Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 20:42 Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Vísir/Vilhelm Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi. Zainab er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla en hún er frá Afganistan og kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs. Fjölskylda hennar fékk þær upplýsingar í vikunni að þau fengju ekki dvalarleyfi og verða send aftur til Grikklands þar sem þau voru í flóttamannabúðum. Í ályktun frá ráðinu segir að þó Zainab sé eingöngu 14 ára gömul hafi hún þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur eigi að þurfa að ganga í gegnum. „Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi,“ segir í ályktuninni. Zainab, móðir hennar Shahnaz og bróðir hennar Amir voru í viðtali við Stundina, sem birt var í dag, þar sem þau lýstu ferðalagi sínu frá Íran til Grikklands og sögðu frá því hve slæmar aðstæðurnar í Grikklandi væru. Þau sögðust búast við því að enda á götunni í Grikklandi.Undir ályktun réttindaráðsins skrifa þau; Sindri Bjarkason í 10.DH, Elín Sara Richter í 10.EKH, Freyja Kristinsdóttir í 9.SMV, Jóhanna Helga Ingadóttir í 9.SMV, Svava Ljósbrá Skagfjörð í 8.AHO, Svanbjörn Orri Thoroddsen í 8.SÓ, Ómar Örn Magnússon – kennari, Vilborg Guðrún Sigurðardóttir – kennari, Sigríður Nanna Heimisdóttir – deildarstjóri og María Rán Guðjónsdóttir – foreldri.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Reykjavík Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira