugriti vélarinnar sýnir líkindi með slysinu í Indónesíu Gögn úr flugrita flugvélar Ethiopian Airlines sem hrapaði fyrir viku síðan sýna fram á líkindi með flugslysinu í Indónesíu sem átti sér stað í október í fyrra. 17. mars 2019 18:18
Segja ekki tímabært að ræða áhrif flugbannsins Ekki er tímabært fyrir Icelandair að ræða áhrif flugbannsins á Boeing 737 MAX 8 flugvélarnar á rekstur félagsins fyrr en "allar upplýsingar liggja formlega fyrir“. 18. mars 2019 13:45
Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. 14. mars 2019 22:45
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00