Fótbolti

Laugardalsvöllur er á ótrúlegu markakorti Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo í landsleik á móti Ísland, ekki reyndar á Laugardalsvelli heldur í Saint-Etienne á EM 2016.
Cristiano Ronaldo í landsleik á móti Ísland, ekki reyndar á Laugardalsvelli heldur í Saint-Etienne á EM 2016. Getty/Chris Brunskill
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur skorað hvar sem hann hefur komið og með hvaða liði sem hann hefur spilað.

Ronaldo hefur skorað 597 mörk í 799 leikjum fyrir félögin sín og 85 mörk í 156 landsleikjum fyrir Portúgal.

Mörkin hans hafa skilað félögum hans fjölda titla og koma eða brotthvarf hans hefur mikil áhrif eins og sjá má á Real Madrid og Juventus í vetur.

Fólkið á NSS Magazine hefur tekið saman hvar Cristiano Ronaldo hefur skorað mörkin sín og sett það upp á landakort. Þetta markakort Cristiano Ronaldo sýnir vel hversu víða þessi 34 ára gamli Potúgali hefur skorað í heiminum.



Þarna eru tekin inn mörkin sem CR7 hefur skorað fyrir Sporting Lissabon, Manchester United, Real Madrid, Juventus og portúgalska landsliðið.

Laugardalsvöllur er líka á þessu ótrúlegu markakorti Cristiano Ronaldo en hann skoraði fyrir portúgalska landsliðið í leik á móti Íslandi í undankeppni EM 12. október 2011. Markið kom með skoti beint úr aukaspyrnu á 3. mínútu leiksins.

Ronaldo á enn eftir að skora í Afríku, Norður-Ameríku og Eyjaálfu en hefur að sjálfsögðu skorað flest mörkin sín í Evrópu.

Hér fyrir neðan má sjá tvö af kortum NSS Magazine, annað af öllum heiminum en hitt af Evrópu. Markið á Laugardalsvellinum sker sig úr á þeim báðum.

Skjámynd/NSS Magazine
Skjámynd/NSS Magazine



Fleiri fréttir

Sjá meira


×