Ellefu hundruð missa vinnuna hjá WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 10:07 Vinnumálastofnun hefur virkjað viðbragðsteymi eftir að WOW air hætti starfsemi að fullu. Vísir/Vilhelm Ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar hafa fundað í allan morgun vegna stöðunnar sem upp er komin og búið sé að mynda viðbragðsteymi vegna þessara fregna. Hún segir helsta forgangsmál Vinnumálastofnunar að þjónusta það starfsfólk sem hafi misst vinnuna vegna þessa. Hún segir Vinnumálastofnun hafa upplýsingar um að 1.100 manns hafi starfað hjá WOW air. Síðan sé óljóst hversu margir til viðbótar muni vinna vissa vinnuna sem störfuðu hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu WOW Air. Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynning um hópuppsögn frá WOW air en Unnur segist vita til þess að starfsmenn WOW séu á fundi með stjórnendum fyrirtækisins.Vinnumálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessara fregna: Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist. Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska. Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Ellefu hundruð manns munu missa vinnuna hjá WOW air eftir að flugfélagið tilkynnti að það hefði hætt starfsemi að fullu. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar hafa fundað í allan morgun vegna stöðunnar sem upp er komin og búið sé að mynda viðbragðsteymi vegna þessara fregna. Hún segir helsta forgangsmál Vinnumálastofnunar að þjónusta það starfsfólk sem hafi misst vinnuna vegna þessa. Hún segir Vinnumálastofnun hafa upplýsingar um að 1.100 manns hafi starfað hjá WOW air. Síðan sé óljóst hversu margir til viðbótar muni vinna vissa vinnuna sem störfuðu hjá fyrirtækjum sem þjónustuðu WOW Air. Vinnumálastofnun hafi ekki borist tilkynning um hópuppsögn frá WOW air en Unnur segist vita til þess að starfsmenn WOW séu á fundi með stjórnendum fyrirtækisins.Vinnumálastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessara fregna: Vinnumálastofnun vekur athygli á að þeir sem hafa starfað hjá WOW air geta sótt um atvinnuleysisbætur á heimasíðu stofnunarinnar. Áætlað er að afgreiðsla umsókna taki fjórar til sex vikur eftir að öll gögn hafa borist. Vinnumálastofnun hvetur fólk til að hefja umsóknarferlið sem fyrst þar sem atvinnuleysisbætur eru greiddar frá þeim degi sem umsókn berst.Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum vmst.is.Ef félagið verður tekið til gjaldþrotaskipta þarf fólk að hafa samband við stéttarfélag sitt eða lögmann og fá aðstoð við að lýsa kröfu í væntanlegt bú. Ekki er greitt úr Ábyrgðasjóði launa fyrr en í fyrsta lagi eftir að kröfu hefur verið lýst og skiptastjóri hefur samþykkt kröfuna.Á morgun föstudaginn 29. mars verður opið á þjónustuskrifstofum Vinnumálastofnunar í Kringlunni 1, í Reykjavík og Krossmóum 4 í Reykjanesbæ, á milli klukkan 13 og 16 fyrir starfsfólk WOW air sem þarfnast frekari upplýsinga en fram koma á vefnum. Jafnframt er aðstoðað við umsókn um atvinnuleysisbætur fyrir þá sem þess óska.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira