Hvernig gat þetta komið fyrir okkur? Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. mars 2019 08:45 Sarah segir fjölskylduna hafa verið í gríðarlegu áfalli eftir slysið. Hún, móðir hennar og yngri bróðir og systir séu öll enn í sérfræðimeðferð til að glíma við afleiðingarnar. Grant Wagstaff hafði verið ráðinn til að ferja Beaver-sjóflugvél vestur um haf þar sem vinur hans Arngrímur Jóhannsson var að selja hana. Grant hafði ferjað þessa sömu vél til Íslands árið 2008. Arngrímur flaug hins vegar vélinni fyrsta legginn sem átti að vera úr heimabæ hans Akureyri til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga vélinni úr landi og til Minneapolis í Bandaríkjunum. Vegna skýjafars náði Arngrímur ekki að fljúga vélinni upp yfir Tröllaskaga í gegn um Öxnadal og endaði 45 mínútum eftir flugtak með því að brotlenda í Barkárdal. Grant Wagstaff komst ekki út úr flakinu og lést er eldur gaus upp. Síðar var meðal annars leitt í ljós að vélin var ofhlaðin og því þyngri en heimilt var. Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna, sem annaðist um lík Grants, starfaði kona sem kom ekkjunni Roslyn Wagstaff í samband við lögmann hjá lögmannsstofunni Opus til að sjá um ýmsa pappírsvinnu hér á landi. Nokkrum mánuðum síðar, í febrúar 2016, barst ekkjunni tilkynning um að viðkomandi lögmaður, sem reyndar er stjúpdóttir konunnar á útfararstofunni, væri farinn í barneignarfrí. Við málinu hefði tekið annar lögmaður. Var þar um að ræða 25 ára konu sem útskrifast hafði sem lögfræðingur vorið áður. „Við vissum ekki þá að Arngrímur hefði gert fjölda mistaka þennan dag,“ segir Sarah Wagstaff, elsta dóttir Grants Wagstaff. Hún gagnrýnir meðferð málsins hérlendis harðlega. Sarah segir fjölskylduna hafa verið í gríðarlegu áfalli eftir slysið. Hún, móðir hennar og yngri bróðir og systir séu öll enn í sérfræðimeðferð til að glíma við afleiðingarnar. „Ég bjó þá í Vancouver en flutti aftur til Victoria til að styðja fjölskylduna,“ segir Sarah. Hún hafi verið afar náin föður sínum sem hafi verið trúnaðarmaður hennar. Fráfall Grants hafi einnig verið geysilegt áfall fyrir föðurömmu hennar, sem missti hinn son sinn úr hjartaáfalli aðeins átta mánuðum fyrr. „Við vorum öll að bíða eftir að pabbi drægi saman seglin og settist aftur að í Kanada. Planið hjá honum var að vera með húsbíl á ströndinni og fljúga í hlutastarfi hér heima. Hann var kominn nálægt þeim tímapunkti að flytja endanlega heim,“ segir Sarah.Sagt að biðin gæti verið þrjú ár Sarah kveður lögmannsstofuna Opus hafa reynst vel varðandi flutning á líki föður hennar utan og móðir hennar hefði því fengið traust á stofunni. Fljótlega hafi fjölskyldan fengið að vita frá Opus að vegna mikilla anna hjá rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi myndi fjölskyldan þurfa að bíða í tvö til þrjú ár eftir lokaskýrslu nefndarinnar. Fyrr yrði ekki unnt að ljúka málum varðandi skaðabætur og slíkt. Reyndin er að skýrslur rannsóknarnefndar flugslysa eru ekki ætlaðar til að nota til að ákvarða sök eða ábyrgð og má ekki nota sem sönnunargagn fyrir dómstólum. Um þetta er gerður fyrirvari í skýrslum nefndarinnar. Afdrifaríkt getur hafa verið að lögmanni fjölskyldunnar hjá Opus yfirsást að skráður eigandi flugvélarinnar var ekki Arngrímur sjálfur heldur eignarhaldssjóður hjá Wells Fargo bankanum í Salt Lake City í Utah-fylki. Flugvélin var skráð í Bandaríkjunum og bar þarlenda einkennisstafi. Arngrímur var hins vegar skjólstæðingur eignarhaldssjóðsins og réð því yfir vélinni sem slíkur.Glatað tækifæri vestan hafs Þegar Sarah komst að hinu rétta varðandi eignarhaldið á sjóflugvélinni og innti lögmanninn eftir því í nóvember síðastliðnum hvort hún hefði ekki gert sér grein fyrir þessu sagði lögmaðurinn þær upplýsingar vera nýjar fyrir sér. Þvert á móti teldi hún staðfest með gögnum frá lögreglunni og rannsóknarnefnd flugslysa að að vélin hefði verið í eigu Arngríms á Íslandi. Hún hefði ekki haft neina ástæðu til að draga eignarhaldið í efa. Aðeins þarf einfalda leit á netinu til að sjá þær upplýsingar að flugvélin sem fórst og bar utan á sér bandarísku einkennisstafina N610LC var skráð eign Wells Fargo Bank í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Margar fleiri upplýsingar er um þetta atriði að hafa. Strax við skýrslutöku á Landspítalanum tíu dögum eftir slysið sagði Arngrímur lögreglu frá því að flugvélin hefði verið í eigu sjóðs í Bandaríkjunum, það væri „cover“ en að vélin væri í hans vörslu. Rannsóknarnefnd flugslysa sagði ekki í lokaskýrslu sinni að Arngrímur væri eigandi heldur skráður umráðamaður vélarinnar. Í maí 2016 tapaði Arngrímur dómsmáli í Hæstarétti Íslands þar sem rök hans fyrir því að fá felld niður aðflutningsgjöld af umræddri flugvél voru einmitt þau að vélin væri skráð erlendis og í eigu erlends aðila. Frá þessu var sagt í fjölmiðlum. Ef lögmaður fjölskyldunnar hefði komið auga á þessa staðreynd í tæka tíð hefði fjölskylda Grants Wagstaff getað höfðað skaðabótamál í Bandaríkjunum og átt þar von á margfalt hærri bótum vegna fráfalls hans ef málið ynnist. Tveggja ára fyrningarfrestur í Bandaríkjunum leið hins vegar í ágúst 2017 án þess að nokkuð væri að gert ytra. Öll sund virðast því lokuð fyrir fjölskylduna þar í landi.Strax við skýrslutöku á Landspítalanum tíu dögum eftir slysið sagði Arngrímur lögreglu frá því að flugvélin hefði verið í eigu sjóðs í Bandaríkjunum, það væri „cover“ en að vélin væri í hans vörslu.Arngrímur einn sagður tryggður Eftir að bæði skýrsla rannsóknarnefndar flugslysa og niðurstaða lögreglurannsóknar lá fyrir kveður Sarah lögmanninn hafa sagt nú í vetrarbyrjun að öll púsl væru nú komin og því loksins hægt að leggja fram kröfu á Sjóvá sem tryggði vélina sem fórst. Krafan nam 75,5 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Í svari frá Sjóvá, sem lögmaðurinn framsendi ekkjunni í desember síðastliðnum, var bótakröfu fjölskyldunnar algerlega hafnað. Tryggingin væri þannig að flugmaður og farþegar væru tryggðir og vélin sjálf. Wagstaff hafi hins vegar verið svokallaður „pilot not flying“ eða „flugmaður sem ekki er að fljúga“ samkvæmt rannsóknarnefnd flugslysa og öðrum málsgögnum. Sem slíkur hafi Grant því ekki verið tryggður. „Kemur margsinnis fram í framburðarskýrslum Arngríms að þeir hafi rætt saman og í sameiningu tekið ákvarðanir varðandi flugið fram að slysinu,“ vitnar lögmaður Sjóvár í orð hins eftirlifandi flugmanns. Samkvæmt tryggingarskírteininu er Arngrímur einn tilgreindur sérstaklega með nafni sem tryggður flugmaður. Þá náði tryggingin einnig eingöngu til einkaflugs á Íslandi. „Við lögðum of mikið traust á lögmannsstofuna en við áttum þá ekki von á að þetta yrði svona langdregin orrusta um tryggingamál,“ segir Sarah sem kveðst sjá mikið eftir að hafa ekki sjálf sett sig inn í málið í stað þess að að treysta einfaldlega lögmanninum hjá Opus.Nýútskrifaður lögfræðingur „Þegar ég las í gegn um flugslysaskýrsluna sá ég ýmsar alvarlegar villur og var mjög brugðið,“ segir Sarah. Hún hafi gert athugasemdir við störf lögmannsins hjá Opus, meðal annars fyrir að hafa ekki einu sinni haft fyrir að afla umboðs systkinanna sjálfra til að leggja fram kröfu í þeirra nafni. Lögmaðurinn hafi viðurkennt að hún hefði átt að hafa fengið umboð frá hverju og einu þeirra enda séu þau öll fullorðið fólk. Sjálf er Sarah 34 ára í dag, bróðir hennar Tyler þrítugur og systirin Claire 25 ára. „Þarna hringdu sterkar viðvörunarbjöllur hjá mér. Ég hugsaði með þér að þessi lögmaður væri ekki mjög faglegur. Alls staðar í heiminum hefði lögmaður byrjað á því að afla umboðs þeirra sem hann ætlar að starfa fyrir,“ segir Sarah. Lögmaðurinn sem um ræðir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, útskrifaðist samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Opus með BA í lögfræði í júní 2015. Hún tók við málefnum ekkju flugmannsins í febrúar 2016 er lögmaðurinn sem hafði annast málið áður fór í barnsburðarleyfi. Á þeim tímapunkti var Berglind 25 ára og hvorki komin með meistarapróf í lögum né málflutningsréttindi. Hún lauk hins vegar meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands á árinu 2017. Rætt er við Berglindi í þessari umfjöllun á síðunni hér á undan. Hún vísar ásökunum Söruh á bug „Þetta svo er hræðilegt að ég trúi þessu varla,“ segir Sarah. „Hvernig getur lögmannsstofa tekið slíkt mál að sér og falið það óreyndri manneskju? Kannski reyndi hún sitt besta en hún er of reynslulítil til að taka að sér svona flókið mál.“ Þá segir Sarah að lögmaðurinn hafi verið afar spar á að veita upplýsingar. Til dæmis hafi tekið margar tilraunir að fá hana til að segja hjá hvaða tryggingafélagi flugvélin var tryggð.Uppnám í fjölskyldunni Að því er Sarah segir hefði ekki komið til greina að viðkomandi lögfræðingur annaðist málið ef allar staðreyndir hefðu legið á borðinu fyrir fram. „Það er engin leið. Þetta mál er of mikilvægt,“ segir hún. Þótt Grant og Roslyn Wagstaff hefðu enn verið gift og bestu vinir að sögn Söruh höfðu þau skilið að borði og sæng og hann hafði starfað sem flugmaður erlendis um árabil. Einhver virðist hafa skýrt Sjóvá frá því að hjónin byggju ekki lengur saman og tryggingafélagið krafðist skýringa. „Þetta var mjög skrítið og við þurftum að huga að því hvort við börnin yrðum að vera aðskilin frá mömmu ef til frekari málareksturs kæmi,“ segir Sarah. Við þessa uppákomu hafi áreitið og sársaukinn orðið enn meiri. „Mamma komst í mikið uppnám fyrir jólin. Þetta reyndi mikið á þolrifin í okkur og ég sagði að við skyldum þá bara láta málið niður falla.“Útlitið ansi svart Lögmaðurinn hjá Opus hafði þá þegar lagt fram kröfu á Sjóvá og Sarah segir þau systkinin hafa ákveðið að bíða átekta – jafnvel þótt þau hefðu þá enn ekki veitt Opus umboð til að fara með mál þeirra. „Svo kom þessi neitun í kring um jólin og það var eins og síðasta hálmstráið fyrir mig,“ segir Sarah. Hún leitaði engu að síður til annars lögmanns á Íslandi. Eftir athugun hafi sá lögmaður sagt að hann teldi ekki nægar líkur á því að málið ynnist og hafnaði því að taka það að sér. Væri það meðal annars vegna þess að samkvæmt tryggingarskírteini flugvélarinnar hefði vélin sjálf, flugmaður og farþegar verið tryggðir en ekki „pilot not flying“ – „flugmaður sem ekki er að fljúga“ – sem Grant hefði verið talinn vera af rannsóknarnefnd flugslysa. „Útlitið er ansi svart og ég held að málinu séu eiginlega lokið fyrir okkur,“ segir Sarah sem finnst illa farið með fjölskylduna. Hún gagnrýnir harðlega að rannsóknarnefnd flugslysa skuli hafi skilgreint föður hennar sem „pilot not flying“ í fluginu. Það hafi verið Arngrímur sem flaug vélinni. Umrædd flugvél er ekki skilgreind sem tveggja flugmanna vél heldur eins flugmanns vél eins og Arngrímur sagði sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglunni.Glufa og fyrirsláttur Við yfirheyrslur hjá lögreglu kvaðst Arngrímur hafa flogið vélinni allan tímann. Hann segir að Grant hafi hins vegar sett eldsneyti á vélina fyrir brottför og reynt að koma blöndungshitara í vélinni í gagnið eftir að hún missti afl í aðdraganda brotlendingarinnar. „Þetta með „pilot not flying“ lítur einfaldlega út eins og glufa; fyrirsláttur sem er verið að nota sem afsökun fyrir að greiða ekki bætur,“ segir Sarah. „Þetta eru klikkuð rök – eins og ef þú værir í flugvél sem farþegi en sért líka flugmaður þá værir þú ábyrgur fyrir fluginu.“ Lögreglan fyrir sitt leyti sagðist „ekki geta sett fram ákveðna niðurstöðu um orsakir“ þess að flugvélin fórst en í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa segir að „mannlegir þættir hafi sátt stóran þátt í slysinu“. Nefndin segir skilgreiningu sína á Grant sem „flugmanni sem er ekki að fljúga“ – „pilot not flying“ byggjast á því að hann hafi verið ráðinn sem ferjuflugmaður fyrir flugið og bæði tekið að sér verkefni í undirbúningi flugsins og að sögn Arngríms um borð í vélinni eftir að neyðarástand var komið upp.Pabbi minn er ekkert á Íslandi „Arngrímur er valdamikill maður og miklu mikilvægari maður á Íslandi en faðir minn. Hann er eins konar flugmógúll og goðsögn fyrir Íslendingum. En pabbi minn er ekkert fyrir þeim,“ segir Sarah sem ásakar sjálfa sig fyrir andvaraleysi. „Núna finnst mér ég algerlega hafa brugðist bróður mínum og systur. Ég hefði átt að blanda mér miklu fyrr í málið og þá hefði þetta ekki farið svona.“ Að því er Sarah segir hefur Arngrímur Jóhannsson aldrei látið frá sér heyra eftir slysið þótt hann hafi átt að vera vinur föður hennar. „Við höfum ekki nokkurn tíma heyrt í Arngrími eftir slysið. Enginn hefur hringt í okkur og vottað okkur samúð vegna þessa missis,“ segir Sarah Wagstaff og er heyranlega misboðið. „Þetta tryggingarmál er hreinlega svo gróft. Við fáum ekkert sem viðurkenningu á þeim sársauka og þjáningu sem við erum að ganga í gegn um,“ heldur Sarah áfram.„Við höfum ekki nokkurn tíma heyrt í Arngrími eftir slysið. Enginn hefur hringt í okkur og vottað okkur samúð vegna þessa missis,“ segir Sarah Wagstaff og er heyranlega misboðið.Saga fyrir almenning og pabba Sarah segir að sér finnist að menn hafi nýtt sér að Wagstaff-fjölskyldan þekkir ekkert til hér á landi. „Þótt ég geti ekki sagt að ég sé undrandi þá þýðir það ekki að ég sé ekki gríðarlega vonsvikin. Það er eitthvað ekki eins og það á að vera en sennilega komumst við aldrei til botns í því. Við erum í Kanada og höfum engin sambönd á Íslandi og mér sýnist við beitt óréttlæti,“ segir hún. Þrátt fyrir að Sarah segist telja að lögmannsstofan Opus sé sek um vanrækslu í Wagstaff-málinu og að hún vildi gjarnan sjá stofuna dregna til ábyrgðar kveðst hún sjálf hvorki hafa vilja né fjárhagslegt bolmagn til að reka bótamál gegn fyrirtækinu. „Vilji minn hefur verið bugaður. Staðan er ekki auðveld fyrir okkur og við viljum bara að þetta sé yfirstaðið. En ég vil að þessi saga sé sögð fyrir almenning að heyra því þetta er ekki réttlæti. Og ég held að pabbi hefði viljað það vegna þess að við höfum ekki getað lagt hann til hvílu,“ segir Sarah.Börnin fylgja ekki ekkjunni Á síðasta ári felldi lögreglan niður sakamálarannsókn á hendur Arngrími vegna flugslyssins. Sarah segir að ekki standi heldur til af hennar hálfu að hefja málarekstur gegn Arngrími. „Í rauninni er afsökunarbeiðni allt sem við viljum frá Arngrími. Það væri nóg.“ Roslyn, ekkja Grants Wagstaff, er hins vegar ekki af baki dottin og ætlar enn að leita réttar síns. Það hyggst hún gera með aðstoð Berglindar Glóðar Garðarsdóttur hjá Opus eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sarah hefur enga trú á þjónustu Opus og vill ekki taka þá í málarekstrinum. „Hvernig gat þetta eiginlega komið fyrir fjölskyldu mína?“ spyr Sarah Wagstaff.Dóttir minnist föður síns „Ofar öllu var faðir minn afar glaðlyndur og jákvæður maður. Hann var opinn, örlátur, skapandi og skemmtilegur. Hann elskaði að ferðast og að kynna sér menningu landa sem hann heimsótti. Hann var meðalmaður vexti, ljóshærður með leiftrandi blá augu; fallegur maður hið ytra sem innra. Faðir minn var útivistarmaður og innrætti öllum börnum sínum ást á íþróttum og náttúrunni. Við lærðum öll að skíða, synda og fara í útilegur frá barnsaldri. Ein af uppáhaldsminningum mínum um föður minn var þegar við fórum ein í útilegu í Tofino, bara pabbi og ég sem var þá átta eða níu ára. Við vörðum helginni í að hjóla á stígum í skóginum, tjalda á langri sandströnd og ég fylgdist með pabba og vinum hans á brimbrettum á meðan ég lék mér með flugdreka og við hund. Fyrst og fremst var pabbi trúnaðarmaður minn og vinur, hann kenndi mér að meta lífið og fjölskylduna. 56 ára að aldri var ástríkur faðir tekinn frá okkur – alltof fljótt því það var enn svo mikið sem hann gat kennt okkur.“Berglind Glóð Garðarsdóttir.Lögmaður hafnar ásökunum Söruh Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður hjá Opus, segir það vissulega rétt að hún hafi ekki útskrifast sem lögfræðingur fyrr en vorið 2015. Hjá Opus sé það hins vegar ekki endilega þannig að einn lögmaður fari algjörlega með tiltekið mál. Allir á stofunni komi að málum og menn beri sig saman. „Í umboðinu sem Roslyn og aðrir undirrita er því beint til ákveðins lögmanns eða lögfræðings og eða til annarra innan stofunnar sem hafa sérþekkingu hverju sinni,“ segir Berglind. Í tilfelli Wagstaff-fjölskyldunnar hafi einn eigenda Opus einnig komið að málinu. Hún hafnar því fullyrðingum um að reynsluleysi hafi skemmt fyrir máli fjölskyldunnar. „Þó að það sé einhver einn í samskiptum við aðila þá er málið auðvitað unnið innan stofunnar. Það er fundað um mál og sá sem hefur besta sérþekkingu hverju sinni tekur ákvarðanir. Gögn sem send eru út eru lesin af fleiri en einum og fleiri en tveimur lögfræðingum og lögmönnum,“ útskýrir Berglind. Þá segir Berglind ekki rétt að ekki hafi verið lögð fram krafa á hendur Sjóvá fyrr en lokaskýrsla rannsóknarnefndar flugslysa lá fyrir. Krafa hafi verið lögð fram á sínum tíma á grundvelli lögregluskýrslu sem þá hafi legið fyrir. „En tryggingafélagið hafnaði því strax því að ábyrgðin hvílir ekki á hlutlægum grundvelli. En varðandi sökina fengum við neitun að sinni en að það yrði tekin aftur afstaða þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lægi fyrir,“ rekur Berglind. Þótt ekki megi nota skýrslur rannsóknarnefndarinnar í sakamálum segir Berglind annað eiga við um skaðabótamál. „Skýrsla rannsóknarnefndarinnar er ekki notuð í sakamáli gegn mönnum en það er hægt að nota hana í einkamáli,“ segir hún. Fyrir hafi legið að Sjóvá vildi bíða skýrslunnar. „Þeir myndu aldrei taka lokaákvörðun varðandi skaðabótaábyrgðina fyrr en að skýrslan lægi fyrir.“ Varðandi flugvélina segir Berglind lögmenn hjá Opus hafa vitað að vélin væri skráð í Bandaríkjunum þótt þau hafi ekki vitað að hún væri í eigu eignarhaldssjóðs í Wells Fargo bankanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt gögnum sem þau hafi fengið frá lögreglu hafi Arngrímur verið eigandinn og vélin tryggð hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. „Vélin var staðsett á Íslandi og tryggð á Íslandi þannig að við vorum í rauninni bara að sjá um málið á Íslandi. Við fáum einfaldlega upplýsingar um flugvélina, tryggingar og annað slíkt frá lögreglu,“ segir Berglind sem kveðst hafa efasemdir um að hægt hefði verið að reka mál vegna flugslyssins í Bandaríkjunum. Slysið hafi orðið á Íslandi og flugvélin; ásamt flugmanni og farþegum, verið tryggð hjá íslensku tryggingafélagi. „Okkur var falið að annast málið hér á Íslandi, varðandi íslensk lög og íslenska lögsögu og vélin var rétt tryggð samkvæmt íslenskum lögum. Við höfum séð um allt sem snýr að íslensku réttarvörslukerfi en við eru ekki sérfræðingar í bandarískum skaðabótarétti,“ bendir Berglind á. Lögmanninum sem upphaflega tók málið að sér hjá Opus hafi einungis verið falið að annast málið á Íslandi. Þá kveður Berglind lögmann Opus hafa hvatt Wagstaff-fjölskylduna til að láta kanna málið ytra. „Þeim var bent á að kanna rétt sinn þar,“ segir Berglind Glóð Garðarsdóttir. Arngrímur Jóhannsson lét ekki ná í sig í gær vegna þessarar umfjöllunar.Athugasemd: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangt nafn útfararstofu sem annaðist lík Grants. Þessu hefur nú verið breytt. Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Grant Wagstaff hafði verið ráðinn til að ferja Beaver-sjóflugvél vestur um haf þar sem vinur hans Arngrímur Jóhannsson var að selja hana. Grant hafði ferjað þessa sömu vél til Íslands árið 2008. Arngrímur flaug hins vegar vélinni fyrsta legginn sem átti að vera úr heimabæ hans Akureyri til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga vélinni úr landi og til Minneapolis í Bandaríkjunum. Vegna skýjafars náði Arngrímur ekki að fljúga vélinni upp yfir Tröllaskaga í gegn um Öxnadal og endaði 45 mínútum eftir flugtak með því að brotlenda í Barkárdal. Grant Wagstaff komst ekki út úr flakinu og lést er eldur gaus upp. Síðar var meðal annars leitt í ljós að vélin var ofhlaðin og því þyngri en heimilt var. Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna, sem annaðist um lík Grants, starfaði kona sem kom ekkjunni Roslyn Wagstaff í samband við lögmann hjá lögmannsstofunni Opus til að sjá um ýmsa pappírsvinnu hér á landi. Nokkrum mánuðum síðar, í febrúar 2016, barst ekkjunni tilkynning um að viðkomandi lögmaður, sem reyndar er stjúpdóttir konunnar á útfararstofunni, væri farinn í barneignarfrí. Við málinu hefði tekið annar lögmaður. Var þar um að ræða 25 ára konu sem útskrifast hafði sem lögfræðingur vorið áður. „Við vissum ekki þá að Arngrímur hefði gert fjölda mistaka þennan dag,“ segir Sarah Wagstaff, elsta dóttir Grants Wagstaff. Hún gagnrýnir meðferð málsins hérlendis harðlega. Sarah segir fjölskylduna hafa verið í gríðarlegu áfalli eftir slysið. Hún, móðir hennar og yngri bróðir og systir séu öll enn í sérfræðimeðferð til að glíma við afleiðingarnar. „Ég bjó þá í Vancouver en flutti aftur til Victoria til að styðja fjölskylduna,“ segir Sarah. Hún hafi verið afar náin föður sínum sem hafi verið trúnaðarmaður hennar. Fráfall Grants hafi einnig verið geysilegt áfall fyrir föðurömmu hennar, sem missti hinn son sinn úr hjartaáfalli aðeins átta mánuðum fyrr. „Við vorum öll að bíða eftir að pabbi drægi saman seglin og settist aftur að í Kanada. Planið hjá honum var að vera með húsbíl á ströndinni og fljúga í hlutastarfi hér heima. Hann var kominn nálægt þeim tímapunkti að flytja endanlega heim,“ segir Sarah.Sagt að biðin gæti verið þrjú ár Sarah kveður lögmannsstofuna Opus hafa reynst vel varðandi flutning á líki föður hennar utan og móðir hennar hefði því fengið traust á stofunni. Fljótlega hafi fjölskyldan fengið að vita frá Opus að vegna mikilla anna hjá rannsóknarnefnd flugslysa á Íslandi myndi fjölskyldan þurfa að bíða í tvö til þrjú ár eftir lokaskýrslu nefndarinnar. Fyrr yrði ekki unnt að ljúka málum varðandi skaðabætur og slíkt. Reyndin er að skýrslur rannsóknarnefndar flugslysa eru ekki ætlaðar til að nota til að ákvarða sök eða ábyrgð og má ekki nota sem sönnunargagn fyrir dómstólum. Um þetta er gerður fyrirvari í skýrslum nefndarinnar. Afdrifaríkt getur hafa verið að lögmanni fjölskyldunnar hjá Opus yfirsást að skráður eigandi flugvélarinnar var ekki Arngrímur sjálfur heldur eignarhaldssjóður hjá Wells Fargo bankanum í Salt Lake City í Utah-fylki. Flugvélin var skráð í Bandaríkjunum og bar þarlenda einkennisstafi. Arngrímur var hins vegar skjólstæðingur eignarhaldssjóðsins og réð því yfir vélinni sem slíkur.Glatað tækifæri vestan hafs Þegar Sarah komst að hinu rétta varðandi eignarhaldið á sjóflugvélinni og innti lögmanninn eftir því í nóvember síðastliðnum hvort hún hefði ekki gert sér grein fyrir þessu sagði lögmaðurinn þær upplýsingar vera nýjar fyrir sér. Þvert á móti teldi hún staðfest með gögnum frá lögreglunni og rannsóknarnefnd flugslysa að að vélin hefði verið í eigu Arngríms á Íslandi. Hún hefði ekki haft neina ástæðu til að draga eignarhaldið í efa. Aðeins þarf einfalda leit á netinu til að sjá þær upplýsingar að flugvélin sem fórst og bar utan á sér bandarísku einkennisstafina N610LC var skráð eign Wells Fargo Bank í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Margar fleiri upplýsingar er um þetta atriði að hafa. Strax við skýrslutöku á Landspítalanum tíu dögum eftir slysið sagði Arngrímur lögreglu frá því að flugvélin hefði verið í eigu sjóðs í Bandaríkjunum, það væri „cover“ en að vélin væri í hans vörslu. Rannsóknarnefnd flugslysa sagði ekki í lokaskýrslu sinni að Arngrímur væri eigandi heldur skráður umráðamaður vélarinnar. Í maí 2016 tapaði Arngrímur dómsmáli í Hæstarétti Íslands þar sem rök hans fyrir því að fá felld niður aðflutningsgjöld af umræddri flugvél voru einmitt þau að vélin væri skráð erlendis og í eigu erlends aðila. Frá þessu var sagt í fjölmiðlum. Ef lögmaður fjölskyldunnar hefði komið auga á þessa staðreynd í tæka tíð hefði fjölskylda Grants Wagstaff getað höfðað skaðabótamál í Bandaríkjunum og átt þar von á margfalt hærri bótum vegna fráfalls hans ef málið ynnist. Tveggja ára fyrningarfrestur í Bandaríkjunum leið hins vegar í ágúst 2017 án þess að nokkuð væri að gert ytra. Öll sund virðast því lokuð fyrir fjölskylduna þar í landi.Strax við skýrslutöku á Landspítalanum tíu dögum eftir slysið sagði Arngrímur lögreglu frá því að flugvélin hefði verið í eigu sjóðs í Bandaríkjunum, það væri „cover“ en að vélin væri í hans vörslu.Arngrímur einn sagður tryggður Eftir að bæði skýrsla rannsóknarnefndar flugslysa og niðurstaða lögreglurannsóknar lá fyrir kveður Sarah lögmanninn hafa sagt nú í vetrarbyrjun að öll púsl væru nú komin og því loksins hægt að leggja fram kröfu á Sjóvá sem tryggði vélina sem fórst. Krafan nam 75,5 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Í svari frá Sjóvá, sem lögmaðurinn framsendi ekkjunni í desember síðastliðnum, var bótakröfu fjölskyldunnar algerlega hafnað. Tryggingin væri þannig að flugmaður og farþegar væru tryggðir og vélin sjálf. Wagstaff hafi hins vegar verið svokallaður „pilot not flying“ eða „flugmaður sem ekki er að fljúga“ samkvæmt rannsóknarnefnd flugslysa og öðrum málsgögnum. Sem slíkur hafi Grant því ekki verið tryggður. „Kemur margsinnis fram í framburðarskýrslum Arngríms að þeir hafi rætt saman og í sameiningu tekið ákvarðanir varðandi flugið fram að slysinu,“ vitnar lögmaður Sjóvár í orð hins eftirlifandi flugmanns. Samkvæmt tryggingarskírteininu er Arngrímur einn tilgreindur sérstaklega með nafni sem tryggður flugmaður. Þá náði tryggingin einnig eingöngu til einkaflugs á Íslandi. „Við lögðum of mikið traust á lögmannsstofuna en við áttum þá ekki von á að þetta yrði svona langdregin orrusta um tryggingamál,“ segir Sarah sem kveðst sjá mikið eftir að hafa ekki sjálf sett sig inn í málið í stað þess að að treysta einfaldlega lögmanninum hjá Opus.Nýútskrifaður lögfræðingur „Þegar ég las í gegn um flugslysaskýrsluna sá ég ýmsar alvarlegar villur og var mjög brugðið,“ segir Sarah. Hún hafi gert athugasemdir við störf lögmannsins hjá Opus, meðal annars fyrir að hafa ekki einu sinni haft fyrir að afla umboðs systkinanna sjálfra til að leggja fram kröfu í þeirra nafni. Lögmaðurinn hafi viðurkennt að hún hefði átt að hafa fengið umboð frá hverju og einu þeirra enda séu þau öll fullorðið fólk. Sjálf er Sarah 34 ára í dag, bróðir hennar Tyler þrítugur og systirin Claire 25 ára. „Þarna hringdu sterkar viðvörunarbjöllur hjá mér. Ég hugsaði með þér að þessi lögmaður væri ekki mjög faglegur. Alls staðar í heiminum hefði lögmaður byrjað á því að afla umboðs þeirra sem hann ætlar að starfa fyrir,“ segir Sarah. Lögmaðurinn sem um ræðir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, útskrifaðist samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Opus með BA í lögfræði í júní 2015. Hún tók við málefnum ekkju flugmannsins í febrúar 2016 er lögmaðurinn sem hafði annast málið áður fór í barnsburðarleyfi. Á þeim tímapunkti var Berglind 25 ára og hvorki komin með meistarapróf í lögum né málflutningsréttindi. Hún lauk hins vegar meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands á árinu 2017. Rætt er við Berglindi í þessari umfjöllun á síðunni hér á undan. Hún vísar ásökunum Söruh á bug „Þetta svo er hræðilegt að ég trúi þessu varla,“ segir Sarah. „Hvernig getur lögmannsstofa tekið slíkt mál að sér og falið það óreyndri manneskju? Kannski reyndi hún sitt besta en hún er of reynslulítil til að taka að sér svona flókið mál.“ Þá segir Sarah að lögmaðurinn hafi verið afar spar á að veita upplýsingar. Til dæmis hafi tekið margar tilraunir að fá hana til að segja hjá hvaða tryggingafélagi flugvélin var tryggð.Uppnám í fjölskyldunni Að því er Sarah segir hefði ekki komið til greina að viðkomandi lögfræðingur annaðist málið ef allar staðreyndir hefðu legið á borðinu fyrir fram. „Það er engin leið. Þetta mál er of mikilvægt,“ segir hún. Þótt Grant og Roslyn Wagstaff hefðu enn verið gift og bestu vinir að sögn Söruh höfðu þau skilið að borði og sæng og hann hafði starfað sem flugmaður erlendis um árabil. Einhver virðist hafa skýrt Sjóvá frá því að hjónin byggju ekki lengur saman og tryggingafélagið krafðist skýringa. „Þetta var mjög skrítið og við þurftum að huga að því hvort við börnin yrðum að vera aðskilin frá mömmu ef til frekari málareksturs kæmi,“ segir Sarah. Við þessa uppákomu hafi áreitið og sársaukinn orðið enn meiri. „Mamma komst í mikið uppnám fyrir jólin. Þetta reyndi mikið á þolrifin í okkur og ég sagði að við skyldum þá bara láta málið niður falla.“Útlitið ansi svart Lögmaðurinn hjá Opus hafði þá þegar lagt fram kröfu á Sjóvá og Sarah segir þau systkinin hafa ákveðið að bíða átekta – jafnvel þótt þau hefðu þá enn ekki veitt Opus umboð til að fara með mál þeirra. „Svo kom þessi neitun í kring um jólin og það var eins og síðasta hálmstráið fyrir mig,“ segir Sarah. Hún leitaði engu að síður til annars lögmanns á Íslandi. Eftir athugun hafi sá lögmaður sagt að hann teldi ekki nægar líkur á því að málið ynnist og hafnaði því að taka það að sér. Væri það meðal annars vegna þess að samkvæmt tryggingarskírteini flugvélarinnar hefði vélin sjálf, flugmaður og farþegar verið tryggðir en ekki „pilot not flying“ – „flugmaður sem ekki er að fljúga“ – sem Grant hefði verið talinn vera af rannsóknarnefnd flugslysa. „Útlitið er ansi svart og ég held að málinu séu eiginlega lokið fyrir okkur,“ segir Sarah sem finnst illa farið með fjölskylduna. Hún gagnrýnir harðlega að rannsóknarnefnd flugslysa skuli hafi skilgreint föður hennar sem „pilot not flying“ í fluginu. Það hafi verið Arngrímur sem flaug vélinni. Umrædd flugvél er ekki skilgreind sem tveggja flugmanna vél heldur eins flugmanns vél eins og Arngrímur sagði sjálfur í skýrslutöku hjá lögreglunni.Glufa og fyrirsláttur Við yfirheyrslur hjá lögreglu kvaðst Arngrímur hafa flogið vélinni allan tímann. Hann segir að Grant hafi hins vegar sett eldsneyti á vélina fyrir brottför og reynt að koma blöndungshitara í vélinni í gagnið eftir að hún missti afl í aðdraganda brotlendingarinnar. „Þetta með „pilot not flying“ lítur einfaldlega út eins og glufa; fyrirsláttur sem er verið að nota sem afsökun fyrir að greiða ekki bætur,“ segir Sarah. „Þetta eru klikkuð rök – eins og ef þú værir í flugvél sem farþegi en sért líka flugmaður þá værir þú ábyrgur fyrir fluginu.“ Lögreglan fyrir sitt leyti sagðist „ekki geta sett fram ákveðna niðurstöðu um orsakir“ þess að flugvélin fórst en í skýrslu rannsóknarnefndar flugslysa segir að „mannlegir þættir hafi sátt stóran þátt í slysinu“. Nefndin segir skilgreiningu sína á Grant sem „flugmanni sem er ekki að fljúga“ – „pilot not flying“ byggjast á því að hann hafi verið ráðinn sem ferjuflugmaður fyrir flugið og bæði tekið að sér verkefni í undirbúningi flugsins og að sögn Arngríms um borð í vélinni eftir að neyðarástand var komið upp.Pabbi minn er ekkert á Íslandi „Arngrímur er valdamikill maður og miklu mikilvægari maður á Íslandi en faðir minn. Hann er eins konar flugmógúll og goðsögn fyrir Íslendingum. En pabbi minn er ekkert fyrir þeim,“ segir Sarah sem ásakar sjálfa sig fyrir andvaraleysi. „Núna finnst mér ég algerlega hafa brugðist bróður mínum og systur. Ég hefði átt að blanda mér miklu fyrr í málið og þá hefði þetta ekki farið svona.“ Að því er Sarah segir hefur Arngrímur Jóhannsson aldrei látið frá sér heyra eftir slysið þótt hann hafi átt að vera vinur föður hennar. „Við höfum ekki nokkurn tíma heyrt í Arngrími eftir slysið. Enginn hefur hringt í okkur og vottað okkur samúð vegna þessa missis,“ segir Sarah Wagstaff og er heyranlega misboðið. „Þetta tryggingarmál er hreinlega svo gróft. Við fáum ekkert sem viðurkenningu á þeim sársauka og þjáningu sem við erum að ganga í gegn um,“ heldur Sarah áfram.„Við höfum ekki nokkurn tíma heyrt í Arngrími eftir slysið. Enginn hefur hringt í okkur og vottað okkur samúð vegna þessa missis,“ segir Sarah Wagstaff og er heyranlega misboðið.Saga fyrir almenning og pabba Sarah segir að sér finnist að menn hafi nýtt sér að Wagstaff-fjölskyldan þekkir ekkert til hér á landi. „Þótt ég geti ekki sagt að ég sé undrandi þá þýðir það ekki að ég sé ekki gríðarlega vonsvikin. Það er eitthvað ekki eins og það á að vera en sennilega komumst við aldrei til botns í því. Við erum í Kanada og höfum engin sambönd á Íslandi og mér sýnist við beitt óréttlæti,“ segir hún. Þrátt fyrir að Sarah segist telja að lögmannsstofan Opus sé sek um vanrækslu í Wagstaff-málinu og að hún vildi gjarnan sjá stofuna dregna til ábyrgðar kveðst hún sjálf hvorki hafa vilja né fjárhagslegt bolmagn til að reka bótamál gegn fyrirtækinu. „Vilji minn hefur verið bugaður. Staðan er ekki auðveld fyrir okkur og við viljum bara að þetta sé yfirstaðið. En ég vil að þessi saga sé sögð fyrir almenning að heyra því þetta er ekki réttlæti. Og ég held að pabbi hefði viljað það vegna þess að við höfum ekki getað lagt hann til hvílu,“ segir Sarah.Börnin fylgja ekki ekkjunni Á síðasta ári felldi lögreglan niður sakamálarannsókn á hendur Arngrími vegna flugslyssins. Sarah segir að ekki standi heldur til af hennar hálfu að hefja málarekstur gegn Arngrími. „Í rauninni er afsökunarbeiðni allt sem við viljum frá Arngrími. Það væri nóg.“ Roslyn, ekkja Grants Wagstaff, er hins vegar ekki af baki dottin og ætlar enn að leita réttar síns. Það hyggst hún gera með aðstoð Berglindar Glóðar Garðarsdóttur hjá Opus eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sarah hefur enga trú á þjónustu Opus og vill ekki taka þá í málarekstrinum. „Hvernig gat þetta eiginlega komið fyrir fjölskyldu mína?“ spyr Sarah Wagstaff.Dóttir minnist föður síns „Ofar öllu var faðir minn afar glaðlyndur og jákvæður maður. Hann var opinn, örlátur, skapandi og skemmtilegur. Hann elskaði að ferðast og að kynna sér menningu landa sem hann heimsótti. Hann var meðalmaður vexti, ljóshærður með leiftrandi blá augu; fallegur maður hið ytra sem innra. Faðir minn var útivistarmaður og innrætti öllum börnum sínum ást á íþróttum og náttúrunni. Við lærðum öll að skíða, synda og fara í útilegur frá barnsaldri. Ein af uppáhaldsminningum mínum um föður minn var þegar við fórum ein í útilegu í Tofino, bara pabbi og ég sem var þá átta eða níu ára. Við vörðum helginni í að hjóla á stígum í skóginum, tjalda á langri sandströnd og ég fylgdist með pabba og vinum hans á brimbrettum á meðan ég lék mér með flugdreka og við hund. Fyrst og fremst var pabbi trúnaðarmaður minn og vinur, hann kenndi mér að meta lífið og fjölskylduna. 56 ára að aldri var ástríkur faðir tekinn frá okkur – alltof fljótt því það var enn svo mikið sem hann gat kennt okkur.“Berglind Glóð Garðarsdóttir.Lögmaður hafnar ásökunum Söruh Berglind Glóð Garðarsdóttir, lögmaður hjá Opus, segir það vissulega rétt að hún hafi ekki útskrifast sem lögfræðingur fyrr en vorið 2015. Hjá Opus sé það hins vegar ekki endilega þannig að einn lögmaður fari algjörlega með tiltekið mál. Allir á stofunni komi að málum og menn beri sig saman. „Í umboðinu sem Roslyn og aðrir undirrita er því beint til ákveðins lögmanns eða lögfræðings og eða til annarra innan stofunnar sem hafa sérþekkingu hverju sinni,“ segir Berglind. Í tilfelli Wagstaff-fjölskyldunnar hafi einn eigenda Opus einnig komið að málinu. Hún hafnar því fullyrðingum um að reynsluleysi hafi skemmt fyrir máli fjölskyldunnar. „Þó að það sé einhver einn í samskiptum við aðila þá er málið auðvitað unnið innan stofunnar. Það er fundað um mál og sá sem hefur besta sérþekkingu hverju sinni tekur ákvarðanir. Gögn sem send eru út eru lesin af fleiri en einum og fleiri en tveimur lögfræðingum og lögmönnum,“ útskýrir Berglind. Þá segir Berglind ekki rétt að ekki hafi verið lögð fram krafa á hendur Sjóvá fyrr en lokaskýrsla rannsóknarnefndar flugslysa lá fyrir. Krafa hafi verið lögð fram á sínum tíma á grundvelli lögregluskýrslu sem þá hafi legið fyrir. „En tryggingafélagið hafnaði því strax því að ábyrgðin hvílir ekki á hlutlægum grundvelli. En varðandi sökina fengum við neitun að sinni en að það yrði tekin aftur afstaða þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lægi fyrir,“ rekur Berglind. Þótt ekki megi nota skýrslur rannsóknarnefndarinnar í sakamálum segir Berglind annað eiga við um skaðabótamál. „Skýrsla rannsóknarnefndarinnar er ekki notuð í sakamáli gegn mönnum en það er hægt að nota hana í einkamáli,“ segir hún. Fyrir hafi legið að Sjóvá vildi bíða skýrslunnar. „Þeir myndu aldrei taka lokaákvörðun varðandi skaðabótaábyrgðina fyrr en að skýrslan lægi fyrir.“ Varðandi flugvélina segir Berglind lögmenn hjá Opus hafa vitað að vélin væri skráð í Bandaríkjunum þótt þau hafi ekki vitað að hún væri í eigu eignarhaldssjóðs í Wells Fargo bankanum í Bandaríkjunum. Samkvæmt gögnum sem þau hafi fengið frá lögreglu hafi Arngrímur verið eigandinn og vélin tryggð hjá Sjóvá-Almennum tryggingum. „Vélin var staðsett á Íslandi og tryggð á Íslandi þannig að við vorum í rauninni bara að sjá um málið á Íslandi. Við fáum einfaldlega upplýsingar um flugvélina, tryggingar og annað slíkt frá lögreglu,“ segir Berglind sem kveðst hafa efasemdir um að hægt hefði verið að reka mál vegna flugslyssins í Bandaríkjunum. Slysið hafi orðið á Íslandi og flugvélin; ásamt flugmanni og farþegum, verið tryggð hjá íslensku tryggingafélagi. „Okkur var falið að annast málið hér á Íslandi, varðandi íslensk lög og íslenska lögsögu og vélin var rétt tryggð samkvæmt íslenskum lögum. Við höfum séð um allt sem snýr að íslensku réttarvörslukerfi en við eru ekki sérfræðingar í bandarískum skaðabótarétti,“ bendir Berglind á. Lögmanninum sem upphaflega tók málið að sér hjá Opus hafi einungis verið falið að annast málið á Íslandi. Þá kveður Berglind lögmann Opus hafa hvatt Wagstaff-fjölskylduna til að láta kanna málið ytra. „Þeim var bent á að kanna rétt sinn þar,“ segir Berglind Glóð Garðarsdóttir. Arngrímur Jóhannsson lét ekki ná í sig í gær vegna þessarar umfjöllunar.Athugasemd: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar kom fram rangt nafn útfararstofu sem annaðist lík Grants. Þessu hefur nú verið breytt.
Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira