Minjastofnun hyggst áfram fylgjast með framkvæmdum á Landsímareitnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 21:00 Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín. Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Minjastofnun hyggst fylgjast áfram grannt með framkvæmdum á Landsímareitnum, þrátt fyrir að hafa dregið til baka tillögu sína um stækkun á friðlýstu svæði Víkurgarðs. Forstöðumaður Minjastofnunar fagnar þeirri málamiðlun sem samstaða náðist um í gær en velunnarar Víkurgarðs eru ekki allir á sama máli. Framkvæmdir eru í fullum gangi við Landsímareitinn þar sem til stendur að reisa hótel en Minjastofnun dró í gær til baka tillögu sína um að friðlýsa til viðbótar hluta Víkurgarðs sem náð hefði inn á framkvæmdasvæðið. Mennta- og menningarmálaráðherra friðlýsti Víkurgarð þann 8.janúar en í gær rann út frestur ráðherra til að taka afstöðu til stækkunar friðlýsts svæðis um átta metra til austurs. Niðurstaðan varð sú að ráðuneytið, Minjastofnun, Reykjavíkurborg og félagið Lindarvatn, sem er framkvæmdaaðili á Landsímareitnum, komust að málamiðlun og er stefnt að því að auglýsa hugmyndasamkeppni umframtíðarskipulag Víkurgarðs.Víkurgarður verði skemmtilegur sögustaður fyrir fólkið í bænum „Niðurstaðan er sú að þeir breyta innganginum inn í garðinn og þeir taka tillit til verndarsjónarmiða. Það merkir samt ekki að við munum ekki fylgjast með því sem er í gangi hérna niður frá því að við eigum eftir að gera það á næstu árum og munum bregðast við ef að á þarf að halda,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. Velunnarar Víkurgarðs, sem barist hafa fyrir friðlýsingu hans hafa aftur á móti lýst vonbrigðum með niðurstöðuna. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir á svæðinu og hyggst Lindarvatn meta tjón sem hugsanlega af því hlaust og eftir atvikum sækja bætur. Kristín kveðst þó heilt yfir ánægð með niðurstöðuna. „Við höfum eiginlega þá framtíðarsýn að honum verði sýnd virðing sem einum merkasta minjastað landsins í sjálfu sér og auðvitað borgarinnar. En jafnframt að hann verði borgurunum til ánægju og þeir geti komið hingað og fræðst um sögu svæðisins og um fólkið líka sem að var grafið hérna í garðinum,“ segir Kristín.
Fornminjar Reykjavík Víkurgarður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira