Borgin synjar fötluðum manni um NPA á röngum forsendum Sveinn Arnarsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir forsendur synjunar borgarinnar einfaldlega rangar. Fréttablaðið/Anton Brink Einstaklingi var synjað um NPA aðstoð hjá Reykjavíkurborg í janúar á þeim grundvelli að reglugerð ráðherra um aðstoðina væri ekki til. Hún var hins vegar samþykkt fyrir áramót. Formaður Sjálfsbjargar segir málið með ólíkindum og sviðsstjóri velferðarsviðs segir þetta leið mistök. „Reglugerð um NPA liggur ekki fyrir og þar af leiðandi ekki regluverk Reykjavíkurborgar um NPA. Þegar reglugerð ráðherra liggur fyrir mun verða unnið eins hratt og unnt er að reglum borgarinnar um NPA,“ segir í bréfi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til mannsins.Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Það er hins vegar ekki rétt. Lögin tóku gildi 1. október síðastliðinn og Ásmundur Einar Daðason gaf út reglugerð um málið fyrir áramót. því er ekkert í þessu sem strandar á ríkinu hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. „Ég verð að segja að þessi neitun kom mér verulega á óvart. Loksins þegar allt er klárt hvað varðar NPA, þá synjar Reykjavíkurborg viðkomandi umsækjanda á forsendum sem eru einfaldlega rangar og standast enga skoðun,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. „Fatlað fólk er búið að bíða lengi eftir að allir lausir endar verði klárir og síðan þegar það sækir um eru svörin þessi. Þetta er vægast sagt mjög undarlegt allt saman.“ Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að þarna sé líkast til um mistök að ræða sem verði vonandi leiðrétt. Hið rétta sé að reglur Reykjavíkurborgar séu ekki enn þá tilbúnar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjónusta þessa borgara eftir lögunum. „Þarna hafa átt sér stað leið mistök. Reglur borgarinnar eru ekki tilbúnar en reglugerðin var samþykkt í lok árs,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Allar umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að þær liggja fyrir. Við vonumst til að það verði hægt að leggja þær fyrir fyrsta fund velferðarráðs í febrúar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Einstaklingi var synjað um NPA aðstoð hjá Reykjavíkurborg í janúar á þeim grundvelli að reglugerð ráðherra um aðstoðina væri ekki til. Hún var hins vegar samþykkt fyrir áramót. Formaður Sjálfsbjargar segir málið með ólíkindum og sviðsstjóri velferðarsviðs segir þetta leið mistök. „Reglugerð um NPA liggur ekki fyrir og þar af leiðandi ekki regluverk Reykjavíkurborgar um NPA. Þegar reglugerð ráðherra liggur fyrir mun verða unnið eins hratt og unnt er að reglum borgarinnar um NPA,“ segir í bréfi þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til mannsins.Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.Það er hins vegar ekki rétt. Lögin tóku gildi 1. október síðastliðinn og Ásmundur Einar Daðason gaf út reglugerð um málið fyrir áramót. því er ekkert í þessu sem strandar á ríkinu hvað varðar þjónustu við fatlað fólk. „Ég verð að segja að þessi neitun kom mér verulega á óvart. Loksins þegar allt er klárt hvað varðar NPA, þá synjar Reykjavíkurborg viðkomandi umsækjanda á forsendum sem eru einfaldlega rangar og standast enga skoðun,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar. „Fatlað fólk er búið að bíða lengi eftir að allir lausir endar verði klárir og síðan þegar það sækir um eru svörin þessi. Þetta er vægast sagt mjög undarlegt allt saman.“ Frá Reykjavíkurborg fengust þau svör að þarna sé líkast til um mistök að ræða sem verði vonandi leiðrétt. Hið rétta sé að reglur Reykjavíkurborgar séu ekki enn þá tilbúnar og það sé í raun ástæða þess að ekki sé hægt að þjónusta þessa borgara eftir lögunum. „Þarna hafa átt sér stað leið mistök. Reglur borgarinnar eru ekki tilbúnar en reglugerðin var samþykkt í lok árs,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. „Allar umsóknir verða afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að þær liggja fyrir. Við vonumst til að það verði hægt að leggja þær fyrir fyrsta fund velferðarráðs í febrúar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira