Mikið af heitu vatni hefur fundist fyrir Selfyssinga 20. janúar 2019 00:45 Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af slíku vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu þar sem jarðborinn Sleipnir fer niður á tvo og hálfan kílómetra eftir vatninu. Vatnið er á milli áttatíu og níutíu gráðu heitt. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin. „Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar. Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ? „Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“. Tómas Ellert er í skýjunum yfir góðum árangri við borunina í Ósabotnum enda nóg af heitu vatni í holunni.Magnús HlynurEn stendur til að bora meira eftir heitu vatni á svæðinu ? „Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum Árborg Flóahreppur Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Íbúar á Selfossi þurfa ekki að hafa áhyggjur af skorti á heitu vatni á næstu árum því mikið af slíku vatni hefur fundist í nýrri vinnsluholu þar sem jarðborinn Sleipnir fer niður á tvo og hálfan kílómetra eftir vatninu. Vatnið er á milli áttatíu og níutíu gráðu heitt. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi borar nýju holuna með jarðbornum Sleipni frá Jarðborunum. Landsvæðið heitir Ósabotnar skammt frá Laugardælum í Flóahreppi en það eru Selfossveitur sem standa að borun holunnar. Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, staðsetti nýju vinnsluholu samkvæmt sprungumælingum úr nærliggjandi rannsóknarholu. Mikil ánægja er með allt heita vatnið sem hefur fundist og mun tryggja íbúum á Selfoss nóg af heitu vatni næstu árin. „Við duttum í lukkupottinn því við höfum verið á nippi undan farin ár með að afla heits vatns fyrir svæðið en eins og flestir vita þá hefur verið ör íbúafjölgun á svæðinu þannig að við duttum svo sannarlega í lukkupottinn“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar. Tómas Ellert segir að borunin kosti Selfossveitur um 200 milljónir króna. Vatnið upp úr holunni er 80 til 90 gráðu heitt en ekki er vitað á þessari stundu hvað magnað verður mikið en það lofar góðu. En hvenær verður byrjað að nota nýja vatnið ? „Þetta verður klárt og sett inn á kerfið okkar fyrir næsta vetur þannig að við þurfum ekki að neinar áhyggjur næsta vetur, það verður engum sundlaugum loða eða neitt slíkt“. Tómas Ellert er í skýjunum yfir góðum árangri við borunina í Ósabotnum enda nóg af heitu vatni í holunni.Magnús HlynurEn stendur til að bora meira eftir heitu vatni á svæðinu ? „Já, næsta hola er hér við bakka Hvítár, þar verður byrjað í vor að bora. Við höfum borað líka fyrir utan á á Selfoss eins og það er kallað. Sú hola heppnaðist líka vel og er komin í hluta til í vinnslu og hún mun anna svæðinu fyrir utan á þannig að við þurfum ekki að dæla vatni lengur yfir Ölfusárbrú til að anna því svæði“, bætir Tómas Ellert við um leið og hann bætir því við að það sé frábært að finna svona mikið að heitu vatni.Á heimasíðu ÍSOR er hægt að sjá frekari upplýsingar um nýju vinnsluholuna í Ósabotnum
Árborg Flóahreppur Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira