Læknar hætti að stimpla mæður móðursjúkar Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2019 19:30 Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Konur sem leita til lækna með grun um fötlun eða frávik í þroska ungra barna sinna segja betra að hafa karlmann með í heimsóknina. Þá séu þær síður dæmdar móðursjúkar Því á þá sé frekar hlustað. Doktorsneminn Guðrún Steinþórsdóttir benti áí viðtali við læknablaðið að konur upplifi að ekki sé á þær hlustað þegar þær leita til lækna vegna veikinda. Hún vitnar til sögu fjölda kvenna sem upplifðu sig taugaveiklaðar, kvartsárar eða jafnvel ímyndunarveikar.Í fréttum okkar dögunum greindi heimilislæknir frá því að konur tali frekar út frá tilfinningum en karlar og einkenni þeirra því stundum túlkuð andleg. Góð samskipti milli lækna og sjúklinga skipti gríðarlegu máli. Konur sem eiga langveik- eða fötluð börn eru hópur þeirra kvenna sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart þessu. Fréttastofa hefur rætt við nokkuð margar þeirra sem allar lentu í að vera greindar með andleg veikindi þegar þær leituðu svara við þroskafrávikum barna sinna. Mæðurnar Halla María Guðmundsdóttir og Ásdís Gunnarsdóttir eiga báðar fötluð börn. Þær segja ansi algengt að konur sem gruna að eitthvað angri barnið sitt hafi lent í samskiptaerfiðleikum á fyrsta stigi greiningarferlisins. „Maður var stimplaður frekar móðursjúkur og að búa til veikindi barnanna. Kannski líka því mitt barn er bara eitt tilfelli og ekki var hægt að bera önnur börn saman við,“ segir Halla María en barnið hennar er með tvöföldun á litningi 1. Ásdís tekur undir þetta: „Maður fór að efast um allt sem maður sá, fór að efast um að maður væri að horfa rétt í hlutina. Það gerir það að verkum að maður þorir kannski ekki að leita sér aðstoðar þegar þarf. Það getur bara verið mjög hættulegt,“ segir hún en dóttir hennar er með Wiedemann-Steiner heilkenni. Þær segjast hafa áttað sig á því að betra sé að hafa mennina sína með í læknisheimsóknirnar því á þá sé frekar hlustað. Þessu þurfi að breyta. „Þó að læknar haldi að það sé ekkert að. Ekki koma fram við foreldrana eins og þau séu vitlaus eða eins og það sé ekkert að. Rannsakaðu bara barnið og láttu þeim líða eins og þau viti eitthvað,“ segir Ásdís og Halla María bætir við: „Ég myndi vilja betri samskipti milli lækna og foreldra og að það yrði hlustað betur á móðurinnsæið. Ekki bara stimpla mann sem móðursjúkan,“ segir hún.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Læknavísindin gerðu ekki ráð fyrir ólíkum sjúkdómseinkennum karla og kvenna Konur tala oftar út frá tilfinningum en karlar þegar þær leita til lækna og því eru einkenni þeirra frekar túlkuð sem andleg vanlíðan en líkamleg. Tímapressa og vinnuálag lækna gefur of lítið svigrúm til djúpra samtala segir prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. 29. janúar 2019 20:00