Drónarnir á Gatwick kostuðu EasyJet milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2019 10:12 Vélar Easyjet á Gatwick-flugvelli. Getty/Education Images Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins, Johan Lundgren, á vef breska ríkisútvarpsins að kostnaðurinn sé tilkominn vegna tveggja þátta; annars vegar bóta til farþega og tekjutaps vegna flugferða sem felldar voru niður. Bótagreiðslunar námu alls um 10 milljónum punda en kostnaðurinn vegna flugröskunarinnar 5 milljónum. Ríflega 82 þúsund farþegar og rúmlega 400 flugferðir Easyjet fengu að kenna á drónafluginu yfir Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Drónarnir stöðvuðu umferð um völlinn í alls 36 klukkustundir og um þúsund flugferðir voru alls felldar niður. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina en þeim var síðar sleppt. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Þrátt fyrir hrakfarir EasyJet á Gatwick segir flugfélagið að það hafi byrjað nýtt rekstrarár af krafti og það sé vel í stakk búið til að takast á við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í því samhengi nefnir EasyJet að farþegum félagsins hafi fjölgað um 15 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, þegar þeir voru um 21,6 milljón talsins. Þá er einnig ljóst að drónauppákoman hefur ekki orðið til þess að EasyJet missti trú á Gatwick-flugvelli, en eins og kom fram í lok desember var flugfélagið annað tveggja sem keypti flugtíma WOW air á vellinum. Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið EasyJet áætlar að drónarnir, sem trufluðu flugumferð um Gatwick-flugvöll í desember, hafi kostað flugfélagið um 15 milljónir punda, rúmlega 2,3 milljarða króna. Haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins, Johan Lundgren, á vef breska ríkisútvarpsins að kostnaðurinn sé tilkominn vegna tveggja þátta; annars vegar bóta til farþega og tekjutaps vegna flugferða sem felldar voru niður. Bótagreiðslunar námu alls um 10 milljónum punda en kostnaðurinn vegna flugröskunarinnar 5 milljónum. Ríflega 82 þúsund farþegar og rúmlega 400 flugferðir Easyjet fengu að kenna á drónafluginu yfir Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Drónarnir stöðvuðu umferð um völlinn í alls 36 klukkustundir og um þúsund flugferðir voru alls felldar niður. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina en þeim var síðar sleppt. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Þrátt fyrir hrakfarir EasyJet á Gatwick segir flugfélagið að það hafi byrjað nýtt rekstrarár af krafti og það sé vel í stakk búið til að takast á við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í því samhengi nefnir EasyJet að farþegum félagsins hafi fjölgað um 15 prósent á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, þegar þeir voru um 21,6 milljón talsins. Þá er einnig ljóst að drónauppákoman hefur ekki orðið til þess að EasyJet missti trú á Gatwick-flugvelli, en eins og kom fram í lok desember var flugfélagið annað tveggja sem keypti flugtíma WOW air á vellinum.
Bretland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44 Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tvö flugfélög keyptu flugtíma WOW Air á Gatwick Nýuppfærðar upplýsingar yfir lendingarleyfi í Bretlandi sýna að breska flugfélagið easyJet og ungverska flugfélagið Wizz air hafi keypt flugtíma WOW Air. 27. desember 2018 18:44
Bretar koma sér upp drónavörnum Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól. 25. desember 2018 10:09
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42