Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu segir ástandið viðkvæmt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 19:30 Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld. Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Íslenskur hjálparstarfsmaður sem staddur er við landamæri Venesúela og Kólumbíu segir ástandið þar viðkvæmt. Minnst þrjár milljónir hafa flúið land sökum efnahagsástands, en sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. Minnst tveir eru látnir og 300 hafa slasast í átökum við herinn en almennir íbúar reyna í miklu mæli að flýja landið enda nær ógerlegt að búa þar sökum efnahagsástands. Í fyrra var verðbólga þar svo há að verðlag tvöfaldaðist á nítján daga fresti að meðaltali. Matar- og lyfjaskortur hefur leikið íbúa landsins grátt og hafa minnst þrjár milljónir manna flúið land. Hjálparstarfsmennirnir Dagbjartur Brynjarsson og Ingólfur Haraldsson eru staddir á landamærunum við Kólumbíu þar sem þeir vinna að því að tryggja fjarskipti á svæðinu fyrir flóttafólk og hjálparstofnanir. „Ástandið í gær var engan veginn gott. Það er ofboðslega erfitt að leggja mat á næstu skref. Vonandi fer herinn að snúa sér að Hvan Gvædó og styðja við hann þannig að það sé hægt að leysa þetta friðsamlega. En því miður eru líka merki þess að svo verði ekki,“ sagði Dagbjartur Brynjarsson, hjálparstarfsmaður. Nikolas Madúró, sitjandi forseti hefur lokað landamærunum og afþakkað alla utanaðkomandi aðstoð. „Það er alveg ljóst að þörfin á netkefum hér er miklu meiri en við getum uppfyllt með þeim fjármunum sem við höfum tryggt í verkefnið. Fólk er mjög þakklátt fyrir það að ná því að tengjast við fjölskyldu , vini og ættingja,“ sagði Dagbjartur. Algjörlega óljóst er hvernig valdabaráttan muni enda og miklar líkur á borgarastyrjöld.
Kólumbía Venesúela Tengdar fréttir Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00 Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Brenndu hjálpargögn og skutu á mótmælendur Hermenn hliðhollir Nicolas Maduro, forseta Venesúela, beittu valdi til að reka bílalestir með hjálpargögn frá landamærum ríkisins og Kólumbíu í nótt. 24. febrúar 2019 08:00
Íslenskur hjálparstarfsmaður í Kólumbíu: Finna fyrir aukinni spennu á landamærum Venesúela Dagbjartur Brynjarsson segir hjálparstarfsmenn finna fyrir aukinni spennu á landamærum Kólumbíu og Venesúela. 24. febrúar 2019 12:15