Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins segja málflutning Ragnars Þórs ómaklega árás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 20:12 Forsvarsmenn Almenna leigufélagsins eru ósáttir við málflutning Ragnars Þórs, formanns VR, sem hefur sett Kviku banka afarkosti. Vísir/Vilhelm Almenna leigufélagið segir útspil Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að gefa Kviku banka fjóra daga til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins vera ómaklega árás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almenna leigufélaginu. María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að málflutningur Ragnars Þórs um leigufélagið sé óheppilegt innlegg í umræðu um það hvernig megi byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar. Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kviku banki ekki við þeim kröfum hyggst VR taka allt sitt fé, sem nemur 4,2 milljarða króna, út úr eignastýringu bankans. Þetta kom fram í opnu bréfi sem VR sendi til stjórnenda í dag. Sjá nánar: Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá KvikuAfarkostirnir leið til að sýna leigjendum stuðning í verkiÍ kvöldfréttum RÚV sagði Ragnar Þór að með þessu sé VR að sýna í verki að staðið sé með félagsmönnum og fólki á leigumarkaði með því að gefa Kviku banka jafn langan frest og þeir gefa leigjendum til að svara afarkostum um mjög ósanngjarna og hækkaða leigu til að koma í veg fyrir þetta.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill sýna leigjendum stuðning í verki með því að setja Kviku banka afarkosti.vísir/vilhelmÍ tilkynningu frá Almenna leigufélaginu segir að undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. „Það hefur verið gert í skrefum og í langflestum tilfellum með rúmum fyrirvara svo leigjendur fái svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. Leiguverð hefur einnig fylgt verðbólgu, fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati,“ segir í tilkynningunni. Rekstur Leigufélagsins Kletts og BK-eigna hafi ekki staðið undir sér Árið 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri tveggja fasteignasafna, annars vegar á Leigufélaginu Kletti, sem er í eigu Íbúðalánasjóðs og hins vegar á félaginu BK-eignir. Í tilkynningunni segir að reksturinn hafi ekki staðið undir sér og var tugmilljóna tap af leigurekstri þeirra sama ár. Á meðal skilyrða frá Leigufélaginu Kletti var að leiguverð myndi ekki hækka næstu 12 mánuði. Því hafi Almenna leigufélagið greitt háar fjárhæðir með eignunum. Í fréttatilkynningunni segir að Almenna leigufélagið fagni allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi og að félagið taki heilshugar undir kröfur VR og fleiri um uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði og óhagnaðardrifinna félaga. Almenna leigufélagið hafi frá stofnun lagt ríka áherslu á að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi húsnæðisöryggi til langs tíma, stöðugleika og þjónustu að Skandinavískri fyrir fyrirmynd. „Orð formanns VR eru því ómakleg árás á fyrirtæki sem tekið hefur þátt í að ryðja brautina fyrir þróun skilvirks leigumarkaðar á Íslandi,“ eru lokaorð fréttatilkynningar frá Almenna leigufélaginu. Efnahagsmál Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Almenna leigufélagið segir útspil Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, að gefa Kviku banka fjóra daga til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins vera ómaklega árás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almenna leigufélaginu. María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins, segir að málflutningur Ragnars Þórs um leigufélagið sé óheppilegt innlegg í umræðu um það hvernig megi byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar. Stéttarfélagið VR hefur gefið stjórnendum Kviku banka, sem bíða niðurstöðu samkeppniseftirlitsins um hvort kaup þeirra á Almenna leigufélaginu gangi í gegn, fjögurra daga frest til þess að draga til baka hækkun á leigu á húsnæði félagsins. Verði Kviku banki ekki við þeim kröfum hyggst VR taka allt sitt fé, sem nemur 4,2 milljarða króna, út úr eignastýringu bankans. Þetta kom fram í opnu bréfi sem VR sendi til stjórnenda í dag. Sjá nánar: Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá KvikuAfarkostirnir leið til að sýna leigjendum stuðning í verkiÍ kvöldfréttum RÚV sagði Ragnar Þór að með þessu sé VR að sýna í verki að staðið sé með félagsmönnum og fólki á leigumarkaði með því að gefa Kviku banka jafn langan frest og þeir gefa leigjendum til að svara afarkostum um mjög ósanngjarna og hækkaða leigu til að koma í veg fyrir þetta.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill sýna leigjendum stuðning í verki með því að setja Kviku banka afarkosti.vísir/vilhelmÍ tilkynningu frá Almenna leigufélaginu segir að undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. „Það hefur verið gert í skrefum og í langflestum tilfellum með rúmum fyrirvara svo leigjendur fái svigrúm til að laga sig að breyttum aðstæðum. Leiguverð hefur einnig fylgt verðbólgu, fasteignagjöldum og öðrum opinberum gjöldum, sem hafa hækkað gríðarlega undanfarin ár með hækkandi fasteignamati,“ segir í tilkynningunni. Rekstur Leigufélagsins Kletts og BK-eigna hafi ekki staðið undir sér Árið 2017 tók Almenna leigufélagið við rekstri tveggja fasteignasafna, annars vegar á Leigufélaginu Kletti, sem er í eigu Íbúðalánasjóðs og hins vegar á félaginu BK-eignir. Í tilkynningunni segir að reksturinn hafi ekki staðið undir sér og var tugmilljóna tap af leigurekstri þeirra sama ár. Á meðal skilyrða frá Leigufélaginu Kletti var að leiguverð myndi ekki hækka næstu 12 mánuði. Því hafi Almenna leigufélagið greitt háar fjárhæðir með eignunum. Í fréttatilkynningunni segir að Almenna leigufélagið fagni allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi og að félagið taki heilshugar undir kröfur VR og fleiri um uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði og óhagnaðardrifinna félaga. Almenna leigufélagið hafi frá stofnun lagt ríka áherslu á að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á Íslandi húsnæðisöryggi til langs tíma, stöðugleika og þjónustu að Skandinavískri fyrir fyrirmynd. „Orð formanns VR eru því ómakleg árás á fyrirtæki sem tekið hefur þátt í að ryðja brautina fyrir þróun skilvirks leigumarkaðar á Íslandi,“ eru lokaorð fréttatilkynningar frá Almenna leigufélaginu.
Efnahagsmál Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Fleiri fréttir Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Sjá meira
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07