Sjónvarpstæki og dreifing gætu haft áhrif á hljóðið Birgir Olgeirsson skrifar 20. febrúar 2019 13:06 Kristína Bærendsen verður meðal þáttakenda í úrslitum Söngvakeppninnar. Mynd/ Mummi Lú Framkvæmdastjórn Söngvakeppni Sjónvarpsins er stanslaust að skoða gæði hljóðs á útsendingu keppninnar. Þetta sagði Rúnar Freyr Gíslason, sem situr í framkvæmdastjórninni, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar ræddu þáttastjórnendur kvartanir sem þeir höfðu orðið varir við á samfélagsmiðlum sem vörðuðu hljóðið á útsendingu frá undakvöldum Söngvakeppninnar. Rúnar sagði umræðuna um hljóðið hafa verið áberandi fyrir tveimur árum. Þá kvörtuðu bæði tónlistarkonan Hildur Kristín og flytjendur lagsins Heim til þín undan hljóðblöndun á þeirra frammistöðu í keppninni. Sagði Rúnar að hljóðblöndunin hefði batnað til muna í fyrra og í ár var sérstaklega tekið á þessu þar sem hljóðmenn voru fengnir að borðinu fyrir tveimur mánuðum. Voru hljóðmennirnir látnir hlusta aftur og aftur á framlög keppenda til að finna út hvernig best væri að hljóðblanda lögin. Rúnar sagði að upplifun áhorfenda virtist vera mismunandi eftir því hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki það er í áskrift og hvernig sjónvarpstæki það á. Sagði hann að hljóðið færi í það minnsta í fínu lagi frá útsendingabílnum en það virðist vera sem að eitthvað skolist til hjá dreifingaraðilum útsendingarinnar og þá geti sjónvarpstækið skipt máli. „Við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera í þessu því hljóðið frá okkur fer í fínu lagi,“ sagði Rúnar.Ekki flókin hljóðblöndun Ekki væri um flókna hljóðblöndun að ræða. Hljóðmennirnir þurfa einungis að blanda söngnum við undirspil sem leikið er af upptöku, og væru því engin lifandi hljóðfæraleikur að flækja málið. Þáttastjórnendur bentu á að þetta væri atriði sem skipti miklu máli, ef hljóðið er ekki í lagi á flutningi laga þá séu minni líkur á að það njóti stuðnings áhorfenda.Rúnar Freyr Gíslason er einn af fjórum sem skipa framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar.Rúnar Freyr GíslasonRúnar gekkst við því og nefndi aftur að hljóðmenn hefðu verið fengnir að borðinu fyrir tveimur mánuðum og sérstakur tónlistarstjóri sem fylgist með öllu ferlinu.Tryggt að atkvæðamesta lagið vinnur Þáttastjórnendur ræddu einnig breytingar á fyrirkomulagi á einvígi úrslita Söngvakeppninnar. Einvígið fer venjulega þannig fram að tvö stigahæstu liðin mætast í einvígi þar sem þau berjast um hylli þjóðarinnar í hreinni símakosningu. Þannig hefur ferlið verið undanfarin ár. Í ár verður einvígið hins vegar með þeim hætti að lögin tvö taka með sér stigin sem þau fá úr fyrri umferð úrslitakvöldsins, en um er að ræða stig frá bæði alþjóðlegri dómnefnd og áhorfendum. Í fyrra hafði Dagur Sigurðsson, sem flutti lagið Í stormi, mikla yfirburði í fyrri umferðinni en mætti Ara Ólafssyni, sem flutti lagið Our Choice, í einvíginu þar sem Ari hafði sigur. Hefðu stigin úr fyrri umferð hins vegar fylgt í einvígið hefði Dagur staðið uppi sem sigurvegari.Sjá einnig: Dagur hefði unnið með nýju reglunum Rúnar sagði þessa breytingu í ár vera viðbragð framkvæmdastjórnarinnar við þessum úrslitum sem áttu sér í stað í fyrra. Hann segir að ákveðið hefði verið að breyta fyrirkomulaginu í ágúst og var hún kynnt fyrir starfsmönnum RÚV í janúar. Hann sagði að þessi breyting tryggði að það lag sem hlýtur flest atkvæði á úrslitakvöldinu verður framlag Íslendinga í Eurovision sem verður haldið í Tel Aviv í Ísrael í maí næstkomandi. Rúnar benti á að fyrirkomulagið sem stuðst var við í fyrra sé hins vegar alveg réttlætanlegt. Nefndi hann að í Frakklandi fari forsetakosningar fram þannig að kosið sé um frambjóðendur í fyrri umferð og mætast þeir tveir sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni í seinni umferð þar sem þjóðin velur á milli þeirra tveggja.Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikið umtal.FBL/Sigtryggur AriEnginn brotið reglurVísir greindi frá því í síðustu viku að keppendur hefðu gert athugasemd við framgöngu Hatara og sveitin sökuð um að brjóta gegn reglum keppninnar sem varðar ósæmilega hegðun sem getur sært blygðunarkennd áhorfenda og annarra keppenda og komið þannig óorði á Söngvakeppnina, RÚV eða Eurovision. Rúnar sagði að framkvæmdastjórninni hefðu borist athugasemdir frá keppendum og áhorfendum um æði margt í keppninni. „Þetta er náttúrlega hörð keppni og sömu reglur um alla. Og RÚV passar jafnræðisregluna og að öllum keppendum sé sýnd sama athygli.“ Hann gekkst við því að athugasemdir hefðu borist um Hatara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði hann eingöngu að reglur keppninnar hefðu hingað til ekki verið brotnar að mati framkvæmdastjórnarinnar, hvorki af Hatara eða öðrum keppendum. „Það eru allir ennþá í keppninni og góðir.“ Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin“ "Söngvakeppnin líður fyrir það að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin en lögin eru nánast öll b+.“ 20. febrúar 2019 12:30 Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30 Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Framkvæmdastjórn Söngvakeppni Sjónvarpsins er stanslaust að skoða gæði hljóðs á útsendingu keppninnar. Þetta sagði Rúnar Freyr Gíslason, sem situr í framkvæmdastjórninni, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar ræddu þáttastjórnendur kvartanir sem þeir höfðu orðið varir við á samfélagsmiðlum sem vörðuðu hljóðið á útsendingu frá undakvöldum Söngvakeppninnar. Rúnar sagði umræðuna um hljóðið hafa verið áberandi fyrir tveimur árum. Þá kvörtuðu bæði tónlistarkonan Hildur Kristín og flytjendur lagsins Heim til þín undan hljóðblöndun á þeirra frammistöðu í keppninni. Sagði Rúnar að hljóðblöndunin hefði batnað til muna í fyrra og í ár var sérstaklega tekið á þessu þar sem hljóðmenn voru fengnir að borðinu fyrir tveimur mánuðum. Voru hljóðmennirnir látnir hlusta aftur og aftur á framlög keppenda til að finna út hvernig best væri að hljóðblanda lögin. Rúnar sagði að upplifun áhorfenda virtist vera mismunandi eftir því hjá hvaða fjarskiptafyrirtæki það er í áskrift og hvernig sjónvarpstæki það á. Sagði hann að hljóðið færi í það minnsta í fínu lagi frá útsendingabílnum en það virðist vera sem að eitthvað skolist til hjá dreifingaraðilum útsendingarinnar og þá geti sjónvarpstækið skipt máli. „Við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera í þessu því hljóðið frá okkur fer í fínu lagi,“ sagði Rúnar.Ekki flókin hljóðblöndun Ekki væri um flókna hljóðblöndun að ræða. Hljóðmennirnir þurfa einungis að blanda söngnum við undirspil sem leikið er af upptöku, og væru því engin lifandi hljóðfæraleikur að flækja málið. Þáttastjórnendur bentu á að þetta væri atriði sem skipti miklu máli, ef hljóðið er ekki í lagi á flutningi laga þá séu minni líkur á að það njóti stuðnings áhorfenda.Rúnar Freyr Gíslason er einn af fjórum sem skipa framkvæmdastjórn Söngvakeppninnar.Rúnar Freyr GíslasonRúnar gekkst við því og nefndi aftur að hljóðmenn hefðu verið fengnir að borðinu fyrir tveimur mánuðum og sérstakur tónlistarstjóri sem fylgist með öllu ferlinu.Tryggt að atkvæðamesta lagið vinnur Þáttastjórnendur ræddu einnig breytingar á fyrirkomulagi á einvígi úrslita Söngvakeppninnar. Einvígið fer venjulega þannig fram að tvö stigahæstu liðin mætast í einvígi þar sem þau berjast um hylli þjóðarinnar í hreinni símakosningu. Þannig hefur ferlið verið undanfarin ár. Í ár verður einvígið hins vegar með þeim hætti að lögin tvö taka með sér stigin sem þau fá úr fyrri umferð úrslitakvöldsins, en um er að ræða stig frá bæði alþjóðlegri dómnefnd og áhorfendum. Í fyrra hafði Dagur Sigurðsson, sem flutti lagið Í stormi, mikla yfirburði í fyrri umferðinni en mætti Ara Ólafssyni, sem flutti lagið Our Choice, í einvíginu þar sem Ari hafði sigur. Hefðu stigin úr fyrri umferð hins vegar fylgt í einvígið hefði Dagur staðið uppi sem sigurvegari.Sjá einnig: Dagur hefði unnið með nýju reglunum Rúnar sagði þessa breytingu í ár vera viðbragð framkvæmdastjórnarinnar við þessum úrslitum sem áttu sér í stað í fyrra. Hann segir að ákveðið hefði verið að breyta fyrirkomulaginu í ágúst og var hún kynnt fyrir starfsmönnum RÚV í janúar. Hann sagði að þessi breyting tryggði að það lag sem hlýtur flest atkvæði á úrslitakvöldinu verður framlag Íslendinga í Eurovision sem verður haldið í Tel Aviv í Ísrael í maí næstkomandi. Rúnar benti á að fyrirkomulagið sem stuðst var við í fyrra sé hins vegar alveg réttlætanlegt. Nefndi hann að í Frakklandi fari forsetakosningar fram þannig að kosið sé um frambjóðendur í fyrri umferð og mætast þeir tveir sem hljóta flest atkvæði í fyrri umferðinni í seinni umferð þar sem þjóðin velur á milli þeirra tveggja.Hljómsveitin Hatari hefur vakið mikið umtal.FBL/Sigtryggur AriEnginn brotið reglurVísir greindi frá því í síðustu viku að keppendur hefðu gert athugasemd við framgöngu Hatara og sveitin sökuð um að brjóta gegn reglum keppninnar sem varðar ósæmilega hegðun sem getur sært blygðunarkennd áhorfenda og annarra keppenda og komið þannig óorði á Söngvakeppnina, RÚV eða Eurovision. Rúnar sagði að framkvæmdastjórninni hefðu borist athugasemdir frá keppendum og áhorfendum um æði margt í keppninni. „Þetta er náttúrlega hörð keppni og sömu reglur um alla. Og RÚV passar jafnræðisregluna og að öllum keppendum sé sýnd sama athygli.“ Hann gekkst við því að athugasemdir hefðu borist um Hatara en vildi ekki fara nánar út í það. Sagði hann eingöngu að reglur keppninnar hefðu hingað til ekki verið brotnar að mati framkvæmdastjórnarinnar, hvorki af Hatara eða öðrum keppendum. „Það eru allir ennþá í keppninni og góðir.“
Eurovision Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir „Að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin“ "Söngvakeppnin líður fyrir það að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin en lögin eru nánast öll b+.“ 20. febrúar 2019 12:30 Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30 Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin“ "Söngvakeppnin líður fyrir það að stórum hluta eru flytjendur því miður ekki hæfir til að flytja lögin en lögin eru nánast öll b+.“ 20. febrúar 2019 12:30
Betsson veðjar á að Hatrið muni sigra Stuðullinn á að Hatari muni sigra í Söngvakeppninni aðeins 1,6. 19. febrúar 2019 09:30
Hatari og Friðrik Ómar syngja á íslensku í úrslitunum Tvö lög verða flutt á íslensku á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar en það eru lög hljómsveitarinnar Hatara og Friðriks Ómars. 19. febrúar 2019 18:58