Innlent

Höfðu í nógu að snúast

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, ekki síst vegna snjókomunnar sem gekk yfir borgina.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, ekki síst vegna snjókomunnar sem gekk yfir borgina. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, ekki síst vegna snjókomunnar sem gekk yfir borgina. Auk þess að sinna umferðaróhöppunum á Vesturlandsvegi var nokkuð um minni óhöpp þar á meðal árekstur tveggja bifreiða á Korpúlfsstaðavegi. Báðar bifreiðarnar voru nokkuð skemmdar en bílbelti og líknarbelgir björguðu ökumönnum frá teljandi meiðslum.

Grunur er um að önnur bifreiðin hafi verið illa búin til vetraraksturs en mjög slæmt veður var á vettvangi á umræddum tíma. Þá var bifreið ekið á ljósastaur á Bústaðavegi. Bíllinn var óökufær eftir en engin meiðsli urðu á fólki.

Að auki stöðvaði lögreglan sex ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum fíkniefna og þá voru þrír karlmenn handteknir, grunaðir um ólöglega dvöl í landinu og sölu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×