Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Peralada skrifar 18. mars 2019 19:00 Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Sjá meira
Birkir Bjarnason var í hópi þeirra leikmanna sem tóku þátt í fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í undirbúningi þess fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2020. Ísland mætir Andorra á föstudag og svo heimsmeisturum Frakka á mánudag. Landsliðshópurinn kom saman í Peralada á Spáni í dag og þeir leikmenn sem voru komnir og gátu æfðu saman í þessum litla bæ í norðausturhluta Spánar, skammt frá Girona. „Ég er mjög spenntur. Það er gott að koma aftur saman, komast í góðar aðstæður og gott veður,“ sagði Birkir í samtali við Vísi eftir æfinguna nú síðdegis. Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland freistar þess nú að komast á sitt þriðja stórmót í röð en eftir frábært gengi strákanna síðustu ár hafa síðustu mánuðir verið erfiðir. Erik Hamren, sem var ráðinn landsliðsþjálfari eftir HM síðasta sumar, hefur enn ekki unnið leik með íslenska landsliðinu. „Við erum alls ekki ánægðir með 2018. En það vita allir í þessum hópi hvað við getum og við ætlum okkur að gera betur. Við viljum sýna að við erum betri en þetta,“ sagði Birkir ákveðinn en hver er besta leiðin til þess? „Fara aftur í grunninn. Gera þetta einfalt. Það er það sem hefur gefið okkur góð úrslit áður,“ sagði Birkir. Áður en að Ísland mætir heimsmeisturum Frakklands í París á mánudag þurfa strákarnir okkar að kljást við Andorra á föstudag. Það er leikur sem öllu jöfnu íslenska landsliðið ætti að vinna en það er ekkert gefið í þeim efnum. „Við erum búnir að fá að heyra og vita hvernig andstæðingur þetta er. Ég held að við þurfum að vera undirbúnir fyrir allskonar, sérstaklega þetta gervigras. En ég held að það séu allir klárir,“ sagði Birkir.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Sjá meira