Valdís Þóra áfram í forystu í Ástralíu Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2019 08:00 Valdís Þóra Jónsdóttir er í stuði í Ástralíu. Getty/Mark Runnacles Valdís Þóra Jónsdóttir er áfram í efsta sæti NSW Open-mótsins í golfi sem fram fer í Ástralíu en mótið er sameiginlegt verkefni evrópsku- og áströlsku mótaraðanna. Valdís fór á kostum á fyrsta hring og spilaði á átta höggum undir pari vallarins en í nótt fór hún holurnar 18 á 70 höggum eða einu höggi undir pari og er því í heildina á níu höggum undir pari. Hún bauð upp á líflegt skorkort á öðrum hring en hún fékk fjóra fugla, einn örn og fimm skolla og paraði aðeins átta brautir. Alltaf líf og fjör í kringum Skagamærina. Eftir tvo hringi er Valdís með tveggja högga forystu á Þjóðverjann Karolin Lampert sem er sjö höggum undir pari vallarins en þær Lynn Carlsson frá Svíþjóð og Meghan Maclaren frá Englandi eru þar á eftir á sex höggum undir pari.Staðan í mótinu. Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er áfram í efsta sæti NSW Open-mótsins í golfi sem fram fer í Ástralíu en mótið er sameiginlegt verkefni evrópsku- og áströlsku mótaraðanna. Valdís fór á kostum á fyrsta hring og spilaði á átta höggum undir pari vallarins en í nótt fór hún holurnar 18 á 70 höggum eða einu höggi undir pari og er því í heildina á níu höggum undir pari. Hún bauð upp á líflegt skorkort á öðrum hring en hún fékk fjóra fugla, einn örn og fimm skolla og paraði aðeins átta brautir. Alltaf líf og fjör í kringum Skagamærina. Eftir tvo hringi er Valdís með tveggja högga forystu á Þjóðverjann Karolin Lampert sem er sjö höggum undir pari vallarins en þær Lynn Carlsson frá Svíþjóð og Meghan Maclaren frá Englandi eru þar á eftir á sex höggum undir pari.Staðan í mótinu.
Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira