Kosningum mögulega flýtt á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 12:59 Ríkisstjórn Pedro Sánchez er í bobba með fjárlagafrumvarp sitt. Hann gæti boðað til kosninga á næstu dögum. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, er sagður íhuga að flýta þingkosningum um ár og halda þær 14. apríl. Útlit er fyrir að spænska þingið hafni fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans í vikunni. Sósíalistaflokkur Sánchez er aðeins með fjórðung sæta í neðri deild spænska þingsins og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka eins og katalónskra þjóðernissinna þar. Þeir hafa sagst ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar þingið greiðir atkvæði um það á miðvikudag.Reuters-fréttastofan segir að spænskir embættismenn telji að líklegt sé að boðað verði til nýrra kosninga á næstunni þrátt fyrir að kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Spænska ríkisfréttastofan EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum að Sánchez gæti boðað til kosninga þegar í apríl. Það þyrfti hann að gera í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar því samkvæmt lögum má aðeins boða til kosninga með 54 daga fyrirvara. Dagblaðið El País segir heimildarmenn sína telja líklegra að kosið yrði sunnudaginn 26. maí samhliða sveitarstjórnar-, sjálfstjórnarhéraðs- og Evrópuþingskosningum. Ákvörðun um flýtikosningar yrði ekki tekin fyrir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fjárlög í þinginu liggja fyrir á miðvikudag. „Enginn meðlimur í stjórn Sósíalistaflokksins er að tala um 14. apríl fyrir þingkosningar,“ fullyrðir Adriana Lastra, talskona Sósíalistaflokksins við spænska dagblaðið. Skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkar sem hafa tekið harðari afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Katalóna en Sánchez gætu náð meirihluta saman ef kosið yrði nú. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, er sagður íhuga að flýta þingkosningum um ár og halda þær 14. apríl. Útlit er fyrir að spænska þingið hafni fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar hans í vikunni. Sósíalistaflokkur Sánchez er aðeins með fjórðung sæta í neðri deild spænska þingsins og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka eins og katalónskra þjóðernissinna þar. Þeir hafa sagst ætla að greiða atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar þingið greiðir atkvæði um það á miðvikudag.Reuters-fréttastofan segir að spænskir embættismenn telji að líklegt sé að boðað verði til nýrra kosninga á næstunni þrátt fyrir að kjörtímabili ríkisstjórnarinnar ljúki ekki fyrr en á næsta ári. Spænska ríkisfréttastofan EFE hefur eftir heimildarmönnum sínum að Sánchez gæti boðað til kosninga þegar í apríl. Það þyrfti hann að gera í síðasta lagi þriðjudaginn 19. febrúar því samkvæmt lögum má aðeins boða til kosninga með 54 daga fyrirvara. Dagblaðið El País segir heimildarmenn sína telja líklegra að kosið yrði sunnudaginn 26. maí samhliða sveitarstjórnar-, sjálfstjórnarhéraðs- og Evrópuþingskosningum. Ákvörðun um flýtikosningar yrði ekki tekin fyrir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um fjárlög í þinginu liggja fyrir á miðvikudag. „Enginn meðlimur í stjórn Sósíalistaflokksins er að tala um 14. apríl fyrir þingkosningar,“ fullyrðir Adriana Lastra, talskona Sósíalistaflokksins við spænska dagblaðið. Skoðanakannanir benda til þess að hægriflokkar sem hafa tekið harðari afstöðu til sjálfstæðisbaráttu Katalóna en Sánchez gætu náð meirihluta saman ef kosið yrði nú.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira