Notendum Facebook fjölgar og hagnaður eykst, þvert á væntingar Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 10:44 Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook. AP/Marcio Jose Sanchez Hagnaður Facebook jókst meira á síðasta ársfjórðungi 2018 en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir og það þrátt fyrir ýmis hneykslismál sem hafa komið niður á ímynd fyrirtækisins. Facebook hagnaðist um 6,88 milljarða dala á síðustu þremur mánuðum síðasta árs en á sama ársfjórðungi 2017 var hagnaður fyrirtækisins 4,27 milljarðar. Tekjur fyrirtækisins jukust um 30 prósent á milli ára og voru 16,9 milljarðar dala. Greinendur höfðu gert ráð fyrir 16,4 milljarða dala tekjum. Eftir að uppgjörið var birt í gærkvöldi hækkaði virði hlutabréfa félagsins verulega. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segja þessar tölur einhver þær jákvæðustu sem sést hafa í nokkur ár. Sé litið til alls ársins í fyrra voru tekjur Facebook 55,8 milljarðar dala. Hagnaðurinn var 22,1 milljarður dala. Árið 2017 voru tekjurnar 40,7 milljarðar og hagnaðurinn 15,9 milljarðar. Á tveimur árum hafa tekjur Facebook í fjórða fjórðungi næstum því tvöfaldast, eins og sjá má á súluritinu hér að neðan. Eins og áður er langstærsti hluti tekna fyrirtækisins vegna auglýsinga. Reuters segir verð auglýsinga á Facebook hafa lækkað en á móti eru fleiri auglýsingar sýndar á miðlum fyrirtækisins og þá sérstaklega á Instagram.Tekjur Facebook síðustu ársfjórðunga.Notendum sem nota Facebook á degi hverjum fjölgaði um níu prósent á milli ára og það gerði notendum sem kíkja á Facebook í hverjum mánuði einnig. Fyrirtækið áætlar að um 2,7 milljarðar manna noti Facebook, Instagram, WhatsApp eða Messenger í hverjum mánuði og rúmlega tveir milljarðar geri það á hverjum degi. Þá fjölgaði notendum í öllum heimshlutum og þar á meðal Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrri uppgjör höfðu sýnt fram á dregið hafði verulega úr fjölgun notanda í Norður-Ameríku og hafði þeim jafnvel fækkað í Evrópu. Um mikinn viðsnúning er því að ræða, sem þykir merkilegt með tilliti til þess að ímynd fyrirtækisins hafi beðið hnekki á árinu vegna gagnaleka, misnotkunar persónuupplýsinga og annarra hneyksla. Í smáu letri við glæru af fjölgun daglegra notenda segir að fölskum aðgöngum að Facebook hafi fjölgað um 27 prósent og hafi verið 116 milljónir. Þá hafi tilvikum þar sem persónur eru með tvo aðganga fjölgað um 12,4 prósent og hafi verið 255 milljónir.Daglegir notendur Facebook.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri, ræddu við fjárfesta í gær og þar sögðu þau starfsmenn fyrirtækisins sjá tækifæri í Messenger og svokölluðum Stories á Facebook og Instagram. Hægt væri að koma auglýsingum fyrir þar.Hér má hlusta á Zuckerberg og Sandberg ræða við fjárfesta og skoða glærur sem fylgdu ársfjórðungsuppgjörinu.Bæði Zuckerberg og Sandberg lýstu vandamálum Facebook sem samfélagslegum vandamálum sem finna megi víða um internetið. Þá sagði Zuckerberg að grundvallarbreytingar hefðu verið gerðar á rekstri fyrirtækisins og því væru forsvarsmenn þess betur í stakk búinn til að takast á við vandamál framtíðarinnar. Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hagnaður Facebook jókst meira á síðasta ársfjórðungi 2018 en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir og það þrátt fyrir ýmis hneykslismál sem hafa komið niður á ímynd fyrirtækisins. Facebook hagnaðist um 6,88 milljarða dala á síðustu þremur mánuðum síðasta árs en á sama ársfjórðungi 2017 var hagnaður fyrirtækisins 4,27 milljarðar. Tekjur fyrirtækisins jukust um 30 prósent á milli ára og voru 16,9 milljarðar dala. Greinendur höfðu gert ráð fyrir 16,4 milljarða dala tekjum. Eftir að uppgjörið var birt í gærkvöldi hækkaði virði hlutabréfa félagsins verulega. Sérfræðingar sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segja þessar tölur einhver þær jákvæðustu sem sést hafa í nokkur ár. Sé litið til alls ársins í fyrra voru tekjur Facebook 55,8 milljarðar dala. Hagnaðurinn var 22,1 milljarður dala. Árið 2017 voru tekjurnar 40,7 milljarðar og hagnaðurinn 15,9 milljarðar. Á tveimur árum hafa tekjur Facebook í fjórða fjórðungi næstum því tvöfaldast, eins og sjá má á súluritinu hér að neðan. Eins og áður er langstærsti hluti tekna fyrirtækisins vegna auglýsinga. Reuters segir verð auglýsinga á Facebook hafa lækkað en á móti eru fleiri auglýsingar sýndar á miðlum fyrirtækisins og þá sérstaklega á Instagram.Tekjur Facebook síðustu ársfjórðunga.Notendum sem nota Facebook á degi hverjum fjölgaði um níu prósent á milli ára og það gerði notendum sem kíkja á Facebook í hverjum mánuði einnig. Fyrirtækið áætlar að um 2,7 milljarðar manna noti Facebook, Instagram, WhatsApp eða Messenger í hverjum mánuði og rúmlega tveir milljarðar geri það á hverjum degi. Þá fjölgaði notendum í öllum heimshlutum og þar á meðal Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrri uppgjör höfðu sýnt fram á dregið hafði verulega úr fjölgun notanda í Norður-Ameríku og hafði þeim jafnvel fækkað í Evrópu. Um mikinn viðsnúning er því að ræða, sem þykir merkilegt með tilliti til þess að ímynd fyrirtækisins hafi beðið hnekki á árinu vegna gagnaleka, misnotkunar persónuupplýsinga og annarra hneyksla. Í smáu letri við glæru af fjölgun daglegra notenda segir að fölskum aðgöngum að Facebook hafi fjölgað um 27 prósent og hafi verið 116 milljónir. Þá hafi tilvikum þar sem persónur eru með tvo aðganga fjölgað um 12,4 prósent og hafi verið 255 milljónir.Daglegir notendur Facebook.Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, og Sheryl Sandberg, framkvæmdastjóri, ræddu við fjárfesta í gær og þar sögðu þau starfsmenn fyrirtækisins sjá tækifæri í Messenger og svokölluðum Stories á Facebook og Instagram. Hægt væri að koma auglýsingum fyrir þar.Hér má hlusta á Zuckerberg og Sandberg ræða við fjárfesta og skoða glærur sem fylgdu ársfjórðungsuppgjörinu.Bæði Zuckerberg og Sandberg lýstu vandamálum Facebook sem samfélagslegum vandamálum sem finna megi víða um internetið. Þá sagði Zuckerberg að grundvallarbreytingar hefðu verið gerðar á rekstri fyrirtækisins og því væru forsvarsmenn þess betur í stakk búinn til að takast á við vandamál framtíðarinnar.
Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira