Segir gæðin aðeins munu aukast með innflutningi á fersku erlendu kjöti Ari Brynjólfsson skrifar 7. mars 2019 06:38 Verði frumvarpið að lögum má flytja ferskt kjöt til landsins. vísir/getty Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. Þetta segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvöruheildverslunarinnar Innness, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið er þegar byrjað að setja sig í stellingar fyrir innflutning á fersku kjöti til landsins, en ef væntanlegt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra verður að lögum má hefja innflutning í september næstkomandi. „Það er eftirspurn á markaðnum eftir því. Ég held að við byrjum á því að f lytja inn nautakjöt, kjöt fyrir veitingamarkaðinn og steikur sem hafa ekki verið mikið í boði. Við erum þá að tala um vöru sem er í hærri gæðaflokki af því að hún er fersk,“ segir Magnús Óli. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna er meirihluti landsmanna á móti því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum. Hafa margir viðrað áhyggjur af því að fjölónæmar bakteríur berist til landsins í meiri mæli en áður. Hingað til lands er flutt inn mikið magn af frosnu kjöti, nam það tæplega þremur þúsundum tonna í fyrra, sem var þó talsverður samdráttur frá því árinu áður. Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að frysting hefði engin áhrif á fjölónæmar bakteríur, það eina sem 30 daga frystiskyldan gerði væri að minnka magn kampýlóbakter, bakteríu sem finnst helst í alifuglakjöti og drepst þegar kjötið er fulleldað. Hún tók það jafnframt fram að aukinn innflutningur í sjálfu sér auki líkurnar á að fjölónæmar bakteríur berist í mannfólk. Magnús Óli segir erfitt að sjá fyrir hvort innflutningur á kjöti muni aukast eða hvort ferska kjötið komi að einhverju leyti í staðinn fyrir það frosna. „Svo eigum við líka eftir að sjá hvað innanlandsmarkaðurinn gerir, þeir hafa áfram tollverndina. Það er spurning hvort þeir muni leggja meiri áherslu á að mæta eftirspurn eða hvort þeir leggi meiri áherslu á mjólkurafurðir til að flytja út.“ Varðandi heilbrigðissjónarmiðin segir Magnús Óli alltaf þurfa að tryggja að matvara uppfylli öll skilyrði. „Ég get bara talað fyrir okkur, en við stundum bara viðskipti við viðurkennda aðila og það myndi valda álitshnekki ef kjötið uppfyllir ekki öll heilbrigðisskilyrði.“ Hann gagnrýnir málflutning þeirra sem tala fyrir því að hefta innflutning, það sé ekki verið að slá af neinum heilbrigðiskröfum, aðeins sé verið að bjóða landsmönnum upp á meiri gæði. „Það er talað sýknt og heilagt um að loka landinu en á sama tíma er verið að bjóða ferðamönnum að skoða tómataræktun og inn á bóndabæi til að skoða búfénað. Það er enginn að spyrja hvar viðkomandi var í gær. Nú rís upp hópur af fólki með áhyggjur af innflutningi á kjöti. Ef áhyggjurnar eru svona miklar af hverju er þá ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir smit af völdum ferðamanna?“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Það myndi valda álitshnekki ef óheilbrigt kjöt berst hingað til lands, með því að flytja inn ferskt kjöt sé aðeins verið að bjóða upp á meiri gæði, ekki slá af heilbrigðiskröfum. Þetta segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri matvöruheildverslunarinnar Innness, í samtali við Fréttablaðið. Fyrirtækið er þegar byrjað að setja sig í stellingar fyrir innflutning á fersku kjöti til landsins, en ef væntanlegt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra verður að lögum má hefja innflutning í september næstkomandi. „Það er eftirspurn á markaðnum eftir því. Ég held að við byrjum á því að f lytja inn nautakjöt, kjöt fyrir veitingamarkaðinn og steikur sem hafa ekki verið mikið í boði. Við erum þá að tala um vöru sem er í hærri gæðaflokki af því að hún er fersk,“ segir Magnús Óli. Samkvæmt könnun Zenter rannsókna er meirihluti landsmanna á móti því að slakað verði á reglum um innflutning á ferskum matvælum. Hafa margir viðrað áhyggjur af því að fjölónæmar bakteríur berist til landsins í meiri mæli en áður. Hingað til lands er flutt inn mikið magn af frosnu kjöti, nam það tæplega þremur þúsundum tonna í fyrra, sem var þó talsverður samdráttur frá því árinu áður. Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að frysting hefði engin áhrif á fjölónæmar bakteríur, það eina sem 30 daga frystiskyldan gerði væri að minnka magn kampýlóbakter, bakteríu sem finnst helst í alifuglakjöti og drepst þegar kjötið er fulleldað. Hún tók það jafnframt fram að aukinn innflutningur í sjálfu sér auki líkurnar á að fjölónæmar bakteríur berist í mannfólk. Magnús Óli segir erfitt að sjá fyrir hvort innflutningur á kjöti muni aukast eða hvort ferska kjötið komi að einhverju leyti í staðinn fyrir það frosna. „Svo eigum við líka eftir að sjá hvað innanlandsmarkaðurinn gerir, þeir hafa áfram tollverndina. Það er spurning hvort þeir muni leggja meiri áherslu á að mæta eftirspurn eða hvort þeir leggi meiri áherslu á mjólkurafurðir til að flytja út.“ Varðandi heilbrigðissjónarmiðin segir Magnús Óli alltaf þurfa að tryggja að matvara uppfylli öll skilyrði. „Ég get bara talað fyrir okkur, en við stundum bara viðskipti við viðurkennda aðila og það myndi valda álitshnekki ef kjötið uppfyllir ekki öll heilbrigðisskilyrði.“ Hann gagnrýnir málflutning þeirra sem tala fyrir því að hefta innflutning, það sé ekki verið að slá af neinum heilbrigðiskröfum, aðeins sé verið að bjóða landsmönnum upp á meiri gæði. „Það er talað sýknt og heilagt um að loka landinu en á sama tíma er verið að bjóða ferðamönnum að skoða tómataræktun og inn á bóndabæi til að skoða búfénað. Það er enginn að spyrja hvar viðkomandi var í gær. Nú rís upp hópur af fólki með áhyggjur af innflutningi á kjöti. Ef áhyggjurnar eru svona miklar af hverju er þá ekki gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að koma í veg fyrir smit af völdum ferðamanna?“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landbúnaður Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 „Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19 Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
„Hafið yfir vafa að innflutningurinn mun valda íslenskum landbúnaði miklu tjóni“ Bændasamtökin eru harðorð í garð landbúnaðarráðherra og ríkisstjórnarinnar vegna frumvarps um innflutning á hráu kjöti. 21. febrúar 2019 10:19
Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutningi. 6. mars 2019 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent