Ábyrgðin um að viðkvæmar upplýsingar birtust á hendi sveitarfélaganna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. febrúar 2019 20:30 Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Birting þriggja sveitarfélaga á viðkvæmum persónugreinanlegum gögnum í opnu bókhaldi sveitarfélaganna var brot á lögum um persónuvernd. Skýring þjónustuaðila sveitarfélaganna á að öryggisbresturinn hafi orðið til við uppfærslu á hugbúnaði átti heldur ekki við rök að styðjast. Í lok apríl á síðasta ári sagði fréttastofan frá því að þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Hægt var að nálgast gögnin í gegnum svo kallað opið bókhald sem sveitarfélögin birtu en þeim var ekki kunnugt um aðgengi að upplýsingum væri óhindrað, fyrr en fréttastofan vakti athygli i þeirra á málinu.Vegna alvarleika lekans hóf Persónuvernd frumkvæðisrannsókn á málinu og birti niðurstöður sínar í dag og er hún á sama veg fyrir sveitarfélögin þrjú, að birting viðkvæmra persónuupplýsinga á vefsíðum sveitarfélaganna þriggja hafi ekki samrýmdist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og að öryggi við vinnslu persónuupplýsinga hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laganna.Í samtali við fréttastofu á sínum tíma sagði sviðstjóri ráðgjafarsviðs KPMG að gögnin hafi orðið aðgengileg eftir sjálfvirka hugbúnaðaruppfærslu hjá Microsoft í febrúar í fyrra og því hafi gögnin verið aðgengileg öllum í 2-3 mánuði. Í úrskurði Persónuverndar eru þessar skýringar hraktar en í niðurstöðunum kemur fram að hægt hafi verið að nýta þessa virkni í hugbúnaði sem birtir bókahaldið á netinu frá árinu 2016. Lögin um Persónuvernd voru hert í vor og hefði málið komið upp eftir það hefðu viðurlög verið harðari, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrir þjónustuaðilann.Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá PersónuverndVísir/Baldur„Það mynda allavega koma til skoðunar í dag, samkvæmt núgildandi löggjöf hvort tilefni væri til að leggja á stjórnvaldssekt. Eins og kemur fram í ákvörðunarorðunum að þá er í raun ekki tilefni til að skoða það nánar vegna þess að sú heimild var ekki til staðar,“ sagði Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsinga og öryggis hjá Persónuvernd. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa sveitarfélögin þrjú ekki hafið birtingu á upplýsingum úr bókhaldi sínu að nýju frá því að málin komu upp. Sjá úrskurð um SeltjarnarnesbæSjá úrskurð um AkraneskaupstaðSjá úrskurð um Garðabæ
Akranes Garðabær Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17 Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd 13. febrúar 2019 12:17
Vinnubrögð KPMG verulega ámælisverð að mati Persónuverndar Lög voru brotin þegar viðkvæmar persónuupplýsingar voru birtar á vef Garðabæjar á síðasta ári. Ráðgjafafyrirtækið KPMG er húðskammað af Persónuvernd sem hóf rannsókn eftir fréttaflutning af málinu. 13. febrúar 2019 07:45
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44