Ákvörðun Lilju um Víkurgarð á mánudag sighvatur@frettabladid.is skrifar 16. febrúar 2019 08:00 Framkvæmdir hafa legið niðri frá því að skyndifriðun austurhluta Víkurgarðs tók gildi þann 8. janúar síðastliðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fornminjanefnd telur að markmiðum um vernd minjasvæðis í Víkurgarði verði síður náð með stækkun friðlýsingarsvæðis garðsins eins og tillaga Minjastofnunar gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar frá 31. janúar síðastliðnum. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að fjalla um tillögur Minjastofnunar að friðlýsingum áður en þær eru sendar ráðherra. Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna skyndifriðunar Víkurgarðs þarf að liggja fyrir næstkomandi mánudag. Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu en Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan þess reits sem félagið Lindarvatn áformar að reisa hótel á. Sá hluti Víkurgarðs sem í daglegu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi hins vegar nauðsynlegt að stækka friðlýsingarsvæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkurgarður nýttur sem aðkomusvæði hótelsins sem væri algerlega óásættanlegt. Í fyrrnefndri bókun fornminjanefndar segir að áform framkvæmdaaðila um inngang að hótelinu hafi ekki í för með sér umráðarétt yfir næsta nágrenni, heldur þurfi þeir að lúta þeim skilyrðum sem Minjastofnun setji. Þá er brýnt fyrir Minjastofnun, Reykjavíkurborg og framkvæmdaaðilum að ná samkomulagi sem komi til móts við sjónarmið allra aðila þó þannig að vernd minjasvæðisins verði í öndvegi. Töluverðar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu og hafa heiðursborgarar Reykjavíkur meðal annars mótmælt framkvæmdunum. Í dag stendur félagsskapurinn Verndum Víkurgarð fyrir baráttuskemmtun í Iðnó sem hefst kl. 14. Í yfirlýsingu sem meðal annars var birt í Fréttablaðinu í gær skorar fjöldi nafntogaðra einstaklinga á Lilju Alfreðsdóttur að friðlýsa austurhluta Víkurgarðs en þar með yrði allur garðurinn, eins og mörk hans voru árið 1838, friðlýstur. Reykjavík Skipulag Víkurgarður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Fornminjanefnd telur að markmiðum um vernd minjasvæðis í Víkurgarði verði síður náð með stækkun friðlýsingarsvæðis garðsins eins og tillaga Minjastofnunar gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar frá 31. janúar síðastliðnum. Eitt af hlutverkum nefndarinnar er að fjalla um tillögur Minjastofnunar að friðlýsingum áður en þær eru sendar ráðherra. Ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra vegna skyndifriðunar Víkurgarðs þarf að liggja fyrir næstkomandi mánudag. Málið hefur verið til umfjöllunar í ráðuneytinu en Minjastofnun ákvað þann 8. janúar síðastliðinn að skyndifriða þann hluta garðsins sem er innan þess reits sem félagið Lindarvatn áformar að reisa hótel á. Sá hluti Víkurgarðs sem í daglegu tali nefnist Fógetagarður er þegar friðlýstur. Minjastofnun taldi hins vegar nauðsynlegt að stækka friðlýsingarsvæðið um átta metra í austur. Var vísað til þess að ekki hefði náðst ásættanleg niðurstaða um inngang fyrirhugaðs hótels. Þannig yrði Víkurgarður nýttur sem aðkomusvæði hótelsins sem væri algerlega óásættanlegt. Í fyrrnefndri bókun fornminjanefndar segir að áform framkvæmdaaðila um inngang að hótelinu hafi ekki í för með sér umráðarétt yfir næsta nágrenni, heldur þurfi þeir að lúta þeim skilyrðum sem Minjastofnun setji. Þá er brýnt fyrir Minjastofnun, Reykjavíkurborg og framkvæmdaaðilum að ná samkomulagi sem komi til móts við sjónarmið allra aðila þó þannig að vernd minjasvæðisins verði í öndvegi. Töluverðar deilur hafa staðið um fyrirhugaða hótelbyggingu og hafa heiðursborgarar Reykjavíkur meðal annars mótmælt framkvæmdunum. Í dag stendur félagsskapurinn Verndum Víkurgarð fyrir baráttuskemmtun í Iðnó sem hefst kl. 14. Í yfirlýsingu sem meðal annars var birt í Fréttablaðinu í gær skorar fjöldi nafntogaðra einstaklinga á Lilju Alfreðsdóttur að friðlýsa austurhluta Víkurgarðs en þar með yrði allur garðurinn, eins og mörk hans voru árið 1838, friðlýstur.
Reykjavík Skipulag Víkurgarður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira