Gætu stöðvað viðskipti með fasteignasjóði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 27. febrúar 2019 09:45 Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Vísir/getty Fitch Rating varar við því að fasteignasjóðir í Bretlandi gætu stöðvað viðskipti með bréf sín á næstu vikum vegna óróleika í tengslum við Brexit. Fjárfestar munu þá ekki geta selt bréf sín í sjóðunum en það varð raunin þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní 2016. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Fram kemur í greiningu Fitch Rating að ólíklegt sé að fasteignasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á hverjum degi geti mætt útflæði ef það vex verulega. Sjóðirnir mæta útflæði með því að selja atvinnuhúsnæði í sinni eigu en það tekur töluverðan tíma. Slíkir sjóðir gefa fjárfestum færi á að eiga viðskipti með fasteignir innan dags sem ella getur verið tímafrekt. Fitch Rating segir að fjárfestar gætu brugðist harðar við á næstu vikum en við kosningunum árið 2016, einkum ef niðurstaðan verður útganga úr Evrópusambandinu án samnings. Greinendurnir telja að sjóðirnir hafi ekki yfir nægu lausafé að ráða til að hægt sé að eiga viðskipti með bréf þeirra við þær kringumstæður. Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Um er að ræða hundruð milljóna punda á undanförnum mánuðum. Í desember drógu fjárfestar 315 milljónir punda úr slíkum sjóðum sem er svipuð fjárhæð og tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fitch Rating varar við því að fasteignasjóðir í Bretlandi gætu stöðvað viðskipti með bréf sín á næstu vikum vegna óróleika í tengslum við Brexit. Fjárfestar munu þá ekki geta selt bréf sín í sjóðunum en það varð raunin þegar Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu í júní 2016. Þetta kemur fram í frétt Financial Times. Fram kemur í greiningu Fitch Rating að ólíklegt sé að fasteignasjóðir sem hægt er að eiga viðskipti með á hverjum degi geti mætt útflæði ef það vex verulega. Sjóðirnir mæta útflæði með því að selja atvinnuhúsnæði í sinni eigu en það tekur töluverðan tíma. Slíkir sjóðir gefa fjárfestum færi á að eiga viðskipti með fasteignir innan dags sem ella getur verið tímafrekt. Fitch Rating segir að fjárfestar gætu brugðist harðar við á næstu vikum en við kosningunum árið 2016, einkum ef niðurstaðan verður útganga úr Evrópusambandinu án samnings. Greinendurnir telja að sjóðirnir hafi ekki yfir nægu lausafé að ráða til að hægt sé að eiga viðskipti með bréf þeirra við þær kringumstæður. Fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fjármagn úr fasteignasjóðum því þeir óttast að Brexit muni hafa slæm áhrif á starfsemi þeirra. Um er að ræða hundruð milljóna punda á undanförnum mánuðum. Í desember drógu fjárfestar 315 milljónir punda úr slíkum sjóðum sem er svipuð fjárhæð og tveimur mánuðum eftir atkvæðagreiðsluna um útgöngu úr Evrópusambandinu.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira